Draumurinn rættist: Uppselt á leik Íslands og Þýskalands Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 29. ágúst 2018 14:04 Fanndís Friðriksdóttir fagnar marki á síðasta stórmóti stelpnanna sem var EM 2017. Vísir/Getty Uppselt er á leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM á laugardag. Þetta er í fyrsta skipti sem uppselt er á kvennalandsleik. Leikurinn er sá stærsti í sögu kvennalandsliðsins til þessa. Liðið tryggir sig í lokakeppni HM með sigri og jafntefli heldur möguleikanum um sæti á HM á lofti. Þýska liðið er eitt það sterkasta í heiminum og ljóst að erfitt verkefni er framundan fyrir stelpurnar. Íslenska liðið og knattspyrnusambandið hafa haft það að markmiði að fylla Laugardalsvöll á laugardaginn og auglýst leikinn vel síðustu daga. Sú vinna borgaði sig því uppselt er á leikinn. Áhorfendamet verður því slegið á laugardag, en fyrra met var 7521 áhorfandi og var það sett síðasta sumar þegar brasilíska landsliðið mætti á Laugardalsvöll.Það er uppselt á Ísland - Þýskaland! #dottir#fyririslandpic.twitter.com/Rn7hwKRhLy — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 29, 2018 „Þótt fyrr hefði verið,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í samtali við Vísi þegar hann er spurður hvort um met sé að ræða. Hann segir þetta met verðskuldað en hefur landsliðið staðið sig frábærlega undanfarið og er um að ræða virkilega mikilvægan leik. „Þetta er stórleikur og mikið í húfi á móti sterku liði Þýskalands og sæti á HM Í Frakklandi að veði. Þessi leikur á svo sannarlega skilið að fá fullan völl og ég efast ekki um að það verði frábær stemning,“ segir Guðni. Hann treystir sér ekki til að spá fyrir um úrslit en hefur fulla trú á að íslenska liðið nái að sýna góða leik. „Og þá er möguleiki að fá stig úr þessum leik, þó auðvitað sé alltaf leikið til sigurs.“ HM 2019 í Frakklandi Laugardalsvöllur Tengdar fréttir „Ekki bara þeirra draumur, heldur okkar allra“ Ein stærsta goðsögnin í íslenskum kvennafótbolta frá upphafi bendir formanni KSÍ í góðu á eina staðreynd varðandi markmiðið að fylla Laugardalsvöllinn í hinum gríðarlega mikilvæga leik á móti Þýskalandi á laugardaginn kemur. 27. ágúst 2018 11:30 Við getum unnið Þýskaland Sigríður Lára Garðarsdóttir lék fyrsta leik sinn fyrir norsku meistarana í Lilleström í gær. Henni stóð til boða að semja við þrjú lið í Skandinavíu og bíður hún óþreyjufull eftir leiknum gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli á laugardag. 27. ágúst 2018 08:30 Spenntir fyrir því að geta kallað á milli stúkna í fyrsta sinn á kvennalandsleik Það ætla að margir að mæta í Laugardalinn á laugardaginn til að styðja á bak við íslenska kvennalandsliðið í gríðarlega mikilvægum leik á móti Þýskalandi. 29. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Sjá meira
Uppselt er á leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM á laugardag. Þetta er í fyrsta skipti sem uppselt er á kvennalandsleik. Leikurinn er sá stærsti í sögu kvennalandsliðsins til þessa. Liðið tryggir sig í lokakeppni HM með sigri og jafntefli heldur möguleikanum um sæti á HM á lofti. Þýska liðið er eitt það sterkasta í heiminum og ljóst að erfitt verkefni er framundan fyrir stelpurnar. Íslenska liðið og knattspyrnusambandið hafa haft það að markmiði að fylla Laugardalsvöll á laugardaginn og auglýst leikinn vel síðustu daga. Sú vinna borgaði sig því uppselt er á leikinn. Áhorfendamet verður því slegið á laugardag, en fyrra met var 7521 áhorfandi og var það sett síðasta sumar þegar brasilíska landsliðið mætti á Laugardalsvöll.Það er uppselt á Ísland - Þýskaland! #dottir#fyririslandpic.twitter.com/Rn7hwKRhLy — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 29, 2018 „Þótt fyrr hefði verið,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í samtali við Vísi þegar hann er spurður hvort um met sé að ræða. Hann segir þetta met verðskuldað en hefur landsliðið staðið sig frábærlega undanfarið og er um að ræða virkilega mikilvægan leik. „Þetta er stórleikur og mikið í húfi á móti sterku liði Þýskalands og sæti á HM Í Frakklandi að veði. Þessi leikur á svo sannarlega skilið að fá fullan völl og ég efast ekki um að það verði frábær stemning,“ segir Guðni. Hann treystir sér ekki til að spá fyrir um úrslit en hefur fulla trú á að íslenska liðið nái að sýna góða leik. „Og þá er möguleiki að fá stig úr þessum leik, þó auðvitað sé alltaf leikið til sigurs.“
HM 2019 í Frakklandi Laugardalsvöllur Tengdar fréttir „Ekki bara þeirra draumur, heldur okkar allra“ Ein stærsta goðsögnin í íslenskum kvennafótbolta frá upphafi bendir formanni KSÍ í góðu á eina staðreynd varðandi markmiðið að fylla Laugardalsvöllinn í hinum gríðarlega mikilvæga leik á móti Þýskalandi á laugardaginn kemur. 27. ágúst 2018 11:30 Við getum unnið Þýskaland Sigríður Lára Garðarsdóttir lék fyrsta leik sinn fyrir norsku meistarana í Lilleström í gær. Henni stóð til boða að semja við þrjú lið í Skandinavíu og bíður hún óþreyjufull eftir leiknum gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli á laugardag. 27. ágúst 2018 08:30 Spenntir fyrir því að geta kallað á milli stúkna í fyrsta sinn á kvennalandsleik Það ætla að margir að mæta í Laugardalinn á laugardaginn til að styðja á bak við íslenska kvennalandsliðið í gríðarlega mikilvægum leik á móti Þýskalandi. 29. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Sjá meira
„Ekki bara þeirra draumur, heldur okkar allra“ Ein stærsta goðsögnin í íslenskum kvennafótbolta frá upphafi bendir formanni KSÍ í góðu á eina staðreynd varðandi markmiðið að fylla Laugardalsvöllinn í hinum gríðarlega mikilvæga leik á móti Þýskalandi á laugardaginn kemur. 27. ágúst 2018 11:30
Við getum unnið Þýskaland Sigríður Lára Garðarsdóttir lék fyrsta leik sinn fyrir norsku meistarana í Lilleström í gær. Henni stóð til boða að semja við þrjú lið í Skandinavíu og bíður hún óþreyjufull eftir leiknum gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli á laugardag. 27. ágúst 2018 08:30
Spenntir fyrir því að geta kallað á milli stúkna í fyrsta sinn á kvennalandsleik Það ætla að margir að mæta í Laugardalinn á laugardaginn til að styðja á bak við íslenska kvennalandsliðið í gríðarlega mikilvægum leik á móti Þýskalandi. 29. ágúst 2018 12:00