Eins og að bíða eftir að harðsoðið egg klekist út Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2018 06:15 Kim Jong-Un og Donald Trump funduðu í Singapúr í júní. Fundur þeirra virðist litlu hafa skilað. Vísir/AP Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru örg út í Bandaríkin fyrir að halda viðskiptaþvingunum sínum gegn ríkinu áfram. Embættismenn í Pjongjang krefjast þess að þeim verði aflétt, því að þeirra mati eru þvinganirnar leifar „úrelts handrits“ sem fyrri stjórnir í Washington hafi fylgt „með litlum árangri.“ Samkomulag sem Donald Trump Bandaríkjaforseti og leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, handsöluðu í Singapúr í júní virðist vera í uppnámi. Meðal þess sem samkomulagið kvað á um var „algjör kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans“ - án þess þó að það væri útskýrt nánar eða boðið upp á nákvæma útlistun á aðgerðum eða mikilvægum tímasetningum. Það kann að útskýra hvers vegna norður-kóresk stjórnvöld hafa ekki afhent kjarnorkuvopn sín. Þvert á móti segja alþjóðlegir eftirlitsmenn að kjarnorkuáætlun ríkisins sé enn í fullum gangi. Það er ekki síst af þeim sökum sem Bandaríkjastjórn hefur ekki enn aflétt viðskiptaþvingunum gegn Norður-Kóreu, sem leikið hafa hið einangraða ríki grátt á síðustu misserum. Washington telur mikilvægt að þvinganirnar séu enn við lýði svo að Pjongjang verði tilneytt til að fylgja Singapúr-samkomulaginu. Þar að auki hafa háttsettir embættismenn Bandaríkjanna, eins og þjóðaröryggisráðgjafinn John Bolton, gefið í skyn á síðustu dögum að þolinmæði Washington sé takmörkuð. Afvopnun Norðu-Kóreu skuli hefjast tafarlaust, ellegar séu þvinganirnar ekki á förum. Þessari diplómasíu mótmæla norður-kóresk stjórnvöld og segja hana í raun stríða gegn anda fyrrnefnd samkomulags og stefnu Bandaríkjaforseta. Þau telja þannig litlar líkur á árangri ef utanríkisstefna Bandaríkjanna mun áfram fylgja sama „úrelta handriti“ og áður. Allar ásakanir á hendur Pjongjang séu þar að auki tilhæfulausar og eini tilgangur þeirra sé að auka þrýsting alþjóðasamfélagsins á Norður-Kóreu. Í yfirlýsingu sem utanríkisráðuneyti landsins sendi frá sér í gær er stefnu Bandaríkjanna í afvopnunarmálum Kóreuskagans líkt við það að „bíða eftir því að soðið egg klekist út.“ Sem sagt: Algjörlega tilgangslaus og ekki líkleg til árangurs. Því má í raun segja að um eiginlega störukeppni sé að ræða í málinu. Norður-Kórea ætlar ekki gefa sig fyrr en Bandaríkin gefa eftir - og öfugt. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Í trássi við ályktanir en ósáttir við aðgerðir Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa áhyggjur af aðgerðum Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. 4. ágúst 2018 10:38 Segir Norður-Kóreu eiga langt í land Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea sé ekki að standa við fyrirheit sín varðandi afvopnun og að einræðisríkið sé enn í trássi við ýmsar ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 3. ágúst 2018 10:15 Kim og félagar vilja losna við þvinganir Yfirvöld Norður-Kóreu sendu Bandaríkjunum tóninn í dag og sökuðu Bandaríkjamenn um að ógna friði á Kóreuskaganum. 9. ágúst 2018 19:55 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru örg út í Bandaríkin fyrir að halda viðskiptaþvingunum sínum gegn ríkinu áfram. Embættismenn í Pjongjang krefjast þess að þeim verði aflétt, því að þeirra mati eru þvinganirnar leifar „úrelts handrits“ sem fyrri stjórnir í Washington hafi fylgt „með litlum árangri.“ Samkomulag sem Donald Trump Bandaríkjaforseti og leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, handsöluðu í Singapúr í júní virðist vera í uppnámi. Meðal þess sem samkomulagið kvað á um var „algjör kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans“ - án þess þó að það væri útskýrt nánar eða boðið upp á nákvæma útlistun á aðgerðum eða mikilvægum tímasetningum. Það kann að útskýra hvers vegna norður-kóresk stjórnvöld hafa ekki afhent kjarnorkuvopn sín. Þvert á móti segja alþjóðlegir eftirlitsmenn að kjarnorkuáætlun ríkisins sé enn í fullum gangi. Það er ekki síst af þeim sökum sem Bandaríkjastjórn hefur ekki enn aflétt viðskiptaþvingunum gegn Norður-Kóreu, sem leikið hafa hið einangraða ríki grátt á síðustu misserum. Washington telur mikilvægt að þvinganirnar séu enn við lýði svo að Pjongjang verði tilneytt til að fylgja Singapúr-samkomulaginu. Þar að auki hafa háttsettir embættismenn Bandaríkjanna, eins og þjóðaröryggisráðgjafinn John Bolton, gefið í skyn á síðustu dögum að þolinmæði Washington sé takmörkuð. Afvopnun Norðu-Kóreu skuli hefjast tafarlaust, ellegar séu þvinganirnar ekki á förum. Þessari diplómasíu mótmæla norður-kóresk stjórnvöld og segja hana í raun stríða gegn anda fyrrnefnd samkomulags og stefnu Bandaríkjaforseta. Þau telja þannig litlar líkur á árangri ef utanríkisstefna Bandaríkjanna mun áfram fylgja sama „úrelta handriti“ og áður. Allar ásakanir á hendur Pjongjang séu þar að auki tilhæfulausar og eini tilgangur þeirra sé að auka þrýsting alþjóðasamfélagsins á Norður-Kóreu. Í yfirlýsingu sem utanríkisráðuneyti landsins sendi frá sér í gær er stefnu Bandaríkjanna í afvopnunarmálum Kóreuskagans líkt við það að „bíða eftir því að soðið egg klekist út.“ Sem sagt: Algjörlega tilgangslaus og ekki líkleg til árangurs. Því má í raun segja að um eiginlega störukeppni sé að ræða í málinu. Norður-Kórea ætlar ekki gefa sig fyrr en Bandaríkin gefa eftir - og öfugt.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Í trássi við ályktanir en ósáttir við aðgerðir Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa áhyggjur af aðgerðum Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. 4. ágúst 2018 10:38 Segir Norður-Kóreu eiga langt í land Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea sé ekki að standa við fyrirheit sín varðandi afvopnun og að einræðisríkið sé enn í trássi við ýmsar ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 3. ágúst 2018 10:15 Kim og félagar vilja losna við þvinganir Yfirvöld Norður-Kóreu sendu Bandaríkjunum tóninn í dag og sökuðu Bandaríkjamenn um að ógna friði á Kóreuskaganum. 9. ágúst 2018 19:55 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Í trássi við ályktanir en ósáttir við aðgerðir Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa áhyggjur af aðgerðum Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. 4. ágúst 2018 10:38
Segir Norður-Kóreu eiga langt í land Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea sé ekki að standa við fyrirheit sín varðandi afvopnun og að einræðisríkið sé enn í trássi við ýmsar ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 3. ágúst 2018 10:15
Kim og félagar vilja losna við þvinganir Yfirvöld Norður-Kóreu sendu Bandaríkjunum tóninn í dag og sökuðu Bandaríkjamenn um að ógna friði á Kóreuskaganum. 9. ágúst 2018 19:55