Stefna Tesla og Elon Musk vegna markaðsmisnotkunar Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2018 13:28 Musk hefur oft agnúast út í skortsölumenn. Tveir þeirra hafa nú stefnt honum fyrir að reyna að hafa áhrif á hlutabréfaverð með óeðlilegum hætti. Vísir/Getty Skortsölumenn hafa stefnt rafbílaframleiðandanum Tesla og Elon Musk, forstjóra fyrirtækisins, fyrir það sem þeir telja vera markaðsmisnotkun og svik. Þeir vísa meðal annars til tísts Musk þar sem hann ýjaði að því að hann gæti tekið Tesla af markaði. Musk tísti um að hann hefði tryggt fjármögnun fyrir því að taka Tesla af markaði og greiða 72 milljarða dollara fyrir hluti í fyrirtækinu í vikunni. Þessa yfirlýsingu Musk telja stefnendurnir hafa verið misvísandi og hluti af tilraun til að rústa skortsölumönnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Musk hafi í reynd blásið upp hlutabréfaverð í fyrirtækinu og brotið lög um verðbréf. Tesla hafi tekið þátt í því með því að leiðrétta ekki yfirlýsingu forstjórans. Verð á hlutum í Tesla hækkaði um 13% á milli daga eftir tíst Musk. Þetta hafi kostað skortsölumennina hundruð milljóna dollara. Skortsölumenn fá lánaða hluti í fyrirtækjum sem þeir telja yfirverðlagða og selja með það fyrir augum að kaupa hlutina aftur þegar þeir lækka í verði til að hagnast á viðskiptunum. Þeir hafa löngum verið þyrnir í augum Musk sem hefur gagnrýnt þá opinberlega. Tesla Tengdar fréttir Musk íhugar að taka Tesla af markaði Elon Musk, stofnandi Tesla, tilkynnti á Twitter í dag að hann væri að íhuga að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði og myndi það kosta um 72 milljarða. 7. ágúst 2018 20:30 Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Skortsölumenn hafa stefnt rafbílaframleiðandanum Tesla og Elon Musk, forstjóra fyrirtækisins, fyrir það sem þeir telja vera markaðsmisnotkun og svik. Þeir vísa meðal annars til tísts Musk þar sem hann ýjaði að því að hann gæti tekið Tesla af markaði. Musk tísti um að hann hefði tryggt fjármögnun fyrir því að taka Tesla af markaði og greiða 72 milljarða dollara fyrir hluti í fyrirtækinu í vikunni. Þessa yfirlýsingu Musk telja stefnendurnir hafa verið misvísandi og hluti af tilraun til að rústa skortsölumönnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Musk hafi í reynd blásið upp hlutabréfaverð í fyrirtækinu og brotið lög um verðbréf. Tesla hafi tekið þátt í því með því að leiðrétta ekki yfirlýsingu forstjórans. Verð á hlutum í Tesla hækkaði um 13% á milli daga eftir tíst Musk. Þetta hafi kostað skortsölumennina hundruð milljóna dollara. Skortsölumenn fá lánaða hluti í fyrirtækjum sem þeir telja yfirverðlagða og selja með það fyrir augum að kaupa hlutina aftur þegar þeir lækka í verði til að hagnast á viðskiptunum. Þeir hafa löngum verið þyrnir í augum Musk sem hefur gagnrýnt þá opinberlega.
Tesla Tengdar fréttir Musk íhugar að taka Tesla af markaði Elon Musk, stofnandi Tesla, tilkynnti á Twitter í dag að hann væri að íhuga að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði og myndi það kosta um 72 milljarða. 7. ágúst 2018 20:30 Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Musk íhugar að taka Tesla af markaði Elon Musk, stofnandi Tesla, tilkynnti á Twitter í dag að hann væri að íhuga að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði og myndi það kosta um 72 milljarða. 7. ágúst 2018 20:30