CNN stendur við frétt um fundinn í Trump-turni Samúel Karl Ólason skrifar 29. ágúst 2018 23:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Þrátt fyrir að heimildarmaður CNN hafi dregið í land með yfirlýsingar sínar um fund Donald Trump yngri, Jared Kushner, tengdasonar Trump, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, með rússneskum aðilum í Trump-turni árið 2016 stendur miðillinn við frétt sína. Fréttin, frá 27. júlí, fjallaði um að Trump eldri, hefði mögulega vitað af fundinum fyrir fram og jafnvel sagt syni sínum að sækja fundinn, þvert á yfirlýsingar hans.Í póstum sem Trump yngri fékk í aðdraganda fundarins segir berum orðum að hann hafi verið haldinn til þess að koma upplýsingum í þeirra hendur sem gætu skaðað framboð Hillary Clinton og að það sé liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. Slíkt er ólöglegt í Bandaríkjunum. Trump hefur haldið því fram að hann hafi ekki vitað af fundinum fyrr en eftir á. Í frétt CNN sem um ræðir segir að Michael Cohen, lögmaður Trump til margra ára, hafi orðið vitni af því að Trump yngri sagði föður sínum frá fundinum áður en hann átti sér stað. Lanny Davis, lögmaður Cohen, hefur nú stigið fram og sagt að hann hafi verið heimildarmaður CNN vegna fréttarinnar. hann segist hins vegar ekki vera viss í sinni sök lengur og að hann gæti ekki sannað mál sitt um vitneskju forsetans af fundinum. Gagnrýnendur CNN, og þar á meðal Donald Trump sjálfur, hafa brugðist reiðir við. Trump heldur því fram að um lygi sé að ræða og segir hann að blaðamaðurinn frægi, Carl Bernstein, búi í fortíðinni og hugsi eins og „úrkynjað fífl“. Í yfirlýsingu frá CNN segir að miðillinn standi við fréttina. Því hafi ekki verið haldið fram í fréttinni að Trump hafi vitað af fundinum fyrirfram. Hún hafi verið um að Cohen hafi sagt saksóknurum að hann vissi til þess að Trump hefði vitað af fundinum. Þar að auki hefði Davis ekki verið eini heimildarmaður miðilsins.CNN is being torn apart from within based on their being caught in a major lie and refusing to admit the mistake. Sloppy @carlbernstein, a man who lives in the past and thinks like a degenerate fool, making up story after story, is being laughed at all over the country! Fake News — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Þrátt fyrir að heimildarmaður CNN hafi dregið í land með yfirlýsingar sínar um fund Donald Trump yngri, Jared Kushner, tengdasonar Trump, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, með rússneskum aðilum í Trump-turni árið 2016 stendur miðillinn við frétt sína. Fréttin, frá 27. júlí, fjallaði um að Trump eldri, hefði mögulega vitað af fundinum fyrir fram og jafnvel sagt syni sínum að sækja fundinn, þvert á yfirlýsingar hans.Í póstum sem Trump yngri fékk í aðdraganda fundarins segir berum orðum að hann hafi verið haldinn til þess að koma upplýsingum í þeirra hendur sem gætu skaðað framboð Hillary Clinton og að það sé liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. Slíkt er ólöglegt í Bandaríkjunum. Trump hefur haldið því fram að hann hafi ekki vitað af fundinum fyrr en eftir á. Í frétt CNN sem um ræðir segir að Michael Cohen, lögmaður Trump til margra ára, hafi orðið vitni af því að Trump yngri sagði föður sínum frá fundinum áður en hann átti sér stað. Lanny Davis, lögmaður Cohen, hefur nú stigið fram og sagt að hann hafi verið heimildarmaður CNN vegna fréttarinnar. hann segist hins vegar ekki vera viss í sinni sök lengur og að hann gæti ekki sannað mál sitt um vitneskju forsetans af fundinum. Gagnrýnendur CNN, og þar á meðal Donald Trump sjálfur, hafa brugðist reiðir við. Trump heldur því fram að um lygi sé að ræða og segir hann að blaðamaðurinn frægi, Carl Bernstein, búi í fortíðinni og hugsi eins og „úrkynjað fífl“. Í yfirlýsingu frá CNN segir að miðillinn standi við fréttina. Því hafi ekki verið haldið fram í fréttinni að Trump hafi vitað af fundinum fyrirfram. Hún hafi verið um að Cohen hafi sagt saksóknurum að hann vissi til þess að Trump hefði vitað af fundinum. Þar að auki hefði Davis ekki verið eini heimildarmaður miðilsins.CNN is being torn apart from within based on their being caught in a major lie and refusing to admit the mistake. Sloppy @carlbernstein, a man who lives in the past and thinks like a degenerate fool, making up story after story, is being laughed at all over the country! Fake News — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira