Huga þarf að brotaþola en einnig persónuvernd þegar fangi strýkur Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. ágúst 2018 15:22 Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunnar. Vísir/Anton Brink Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að huga þurfi að bæði persónuverndarsjónarmiðum fanga og hagsmunum brotaþola þegar fangi strýkur úr fangelsi eða af áfangaheimili. Þetta kemur fram í svörum Páls vegna Björns Daníels Sigurðssonar sem var handtekinn í gær eftir að hann strauk af áfangaheimilinu Vernd um helgina. Björn hlaut fjögurra ára dóm fyrir gróf ofbeldisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni í fyrra.Fullyrti að hún hafi ekki verið látin vita Diljá Tara Helgadóttir, fyrrverandi sambýliskona Björns, gagnrýndi í viðtali við DV á miðvikudag að Fangelsismálastofnun hafi ekki látið hana vita að Björn hefði strokið af Vernd. Þá sagðist hún hafa hitt hann í Smáralind áður en hann kláraði afplánun sína. Vísir sendi Páli Winkel fangelsismálastjóra fyrirspurn vegna þessara fullyrðinga. Hann gat ekki tjáð sig um málið að öðru leyti en að huga þurfi að hagsmunum bæði dómþola og brotaþola. „Ég get ekki tjáð mig um einstök mál en við þurfum að huga að persónuverndarsjónarmiðum en jafnframt að hugsa um hagsmuni brotaþola,“ segir Páll. Flestir dæmdir fyrir mjög alvarleg brot Björn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í febrúar í fyrra fyrir gróf ofbeldisbrot gegn sambýliskonu sinni, þar á meðal frelsissviptingu, líkamsárásir, hótanir og kynferðisbrot. Inntur eftir því af hverju maður sem framdi svo alvarleg brot sé kominn inn á Vernd svo stuttu eftir að dómur var kveðinn upp ítrekar Páll að hann geti ekki tjáð sig um einstök mál. Hann bendir hins vegar á að almennt afpláni nær engir fangar á Íslandi dóma fyrir minniháttar brot. „Samsetning fangahópsins á Íslandi er þannig að allflestir eru ýmist dæmdir fyrir mjög alvarleg brot, ofbeldisbrot, kynferðisbrot, meiriháttar fíkniefnabrot, og/eða síbrot,“ segir Páll.Skipting fanga sem nú afplána dóma í fangelsum, áfangaheimilum og rafrænu eftirliti eftir tegundum brota.Mynd/FangelsismálastofnunÞá ráðist vistun hvers fanga að miklu leyti af hegðun hans. Fangi sem kemur inn til afplánunar byrjar til að mynda alltaf í lokuðu fangelsi. Ef vistin þar gengur vel er fanginn fluttur í opið fangelsi og þaðan á áfangaheimili. Að síðustu tekur rafrænt eftirlit við. „Svona þrepaskipt afplánun hefur gefist vel, við erum að vinna með tímabundnar refsingar. Við þurfum alltaf að gera ráð fyrir því að einstaklingar komi aftur út í samfélagið að afplánun lokinni og okkar verkefni er að undirbúa þá eins vel og mögulegt er og draga þannig úr líkunum á að þeir brjóti af sér aftur,“ segir Páll. Þá kemur fram í dómnum yfir Birni Daníel að hann sat í gæsluvarðhaldi í tæpt ár áður en dómur yfir honum var kveðinn upp. Kom það til frádráttar og hafði Björn því afplánað nokkuð stóran hluta af dómnum þegar hann komst inn á Vernd. Fangelsismál Lögreglumál Persónuvernd Tengdar fréttir Strokufanginn Björn Daníel handtekinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu sem send var út á ellefta tímanum í morgun. 9. ágúst 2018 10:53 Í höndum lögreglu að hafa uppi á strokufanganum Aðeins eitt og hálft ár er liðið frá því að maðurinn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottalega árás á fyrrverandi sambýliskonu sína sem sagði hann haldinn miklum ranghugmyndum. 8. ágúst 2018 12:06 Lögreglan lýsir eftir strokufanganum Birni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Birni Daníel Sigurðssyni, en hann skilaði sér ekki í afplánun á Vernd á tilsettum tíma um síðustu helgi. 8. ágúst 2018 18:34 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Sjá meira
Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að huga þurfi að bæði persónuverndarsjónarmiðum fanga og hagsmunum brotaþola þegar fangi strýkur úr fangelsi eða af áfangaheimili. Þetta kemur fram í svörum Páls vegna Björns Daníels Sigurðssonar sem var handtekinn í gær eftir að hann strauk af áfangaheimilinu Vernd um helgina. Björn hlaut fjögurra ára dóm fyrir gróf ofbeldisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni í fyrra.Fullyrti að hún hafi ekki verið látin vita Diljá Tara Helgadóttir, fyrrverandi sambýliskona Björns, gagnrýndi í viðtali við DV á miðvikudag að Fangelsismálastofnun hafi ekki látið hana vita að Björn hefði strokið af Vernd. Þá sagðist hún hafa hitt hann í Smáralind áður en hann kláraði afplánun sína. Vísir sendi Páli Winkel fangelsismálastjóra fyrirspurn vegna þessara fullyrðinga. Hann gat ekki tjáð sig um málið að öðru leyti en að huga þurfi að hagsmunum bæði dómþola og brotaþola. „Ég get ekki tjáð mig um einstök mál en við þurfum að huga að persónuverndarsjónarmiðum en jafnframt að hugsa um hagsmuni brotaþola,“ segir Páll. Flestir dæmdir fyrir mjög alvarleg brot Björn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í febrúar í fyrra fyrir gróf ofbeldisbrot gegn sambýliskonu sinni, þar á meðal frelsissviptingu, líkamsárásir, hótanir og kynferðisbrot. Inntur eftir því af hverju maður sem framdi svo alvarleg brot sé kominn inn á Vernd svo stuttu eftir að dómur var kveðinn upp ítrekar Páll að hann geti ekki tjáð sig um einstök mál. Hann bendir hins vegar á að almennt afpláni nær engir fangar á Íslandi dóma fyrir minniháttar brot. „Samsetning fangahópsins á Íslandi er þannig að allflestir eru ýmist dæmdir fyrir mjög alvarleg brot, ofbeldisbrot, kynferðisbrot, meiriháttar fíkniefnabrot, og/eða síbrot,“ segir Páll.Skipting fanga sem nú afplána dóma í fangelsum, áfangaheimilum og rafrænu eftirliti eftir tegundum brota.Mynd/FangelsismálastofnunÞá ráðist vistun hvers fanga að miklu leyti af hegðun hans. Fangi sem kemur inn til afplánunar byrjar til að mynda alltaf í lokuðu fangelsi. Ef vistin þar gengur vel er fanginn fluttur í opið fangelsi og þaðan á áfangaheimili. Að síðustu tekur rafrænt eftirlit við. „Svona þrepaskipt afplánun hefur gefist vel, við erum að vinna með tímabundnar refsingar. Við þurfum alltaf að gera ráð fyrir því að einstaklingar komi aftur út í samfélagið að afplánun lokinni og okkar verkefni er að undirbúa þá eins vel og mögulegt er og draga þannig úr líkunum á að þeir brjóti af sér aftur,“ segir Páll. Þá kemur fram í dómnum yfir Birni Daníel að hann sat í gæsluvarðhaldi í tæpt ár áður en dómur yfir honum var kveðinn upp. Kom það til frádráttar og hafði Björn því afplánað nokkuð stóran hluta af dómnum þegar hann komst inn á Vernd.
Fangelsismál Lögreglumál Persónuvernd Tengdar fréttir Strokufanginn Björn Daníel handtekinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu sem send var út á ellefta tímanum í morgun. 9. ágúst 2018 10:53 Í höndum lögreglu að hafa uppi á strokufanganum Aðeins eitt og hálft ár er liðið frá því að maðurinn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottalega árás á fyrrverandi sambýliskonu sína sem sagði hann haldinn miklum ranghugmyndum. 8. ágúst 2018 12:06 Lögreglan lýsir eftir strokufanganum Birni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Birni Daníel Sigurðssyni, en hann skilaði sér ekki í afplánun á Vernd á tilsettum tíma um síðustu helgi. 8. ágúst 2018 18:34 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Sjá meira
Strokufanginn Björn Daníel handtekinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu sem send var út á ellefta tímanum í morgun. 9. ágúst 2018 10:53
Í höndum lögreglu að hafa uppi á strokufanganum Aðeins eitt og hálft ár er liðið frá því að maðurinn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottalega árás á fyrrverandi sambýliskonu sína sem sagði hann haldinn miklum ranghugmyndum. 8. ágúst 2018 12:06
Lögreglan lýsir eftir strokufanganum Birni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Birni Daníel Sigurðssyni, en hann skilaði sér ekki í afplánun á Vernd á tilsettum tíma um síðustu helgi. 8. ágúst 2018 18:34