Á fjórða tug hefur sóst eftir forvarnarlyfjum gegn HIV Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 11. ágúst 2018 07:15 TIl þess að geta gengist undir meðferðina þarf að koma reglulega í blóð- og sjúkdómaskimun. Vísir/Getty Fleiri en 30 manns hafa farið í skimun hjá Landspítalanum til þess að hefja lyfjameðferð til að fyrirbyggja HIV-smit en áætlað er að fjöldinn verði í kringum 50. Smitsjúkdómalæknir segir að ábatinn af lyfjameðferðinni verði fljótur að dekka kostnað ríkissjóðs vegna niðurgreiðslu meðferðarinnar. Eins og greint var frá í síðustu viku samþykkti lyfjagreiðslunefnd greiðsluþátttöku fyrir samheitalyfinu Emtricitabine/Tenofovir sem er notað í forvarnarskyni gegn HIV-veirunni. Kostnaður lyfjameðferðarinnar er niðurgreiddur að fullu en hins vegar þurfa einstaklingar að greiða fyrir reglulegar læknisheimsóknir og blóðprufur sem eru skilyrði fyrir því að gangast undir meðferðina. „Við erum búin að skima fleiri en 30 karlmenn sem hafa óskað eftir lyfjameðferðinni en ég býst við að þeir verði í kringum 50 talsins þegar upp er staðið,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir í samtali við Fréttablaðið. Kostnaður vegna meðferðarinnar nemur 62 þúsund krónum á mánuði fyrir hvern einstakling, eða 744 þúsund á ári. Gangi spár eftir um að 50 manns gangist undir meðferðina nemur heildarkostnaður ríkissjóðs rúmum 37 milljónum á ári. Bryndís bendir á að ábatinn vegi þyngra en kostnaðurinn. „Ef við tökum andlega og líkamlega heilsu einstaklinga út fyrir sviga hafa kostnaðargreiningar sýnt að meðferðin borgi sig upp á fimm til tíu árum,“ segir Bryndís og bendir á að meðferðin sé í flestum tilfellum tímabundin. Lyfjameðferðin sem þarf að gangast undir eftir HIV-smit er hins vegar ævilöng og kostar minnst 150 þúsund á mánuði á hvern einstakling. Þá kom fram í greinargerð starfshóps velferðarráðneytisins sem var birt í byrjun árs að kostnaður vegna lyfja og rannsókna í tengslum við HIV næmi allt að 500 milljónum króna hér á landi. Bryndís nefnir einnig að meðferðin komi til með að fækka öðrum kynsjúkdómum hjá meðferðarhópnum. „Skilyrði fyrir meðferðinni er að koma í skimun á þriggja mánaða fresti. Þá getum við greint og meðhöndlað aðra kynsjúkdóma.“ Þeir einstaklingar sem hug hafa á að nýta sér meðferðina þurfa að hafa samband við Landspítalann og panta tíma á göngudeild smitsjúkdóma. Þar fer fram áhættumat, forvarnafræðsla og rannsóknir á viðkomandi. Aðspurð segir Bryndís að Landspítalinn muni ekki hafa samband við einstaklinga að fyrra bragði til að bjóða meðferðina. Um 220 sjúklingar eru í lyfjameðferð vegna HIV-veirunnar. Alls greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu á árinu 2017 og var meðalaldurinn 35 ár. Í Farsóttafréttum embættis landlæknir kom fram að áhættuhegðun tengdist sýkingu hjá samkynhneigðum í þrettán tilfellum, gagnkynhneigðum í átta tilfellum og fíkniefnaneyslu í fimm tilfellum, en óvíst var um áhættuþætti í einu tilfelli. Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs greindust sextán með HIV-sýkingu og þar af voru þrettán af erlendu bergi brotnir. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Fleiri en 30 manns hafa farið í skimun hjá Landspítalanum til þess að hefja lyfjameðferð til að fyrirbyggja HIV-smit en áætlað er að fjöldinn verði í kringum 50. Smitsjúkdómalæknir segir að ábatinn af lyfjameðferðinni verði fljótur að dekka kostnað ríkissjóðs vegna niðurgreiðslu meðferðarinnar. Eins og greint var frá í síðustu viku samþykkti lyfjagreiðslunefnd greiðsluþátttöku fyrir samheitalyfinu Emtricitabine/Tenofovir sem er notað í forvarnarskyni gegn HIV-veirunni. Kostnaður lyfjameðferðarinnar er niðurgreiddur að fullu en hins vegar þurfa einstaklingar að greiða fyrir reglulegar læknisheimsóknir og blóðprufur sem eru skilyrði fyrir því að gangast undir meðferðina. „Við erum búin að skima fleiri en 30 karlmenn sem hafa óskað eftir lyfjameðferðinni en ég býst við að þeir verði í kringum 50 talsins þegar upp er staðið,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir í samtali við Fréttablaðið. Kostnaður vegna meðferðarinnar nemur 62 þúsund krónum á mánuði fyrir hvern einstakling, eða 744 þúsund á ári. Gangi spár eftir um að 50 manns gangist undir meðferðina nemur heildarkostnaður ríkissjóðs rúmum 37 milljónum á ári. Bryndís bendir á að ábatinn vegi þyngra en kostnaðurinn. „Ef við tökum andlega og líkamlega heilsu einstaklinga út fyrir sviga hafa kostnaðargreiningar sýnt að meðferðin borgi sig upp á fimm til tíu árum,“ segir Bryndís og bendir á að meðferðin sé í flestum tilfellum tímabundin. Lyfjameðferðin sem þarf að gangast undir eftir HIV-smit er hins vegar ævilöng og kostar minnst 150 þúsund á mánuði á hvern einstakling. Þá kom fram í greinargerð starfshóps velferðarráðneytisins sem var birt í byrjun árs að kostnaður vegna lyfja og rannsókna í tengslum við HIV næmi allt að 500 milljónum króna hér á landi. Bryndís nefnir einnig að meðferðin komi til með að fækka öðrum kynsjúkdómum hjá meðferðarhópnum. „Skilyrði fyrir meðferðinni er að koma í skimun á þriggja mánaða fresti. Þá getum við greint og meðhöndlað aðra kynsjúkdóma.“ Þeir einstaklingar sem hug hafa á að nýta sér meðferðina þurfa að hafa samband við Landspítalann og panta tíma á göngudeild smitsjúkdóma. Þar fer fram áhættumat, forvarnafræðsla og rannsóknir á viðkomandi. Aðspurð segir Bryndís að Landspítalinn muni ekki hafa samband við einstaklinga að fyrra bragði til að bjóða meðferðina. Um 220 sjúklingar eru í lyfjameðferð vegna HIV-veirunnar. Alls greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu á árinu 2017 og var meðalaldurinn 35 ár. Í Farsóttafréttum embættis landlæknir kom fram að áhættuhegðun tengdist sýkingu hjá samkynhneigðum í þrettán tilfellum, gagnkynhneigðum í átta tilfellum og fíkniefnaneyslu í fimm tilfellum, en óvíst var um áhættuþætti í einu tilfelli. Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs greindust sextán með HIV-sýkingu og þar af voru þrettán af erlendu bergi brotnir.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira