Sagðir leika leik til að rýra réttindi sjómanna Sveinn Arnarsson skrifar 11. ágúst 2018 07:45 Frá mótmælum sjómanna á Austurvelli í Reykjavík vegna kvótafrumvarps fyrir sex árum. Fréttablaðið/Vilhelm Forsvarsmenn sjómannafélags Íslands gagnrýna það að sjómenn séu látnir skrifa undir tímabundna ráðningarsamninga við útgerðir sem þeir starfi hjá. Þetta rýri réttindi þeirra. Mál sem þessi hafa ratað á borð dómstóla og var rætt við síðustu samningagerð útgerðarfélaganna við sjómenn. Bergur Þorkelsson, gjaldkeri Sjómannafélags Íslands og sérfræðingur í réttindum sjómanna, segir útgerðirnar hafa leikið þennan leik að undanförnu. „Við höfum verið að sjá aukningu á þessum samningum sem við teljum í mörgum tilvikum vera óþarfa. Við hjá Sjómannasambandinu skiljum að útgerðir geti þurft að gera slíka samninga við sjómenn ef menn vita ekki hvort skip séu í söluferli eða einhver vafi leiki á því hvort skip verði í notkun útgerðar í náinni framtíð. Hins vegar er óeðlilegt að sjómenn skrifi nýjan tímabundinn ráðningarsamning í hvert skipti þegar þeir fari um borð í skipið sem þeir hafa kannski verið á um langa hríð,“ segir Bergur. Þetta hafi áhrif á réttindi þeirra þegar þeir eru í landi. „Ef sjómaður til að mynda verður veikur og kemst ekki á sjó vegna þessa getur hann ekki með nokkru móti sannað að hann hafi átt að fara á sjó þar sem hann hefur engan samning þar að lútandi. Því teljum við þetta ekki vera góða samninga fyrir okkar félagsmenn.“ Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, segir þetta auðvitað rýra réttindi sjómanna. „Við höfum farið með svona mál fyrir héraðsdóm og Hæstarétt. Hæstiréttur hefur kveðið upp þann dóm að útgerðum sé ekki heimilt að leika þennan leik nema að hámarki í tvö ár. Við munum fara áfram með svona mál fyrir dómstóla fyrir okkar félagsmenn ef þurfa þykir,“ segir Einar Hannes. „Við höfum verið að sjá svona samninga og þetta er leyfilegt í ákveðinn tíma.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var þetta fyrirkomulag nokkuð rætt milli sjómanna og útgerðanna í síðustu samningalotu þeirra án þess að niðurstaða fengist um útfærsluna. Núverandi samningur þeirra rennur út í byrjun desember 2019. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sjávarútvegur Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Forsvarsmenn sjómannafélags Íslands gagnrýna það að sjómenn séu látnir skrifa undir tímabundna ráðningarsamninga við útgerðir sem þeir starfi hjá. Þetta rýri réttindi þeirra. Mál sem þessi hafa ratað á borð dómstóla og var rætt við síðustu samningagerð útgerðarfélaganna við sjómenn. Bergur Þorkelsson, gjaldkeri Sjómannafélags Íslands og sérfræðingur í réttindum sjómanna, segir útgerðirnar hafa leikið þennan leik að undanförnu. „Við höfum verið að sjá aukningu á þessum samningum sem við teljum í mörgum tilvikum vera óþarfa. Við hjá Sjómannasambandinu skiljum að útgerðir geti þurft að gera slíka samninga við sjómenn ef menn vita ekki hvort skip séu í söluferli eða einhver vafi leiki á því hvort skip verði í notkun útgerðar í náinni framtíð. Hins vegar er óeðlilegt að sjómenn skrifi nýjan tímabundinn ráðningarsamning í hvert skipti þegar þeir fari um borð í skipið sem þeir hafa kannski verið á um langa hríð,“ segir Bergur. Þetta hafi áhrif á réttindi þeirra þegar þeir eru í landi. „Ef sjómaður til að mynda verður veikur og kemst ekki á sjó vegna þessa getur hann ekki með nokkru móti sannað að hann hafi átt að fara á sjó þar sem hann hefur engan samning þar að lútandi. Því teljum við þetta ekki vera góða samninga fyrir okkar félagsmenn.“ Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, segir þetta auðvitað rýra réttindi sjómanna. „Við höfum farið með svona mál fyrir héraðsdóm og Hæstarétt. Hæstiréttur hefur kveðið upp þann dóm að útgerðum sé ekki heimilt að leika þennan leik nema að hámarki í tvö ár. Við munum fara áfram með svona mál fyrir dómstóla fyrir okkar félagsmenn ef þurfa þykir,“ segir Einar Hannes. „Við höfum verið að sjá svona samninga og þetta er leyfilegt í ákveðinn tíma.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var þetta fyrirkomulag nokkuð rætt milli sjómanna og útgerðanna í síðustu samningalotu þeirra án þess að niðurstaða fengist um útfærsluna. Núverandi samningur þeirra rennur út í byrjun desember 2019.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sjávarútvegur Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira