Smá stress en samt ákveðinn léttir Benedikt Bóas skrifar 10. ágúst 2018 06:00 Arnór segir að á síðasta ári hafi komið tímabil þar sem Agent Fresco liðar hafi verið í öðrum verkefnum og hann náð að semja fjölmörg lög. Stone by Stone hafi verið lag sem snemma hafi verið ljóst að gaman yrði að klára. "Það eru mörg lög ókláruð. "Þetta er bara byrjunin þar sem ég sendi út lög í mínu nafni.“ Benjamin Hardman „Ég hef haft minna að gera,“ segir Arnór Dan Arnarson sem flestir þekkja sem söngvara Agent Fresco en hann gefur út sitt fyrsta lag, Stone by Stone, sem sólólistamaður í dag. Fyrir utan að vera að gefa út lag og myndband, svara fjölmiðlafólki hér heima og erlendis, er Arnór að skipuleggja Evróputúr Agent Fresco sem hefst í byrjun næsta mánaðar. „Við í Agent Fresco erum að fara í ferðina í september ásamt tveimur norskum hljómsveitum um Evrópu. Ný plata fer svo vonandi í tökur skömmu eftir túrinn en það er mikið af pælingum í gangi en hún er á réttri leið og verður mjög sérstök – ég lofa því.“ Arnór hefur gefið út mikið af efni en haft þá alltaf einhvern með sér. Hvort sem það er Agent Fresco, Ólafur Arnalds eða Yoko Kanno. Nú er öll ábyrgðin á honum sjálfum og því eðlilega smá stress. „Ég bjóst ekki við að það væri spenna eða stress en þegar ég tilkynnti um lagið þá komu fiðrildin í maganum á óvart. Ég er stanslaust búinn að vera að gefa út en þá með Agent Fresco, Ólafi Arnalds eða Broadchurch verkefninu. Öll ábyrgðin liggur nú hjá mér og það er geggjuð tilfinning. Mér finnst líka gaman að stýra ferðinni,“ segir hann. Lagið Stone by Stone er unnið með Janusi Rasmussen og Sakarisi Emil Joensen en textinn er eftir hann sjálfan. Myndbandið var svo unnið í samstarfi við listamenn sem Arnór hefur fylgst með og dáð. „Ég fékk í raun akkúrat það fólk sem ég vildi vinna með eins og Benjamin Hardman og Amy Haslehurst. Unnur Elísabet dansari kom til mín með hugmynd fyrir verkið Ég býð mig fram, og úr varð samstarf sem sjá má í myndbandinu. Þetta er samsuða af fólki sem vill vinna saman og þannig endaði þetta verkefni – sem eitt stórt samstarfsprójekt.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
„Ég hef haft minna að gera,“ segir Arnór Dan Arnarson sem flestir þekkja sem söngvara Agent Fresco en hann gefur út sitt fyrsta lag, Stone by Stone, sem sólólistamaður í dag. Fyrir utan að vera að gefa út lag og myndband, svara fjölmiðlafólki hér heima og erlendis, er Arnór að skipuleggja Evróputúr Agent Fresco sem hefst í byrjun næsta mánaðar. „Við í Agent Fresco erum að fara í ferðina í september ásamt tveimur norskum hljómsveitum um Evrópu. Ný plata fer svo vonandi í tökur skömmu eftir túrinn en það er mikið af pælingum í gangi en hún er á réttri leið og verður mjög sérstök – ég lofa því.“ Arnór hefur gefið út mikið af efni en haft þá alltaf einhvern með sér. Hvort sem það er Agent Fresco, Ólafur Arnalds eða Yoko Kanno. Nú er öll ábyrgðin á honum sjálfum og því eðlilega smá stress. „Ég bjóst ekki við að það væri spenna eða stress en þegar ég tilkynnti um lagið þá komu fiðrildin í maganum á óvart. Ég er stanslaust búinn að vera að gefa út en þá með Agent Fresco, Ólafi Arnalds eða Broadchurch verkefninu. Öll ábyrgðin liggur nú hjá mér og það er geggjuð tilfinning. Mér finnst líka gaman að stýra ferðinni,“ segir hann. Lagið Stone by Stone er unnið með Janusi Rasmussen og Sakarisi Emil Joensen en textinn er eftir hann sjálfan. Myndbandið var svo unnið í samstarfi við listamenn sem Arnór hefur fylgst með og dáð. „Ég fékk í raun akkúrat það fólk sem ég vildi vinna með eins og Benjamin Hardman og Amy Haslehurst. Unnur Elísabet dansari kom til mín með hugmynd fyrir verkið Ég býð mig fram, og úr varð samstarf sem sjá má í myndbandinu. Þetta er samsuða af fólki sem vill vinna saman og þannig endaði þetta verkefni – sem eitt stórt samstarfsprójekt.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira