Sádar hafna ásökunum um stríðsglæpi í Jemen Samúel Karl Ólason skrifar 29. ágúst 2018 21:03 Hermaður ríkisstjórnar Jemen. Vísir/EPA Yfirvöld Sádi-Arabíu hafna niðurstöðum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um að bandalag þeirra hafi mögulega framið stríðsglæpi í Jemen. Sádar og bandamenn þeirra berjast þar gegn uppreisnarmönnum Húta, sem studdir eru af Íran. Sameinuðu þjóðirnar segja báðar fylkingar mögulega sekar um stríðsglæpi í átökunum sem hafa komið verulega niður á almenningi í Jemen. Þá voru Sádar, ríkisstjórn Jemen og bandamenn þeirra meðal annars sakaðir um að gera lítið sem ekkert til að draga úr mannfalli meðal almennra borgara. Báðar fylkingar voru meðal annars sakaðar um pyntingar, mannrán og að þvinga börn í átök.Sjá einnig: Telja alla stríðsaðila í Jemen seka um stríðsglæpiÍ yfirlýsingu frá bandalagi Sáda segir að þeir hafi starfað rannsakendum Sameinuðu þjóðanna og segja „falskar ásakanir“ gegn þeim vera runnar undan rifjum alþjóðlegra samtaka. Þá eru Sameinuðu þjóðirnar gagnrýndar fyrir að hafa ekkert fjallað um það hjálparstarf sem bandalagið stundar í Jemen. Auk Sádí-Arabíu eru sjö önnur ríki sem mynda hernaðarbandalagið gegn stjórn Húta í Jemen og hafa sent orrustuþotur og annað herlið á vígvöllinn. Ríkin eru Egyptaland, Marokkó, Jórdanía, Súdan, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kúveit og Barein. Átökin í landinu Jemen hafa staðið yfir í meira en þrjú ár. Minnst 6.660 almennir borgarar hafa fallið í átökunum og rúmlega tíu þúsund hafa særst. Þúsundir til viðbótar hafa dáið vegna hungursneyða, veikinda og annarra ástæða sem þó tengjast átökum. Þar stendur nú heimsins stærsti kólerufaraldur yfir. Hjálparstarf Kúveit Sameinuðu arabísku furstadæmin Jemen Tengdar fréttir CNN segir Trump hafa selt Sádum sprengjuna sem varð tugum barna að bana Sprengjan, sem varð tugum ungra barna að bana þegar hún féll á rútu í Jemen á dögunum, hefði aldrei endað í höndum Sáda ef ríkisstjórn Donalds Trump hefði ekki afnumið takmarkanir á vopnasölu sem voru innleiddar á Baracks Obama. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum bandarísku fréttastöðvarinnar CNN. 18. ágúst 2018 14:57 Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15 CNN merkir vopnaframleiðendum fjöldamorð almennra borgara á korti af Jemen Bandaríska fréttastöðin CNN byrjaði í gær að birta niðurtöður umfangsmikilla rannsókna sinna á mannfalli almennra borgara í Jemen. Niðurstöðurnar sýna að sprengjurnar, sem hafa orðið fjölda barna og annarra almennra borgar að bana, eru bandarískar. 19. ágúst 2018 09:35 Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Yfirvöld Sádi-Arabíu hafna niðurstöðum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um að bandalag þeirra hafi mögulega framið stríðsglæpi í Jemen. Sádar og bandamenn þeirra berjast þar gegn uppreisnarmönnum Húta, sem studdir eru af Íran. Sameinuðu þjóðirnar segja báðar fylkingar mögulega sekar um stríðsglæpi í átökunum sem hafa komið verulega niður á almenningi í Jemen. Þá voru Sádar, ríkisstjórn Jemen og bandamenn þeirra meðal annars sakaðir um að gera lítið sem ekkert til að draga úr mannfalli meðal almennra borgara. Báðar fylkingar voru meðal annars sakaðar um pyntingar, mannrán og að þvinga börn í átök.Sjá einnig: Telja alla stríðsaðila í Jemen seka um stríðsglæpiÍ yfirlýsingu frá bandalagi Sáda segir að þeir hafi starfað rannsakendum Sameinuðu þjóðanna og segja „falskar ásakanir“ gegn þeim vera runnar undan rifjum alþjóðlegra samtaka. Þá eru Sameinuðu þjóðirnar gagnrýndar fyrir að hafa ekkert fjallað um það hjálparstarf sem bandalagið stundar í Jemen. Auk Sádí-Arabíu eru sjö önnur ríki sem mynda hernaðarbandalagið gegn stjórn Húta í Jemen og hafa sent orrustuþotur og annað herlið á vígvöllinn. Ríkin eru Egyptaland, Marokkó, Jórdanía, Súdan, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kúveit og Barein. Átökin í landinu Jemen hafa staðið yfir í meira en þrjú ár. Minnst 6.660 almennir borgarar hafa fallið í átökunum og rúmlega tíu þúsund hafa særst. Þúsundir til viðbótar hafa dáið vegna hungursneyða, veikinda og annarra ástæða sem þó tengjast átökum. Þar stendur nú heimsins stærsti kólerufaraldur yfir.
Hjálparstarf Kúveit Sameinuðu arabísku furstadæmin Jemen Tengdar fréttir CNN segir Trump hafa selt Sádum sprengjuna sem varð tugum barna að bana Sprengjan, sem varð tugum ungra barna að bana þegar hún féll á rútu í Jemen á dögunum, hefði aldrei endað í höndum Sáda ef ríkisstjórn Donalds Trump hefði ekki afnumið takmarkanir á vopnasölu sem voru innleiddar á Baracks Obama. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum bandarísku fréttastöðvarinnar CNN. 18. ágúst 2018 14:57 Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15 CNN merkir vopnaframleiðendum fjöldamorð almennra borgara á korti af Jemen Bandaríska fréttastöðin CNN byrjaði í gær að birta niðurtöður umfangsmikilla rannsókna sinna á mannfalli almennra borgara í Jemen. Niðurstöðurnar sýna að sprengjurnar, sem hafa orðið fjölda barna og annarra almennra borgar að bana, eru bandarískar. 19. ágúst 2018 09:35 Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
CNN segir Trump hafa selt Sádum sprengjuna sem varð tugum barna að bana Sprengjan, sem varð tugum ungra barna að bana þegar hún féll á rútu í Jemen á dögunum, hefði aldrei endað í höndum Sáda ef ríkisstjórn Donalds Trump hefði ekki afnumið takmarkanir á vopnasölu sem voru innleiddar á Baracks Obama. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum bandarísku fréttastöðvarinnar CNN. 18. ágúst 2018 14:57
Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15
CNN merkir vopnaframleiðendum fjöldamorð almennra borgara á korti af Jemen Bandaríska fréttastöðin CNN byrjaði í gær að birta niðurtöður umfangsmikilla rannsókna sinna á mannfalli almennra borgara í Jemen. Niðurstöðurnar sýna að sprengjurnar, sem hafa orðið fjölda barna og annarra almennra borgar að bana, eru bandarískar. 19. ágúst 2018 09:35
Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30