Sagðir leika leik til að rýra réttindi sjómanna Sveinn Arnarsson skrifar 11. ágúst 2018 07:45 Frá mótmælum sjómanna á Austurvelli í Reykjavík vegna kvótafrumvarps fyrir sex árum. Fréttablaðið/Vilhelm Forsvarsmenn sjómannafélags Íslands gagnrýna það að sjómenn séu látnir skrifa undir tímabundna ráðningarsamninga við útgerðir sem þeir starfi hjá. Þetta rýri réttindi þeirra. Mál sem þessi hafa ratað á borð dómstóla og var rætt við síðustu samningagerð útgerðarfélaganna við sjómenn. Bergur Þorkelsson, gjaldkeri Sjómannafélags Íslands og sérfræðingur í réttindum sjómanna, segir útgerðirnar hafa leikið þennan leik að undanförnu. „Við höfum verið að sjá aukningu á þessum samningum sem við teljum í mörgum tilvikum vera óþarfa. Við hjá Sjómannasambandinu skiljum að útgerðir geti þurft að gera slíka samninga við sjómenn ef menn vita ekki hvort skip séu í söluferli eða einhver vafi leiki á því hvort skip verði í notkun útgerðar í náinni framtíð. Hins vegar er óeðlilegt að sjómenn skrifi nýjan tímabundinn ráðningarsamning í hvert skipti þegar þeir fari um borð í skipið sem þeir hafa kannski verið á um langa hríð,“ segir Bergur. Þetta hafi áhrif á réttindi þeirra þegar þeir eru í landi. „Ef sjómaður til að mynda verður veikur og kemst ekki á sjó vegna þessa getur hann ekki með nokkru móti sannað að hann hafi átt að fara á sjó þar sem hann hefur engan samning þar að lútandi. Því teljum við þetta ekki vera góða samninga fyrir okkar félagsmenn.“ Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, segir þetta auðvitað rýra réttindi sjómanna. „Við höfum farið með svona mál fyrir héraðsdóm og Hæstarétt. Hæstiréttur hefur kveðið upp þann dóm að útgerðum sé ekki heimilt að leika þennan leik nema að hámarki í tvö ár. Við munum fara áfram með svona mál fyrir dómstóla fyrir okkar félagsmenn ef þurfa þykir,“ segir Einar Hannes. „Við höfum verið að sjá svona samninga og þetta er leyfilegt í ákveðinn tíma.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var þetta fyrirkomulag nokkuð rætt milli sjómanna og útgerðanna í síðustu samningalotu þeirra án þess að niðurstaða fengist um útfærsluna. Núverandi samningur þeirra rennur út í byrjun desember 2019. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sjávarútvegur Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Fleiri fréttir Það sé alltaf óheppilegt að ná ekki málum í gegn Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Sjá meira
Forsvarsmenn sjómannafélags Íslands gagnrýna það að sjómenn séu látnir skrifa undir tímabundna ráðningarsamninga við útgerðir sem þeir starfi hjá. Þetta rýri réttindi þeirra. Mál sem þessi hafa ratað á borð dómstóla og var rætt við síðustu samningagerð útgerðarfélaganna við sjómenn. Bergur Þorkelsson, gjaldkeri Sjómannafélags Íslands og sérfræðingur í réttindum sjómanna, segir útgerðirnar hafa leikið þennan leik að undanförnu. „Við höfum verið að sjá aukningu á þessum samningum sem við teljum í mörgum tilvikum vera óþarfa. Við hjá Sjómannasambandinu skiljum að útgerðir geti þurft að gera slíka samninga við sjómenn ef menn vita ekki hvort skip séu í söluferli eða einhver vafi leiki á því hvort skip verði í notkun útgerðar í náinni framtíð. Hins vegar er óeðlilegt að sjómenn skrifi nýjan tímabundinn ráðningarsamning í hvert skipti þegar þeir fari um borð í skipið sem þeir hafa kannski verið á um langa hríð,“ segir Bergur. Þetta hafi áhrif á réttindi þeirra þegar þeir eru í landi. „Ef sjómaður til að mynda verður veikur og kemst ekki á sjó vegna þessa getur hann ekki með nokkru móti sannað að hann hafi átt að fara á sjó þar sem hann hefur engan samning þar að lútandi. Því teljum við þetta ekki vera góða samninga fyrir okkar félagsmenn.“ Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, segir þetta auðvitað rýra réttindi sjómanna. „Við höfum farið með svona mál fyrir héraðsdóm og Hæstarétt. Hæstiréttur hefur kveðið upp þann dóm að útgerðum sé ekki heimilt að leika þennan leik nema að hámarki í tvö ár. Við munum fara áfram með svona mál fyrir dómstóla fyrir okkar félagsmenn ef þurfa þykir,“ segir Einar Hannes. „Við höfum verið að sjá svona samninga og þetta er leyfilegt í ákveðinn tíma.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var þetta fyrirkomulag nokkuð rætt milli sjómanna og útgerðanna í síðustu samningalotu þeirra án þess að niðurstaða fengist um útfærsluna. Núverandi samningur þeirra rennur út í byrjun desember 2019.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sjávarútvegur Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Fleiri fréttir Það sé alltaf óheppilegt að ná ekki málum í gegn Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“