Stjórnarandstæðingur ákærður í Simbabve Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. ágúst 2018 09:30 Tendai Biti í járnum í Harare, höfuðborg Simbabve. Vísir/EPA Simbabve Tendai Biti, fyrrverandi fjármálaráðherra Simbabve, var í gær dreginn fyrir dóm og ákærður, sakaður um að hafa kynt undir ofbeldi eftir kosningar sem fram fóru á mánudaginn í síðustu viku. Biti er hátt settur meðlimur stjórnarandstöðuflokksins Hreyfingin fyrir lýðræðisumbætur (MDC). Biti lýsti yfir sigri fyrir hönd forsetaframbjóðanda flokksins stuttu eftir kosningar, þrátt fyrir að úrslit hafi ekki verið kynnt. MDC-liðar sögðu að brögð væru í tafli, tafir hafi orðið á tilkynningunni þar sem landskjörstjórn væri að hagræða úrslitum. Á miðvikudegi eftir kosningar brutust mótmæli MDC-liða út í átök við lögreglu og fórust sex mótmælendur. Eftir kosningarnar, sem flokkurinn ZANU-PF vann, hefur Emmerson Mnangagwa forseti beitt sér af hörku gegn stjórnarandstöðu. Lýst var eftir Biti og átta öðrum MDC-liðum í upphafi vikunnar og var Biti handtekinn á miðvikudaginn. Biti var þá rétt kominn yfir landamærin og til Sambíu þar sem hann sótti um hæli en var fluttur aftur til Simbabve. Hann á yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm. „Þetta er mikil þolraun en við lifum þetta af. Við höldum áfram baráttunni,“ sagði Biti þegar honum var sleppt úr fangelsi gegn tryggingu. Bandaríska ríkisstjórnin er á meðal þeirra sem hafa sagst hafa áhyggjur af ástandinu í Simbabve. Utanríkisráðuneytið sagði á fimmtudaginn að svo gæti farið að Sambíumönnum yrði refsað fyrir að hafa framselt Biti. Undir þetta hefur flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna tekið. Sagt að það gæti verið alvarlegt brot á alþjóðalögum að afhenda Biti simbabvesku lögreglunni ef frásögn lögmanns Biti um að hæstiréttur Sambíu hafi áður kveðið upp úrskurð um að ekki mætti afhenda Biti væri rétt. Í gær sótti Nelson Chamisa, sem laut í lægra haldi fyrir Mnangagwa, stjórnlagadómstól heim þar sem hann kærði kosningarnar. Dómstóllinn hefur nú þrettán daga til að kveða upp úrskurð í málinu. Birtist í Fréttablaðinu Sambía Simbabve Tengdar fréttir Biti tekinn við landamærin Lögreglan í Simbabve náði rétt að bíta í hælana á fyrrverandi fjármálaráðherranum Tendai Biti á landamærunum við Sambíu er hann reyndi að flýja land í gær. 9. ágúst 2018 06:00 Stjórnvöld í hart gegn stjórnarandstöðu Hátt settir stjórnarandstæðingar eftirlýstir. Sakaðir um að kynda undir ofbeldi. Mannréttindavaktin fordæmir aðför að stjórnarandstæðingum. Segir lögreglu og her berja á þeim. 8. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Simbabve Tendai Biti, fyrrverandi fjármálaráðherra Simbabve, var í gær dreginn fyrir dóm og ákærður, sakaður um að hafa kynt undir ofbeldi eftir kosningar sem fram fóru á mánudaginn í síðustu viku. Biti er hátt settur meðlimur stjórnarandstöðuflokksins Hreyfingin fyrir lýðræðisumbætur (MDC). Biti lýsti yfir sigri fyrir hönd forsetaframbjóðanda flokksins stuttu eftir kosningar, þrátt fyrir að úrslit hafi ekki verið kynnt. MDC-liðar sögðu að brögð væru í tafli, tafir hafi orðið á tilkynningunni þar sem landskjörstjórn væri að hagræða úrslitum. Á miðvikudegi eftir kosningar brutust mótmæli MDC-liða út í átök við lögreglu og fórust sex mótmælendur. Eftir kosningarnar, sem flokkurinn ZANU-PF vann, hefur Emmerson Mnangagwa forseti beitt sér af hörku gegn stjórnarandstöðu. Lýst var eftir Biti og átta öðrum MDC-liðum í upphafi vikunnar og var Biti handtekinn á miðvikudaginn. Biti var þá rétt kominn yfir landamærin og til Sambíu þar sem hann sótti um hæli en var fluttur aftur til Simbabve. Hann á yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm. „Þetta er mikil þolraun en við lifum þetta af. Við höldum áfram baráttunni,“ sagði Biti þegar honum var sleppt úr fangelsi gegn tryggingu. Bandaríska ríkisstjórnin er á meðal þeirra sem hafa sagst hafa áhyggjur af ástandinu í Simbabve. Utanríkisráðuneytið sagði á fimmtudaginn að svo gæti farið að Sambíumönnum yrði refsað fyrir að hafa framselt Biti. Undir þetta hefur flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna tekið. Sagt að það gæti verið alvarlegt brot á alþjóðalögum að afhenda Biti simbabvesku lögreglunni ef frásögn lögmanns Biti um að hæstiréttur Sambíu hafi áður kveðið upp úrskurð um að ekki mætti afhenda Biti væri rétt. Í gær sótti Nelson Chamisa, sem laut í lægra haldi fyrir Mnangagwa, stjórnlagadómstól heim þar sem hann kærði kosningarnar. Dómstóllinn hefur nú þrettán daga til að kveða upp úrskurð í málinu.
Birtist í Fréttablaðinu Sambía Simbabve Tengdar fréttir Biti tekinn við landamærin Lögreglan í Simbabve náði rétt að bíta í hælana á fyrrverandi fjármálaráðherranum Tendai Biti á landamærunum við Sambíu er hann reyndi að flýja land í gær. 9. ágúst 2018 06:00 Stjórnvöld í hart gegn stjórnarandstöðu Hátt settir stjórnarandstæðingar eftirlýstir. Sakaðir um að kynda undir ofbeldi. Mannréttindavaktin fordæmir aðför að stjórnarandstæðingum. Segir lögreglu og her berja á þeim. 8. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Biti tekinn við landamærin Lögreglan í Simbabve náði rétt að bíta í hælana á fyrrverandi fjármálaráðherranum Tendai Biti á landamærunum við Sambíu er hann reyndi að flýja land í gær. 9. ágúst 2018 06:00
Stjórnvöld í hart gegn stjórnarandstöðu Hátt settir stjórnarandstæðingar eftirlýstir. Sakaðir um að kynda undir ofbeldi. Mannréttindavaktin fordæmir aðför að stjórnarandstæðingum. Segir lögreglu og her berja á þeim. 8. ágúst 2018 06:00