Könnun sýnir stuðning við aðra Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslu Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2018 10:52 Brexit-umræðunni er hvergi nærri lokið. Vísir/Getty Um helmingur svarenda í skoðanakönnun sem birt var á Bretlandi í dag segir að breskir kjósendur ættu að fá lokaorðið um hvort þeir vilja ganga úr Evrópusambandinu ef samningar nást ekki á samskiptin eftir Brexit. People's Vote, samtök sem krefjast annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit, létu gera könnunina. Samkvæmt henni vilja 45% Breta aðra þjóðaratkvæðagreiðslu óháð því hvernig viðræður bresku ríkisstjórnarinnar og Evrópusambandsins fara en 34% er því mótfallin. Þegar spurt var um hver ætti að taka ákvörðun um útgöngu úr sambandinu ef engir samningar nást sögðust 50% vilja þjóðaratkvæðagreiðslu. Fjórðungur vildi að þingmenn tækju ákvörðunina, að því er segir í frétt Reuters af könnuninni. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum Breta og ESB um hvernig sambandi þeirra verður háttað eftir útgönguna sem á að taka gildi á næsta ári. Ástæðan er ekki síst sundrung innan Íhaldsflokks Theresu May forsætisráðherra. Sumir íhaldsmenn hafa talað fyrir því að yfirgefa ESB án þess að nokkuð samkomulag liggi fyrir. Svarendur í könnun People's Vote voru beðnir um að taka afstöðu til þriggja kosta: að vera áfram í ESB, ganga úr ESB án samnings eða ganga úr ESB á grundvelli tillögu May forsætisráðherra um takmarkaða aðild að innri markaði sambandsins. Af þeim kostum vildu flestir vera áfram i sambandinu, alls 40%. Rúmur fjórðungur vildi yfirgefa það án samnings og ellefu prósent vildu yfirgefa það á forsendum May. Brexit Tengdar fréttir Bretar andsnúnir áformum May Einungis sextán prósent Breta telja að Theresa May forsætisráðherra standi sig vel þegar kemur að komandi útgöngu ríkisins úr Evrópusambandinu. 23. júlí 2018 06:00 Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 16. júlí 2018 08:06 Yfirvofandi mjólkurvöruskortur í Bretlandi vegna Brexit Mjólkurvörur gætu orðið munaðarvara í Bretlandi eftir útgönguna úr Evrópusambandinu samkvæmt nýrri skýrslu frá London School of Economics. 18. júlí 2018 11:40 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira
Um helmingur svarenda í skoðanakönnun sem birt var á Bretlandi í dag segir að breskir kjósendur ættu að fá lokaorðið um hvort þeir vilja ganga úr Evrópusambandinu ef samningar nást ekki á samskiptin eftir Brexit. People's Vote, samtök sem krefjast annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit, létu gera könnunina. Samkvæmt henni vilja 45% Breta aðra þjóðaratkvæðagreiðslu óháð því hvernig viðræður bresku ríkisstjórnarinnar og Evrópusambandsins fara en 34% er því mótfallin. Þegar spurt var um hver ætti að taka ákvörðun um útgöngu úr sambandinu ef engir samningar nást sögðust 50% vilja þjóðaratkvæðagreiðslu. Fjórðungur vildi að þingmenn tækju ákvörðunina, að því er segir í frétt Reuters af könnuninni. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum Breta og ESB um hvernig sambandi þeirra verður háttað eftir útgönguna sem á að taka gildi á næsta ári. Ástæðan er ekki síst sundrung innan Íhaldsflokks Theresu May forsætisráðherra. Sumir íhaldsmenn hafa talað fyrir því að yfirgefa ESB án þess að nokkuð samkomulag liggi fyrir. Svarendur í könnun People's Vote voru beðnir um að taka afstöðu til þriggja kosta: að vera áfram í ESB, ganga úr ESB án samnings eða ganga úr ESB á grundvelli tillögu May forsætisráðherra um takmarkaða aðild að innri markaði sambandsins. Af þeim kostum vildu flestir vera áfram i sambandinu, alls 40%. Rúmur fjórðungur vildi yfirgefa það án samnings og ellefu prósent vildu yfirgefa það á forsendum May.
Brexit Tengdar fréttir Bretar andsnúnir áformum May Einungis sextán prósent Breta telja að Theresa May forsætisráðherra standi sig vel þegar kemur að komandi útgöngu ríkisins úr Evrópusambandinu. 23. júlí 2018 06:00 Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 16. júlí 2018 08:06 Yfirvofandi mjólkurvöruskortur í Bretlandi vegna Brexit Mjólkurvörur gætu orðið munaðarvara í Bretlandi eftir útgönguna úr Evrópusambandinu samkvæmt nýrri skýrslu frá London School of Economics. 18. júlí 2018 11:40 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira
Bretar andsnúnir áformum May Einungis sextán prósent Breta telja að Theresa May forsætisráðherra standi sig vel þegar kemur að komandi útgöngu ríkisins úr Evrópusambandinu. 23. júlí 2018 06:00
Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 16. júlí 2018 08:06
Yfirvofandi mjólkurvöruskortur í Bretlandi vegna Brexit Mjólkurvörur gætu orðið munaðarvara í Bretlandi eftir útgönguna úr Evrópusambandinu samkvæmt nýrri skýrslu frá London School of Economics. 18. júlí 2018 11:40