„Skítseiði, hún er skítseiði“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. ágúst 2018 23:15 Omarosa og Trump í Hvíta húsinu snemma árs 2017. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmann Hvíta hússins, „skítseiði“ á stuðningsmannafundi í dag. Omarosa sakar Trump um að hafa uppi kynþáttafordóma í nýrri bók sem kemur út í næstu viku.Sjá einnig: Omarosa segir Trump vera rasista Trump var staddur á stuðningsmannafundi samtakanna „Mótorhjólamenn fyrir Trump“ í dag. Þar spurði fréttamaður bandaríska dagblaðsins New York Times hvort Trump fyndist Omarosa hafa svikið sig, og vísaði þar í skrif Omarosu um hin meintu rasísku ummæli forsetans. Spurningin uppskar kátínu meðal viðstaddra og virtist Trump sjálfum einnig nokkuð skemmt yfir henni. „Skítseiði, hún er skítseiði,“ svaraði forsetinn að bragði. NBC-fréttastofan birti myndskeið af tilsvarinu á Twitter sem horfa má á hér að neðan.Reporter: "Do you feel betrayed by Omarosa?"President Trump: "Lowlife. She's a lowlife." pic.twitter.com/NOBA7nahO1— NBC News (@NBCNews) August 11, 2018 Omarosa er fyrrverandi keppandi í raunveruleikaþáttaröð Trumps, The Apprentice eða Lærlingnum, og var ráðin til starfa hjá Hvíta húsinu eftir að Trump var kjörinn forseti árið 2016. Henni var sagt upp störfum í fyrra. Hún er nú sögð í hefndarhug og ber Trump ekki vel söguna í bók sinni, Unhinged eða Ruglaður upp á íslensku, sem kemur út í næstu viku. Þar segir Omarosa að Trump hafi ítrekað notað „n-orðið“, niðrandi orð yfir svart fólk, við tökur á The Apprentice og fullyrðir að hún geti sannað það með hljóðupptökum. Sarah Sanders talskona Hvíta hússins sagði í yfirlýsingu í gær að fullyrðingar Omarosa ættu sér enga stoð í raunveruleikanum. Trump tjáði sig sjálfur um kynþáttafordóma á Twitter í dag en ár er nú liðið frá mótmælunum í Charlottesville í Virginíu. Kona lést þegar maður ók bíl sínum yfir hana við mótmælin þar sem hvítir þjóðernissinnar, nýnasistar, Ku Klux Klan-liðar og aðrir hægriöfgamenn komu saman. „Ég fordæmi allar tegundir kynþáttafordóma og ofbeldis. Friður til ALLRA Bandaríkjamanna!“ skrifaði Trump á Twitter.The riots in Charlottesville a year ago resulted in senseless death and division. We must come together as a nation. I condemn all types of racism and acts of violence. Peace to ALL Americans!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 11, 2018 Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Tengdaforeldrar Trump fá ríkisborgararétt þrátt fyrir gagnrýni hans Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gagnrýnt að innflytjendur geti flutt inn fjölskyldur sínar. Tengdaforeldrar hans eru nú orðnir ríkisborgarar í krafti þeirrar reglu. 10. ágúst 2018 10:10 Omarosa segir Trump vera rasista Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. 10. ágúst 2018 22:30 Donald Trump segir stuðning Kanye West skipta miklu máli Donald Trump sagði á Twitter í gær að stuðningur Kanye West skipti hann miklu máli. 11. ágúst 2018 10:15 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmann Hvíta hússins, „skítseiði“ á stuðningsmannafundi í dag. Omarosa sakar Trump um að hafa uppi kynþáttafordóma í nýrri bók sem kemur út í næstu viku.Sjá einnig: Omarosa segir Trump vera rasista Trump var staddur á stuðningsmannafundi samtakanna „Mótorhjólamenn fyrir Trump“ í dag. Þar spurði fréttamaður bandaríska dagblaðsins New York Times hvort Trump fyndist Omarosa hafa svikið sig, og vísaði þar í skrif Omarosu um hin meintu rasísku ummæli forsetans. Spurningin uppskar kátínu meðal viðstaddra og virtist Trump sjálfum einnig nokkuð skemmt yfir henni. „Skítseiði, hún er skítseiði,“ svaraði forsetinn að bragði. NBC-fréttastofan birti myndskeið af tilsvarinu á Twitter sem horfa má á hér að neðan.Reporter: "Do you feel betrayed by Omarosa?"President Trump: "Lowlife. She's a lowlife." pic.twitter.com/NOBA7nahO1— NBC News (@NBCNews) August 11, 2018 Omarosa er fyrrverandi keppandi í raunveruleikaþáttaröð Trumps, The Apprentice eða Lærlingnum, og var ráðin til starfa hjá Hvíta húsinu eftir að Trump var kjörinn forseti árið 2016. Henni var sagt upp störfum í fyrra. Hún er nú sögð í hefndarhug og ber Trump ekki vel söguna í bók sinni, Unhinged eða Ruglaður upp á íslensku, sem kemur út í næstu viku. Þar segir Omarosa að Trump hafi ítrekað notað „n-orðið“, niðrandi orð yfir svart fólk, við tökur á The Apprentice og fullyrðir að hún geti sannað það með hljóðupptökum. Sarah Sanders talskona Hvíta hússins sagði í yfirlýsingu í gær að fullyrðingar Omarosa ættu sér enga stoð í raunveruleikanum. Trump tjáði sig sjálfur um kynþáttafordóma á Twitter í dag en ár er nú liðið frá mótmælunum í Charlottesville í Virginíu. Kona lést þegar maður ók bíl sínum yfir hana við mótmælin þar sem hvítir þjóðernissinnar, nýnasistar, Ku Klux Klan-liðar og aðrir hægriöfgamenn komu saman. „Ég fordæmi allar tegundir kynþáttafordóma og ofbeldis. Friður til ALLRA Bandaríkjamanna!“ skrifaði Trump á Twitter.The riots in Charlottesville a year ago resulted in senseless death and division. We must come together as a nation. I condemn all types of racism and acts of violence. Peace to ALL Americans!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 11, 2018
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Tengdaforeldrar Trump fá ríkisborgararétt þrátt fyrir gagnrýni hans Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gagnrýnt að innflytjendur geti flutt inn fjölskyldur sínar. Tengdaforeldrar hans eru nú orðnir ríkisborgarar í krafti þeirrar reglu. 10. ágúst 2018 10:10 Omarosa segir Trump vera rasista Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. 10. ágúst 2018 22:30 Donald Trump segir stuðning Kanye West skipta miklu máli Donald Trump sagði á Twitter í gær að stuðningur Kanye West skipti hann miklu máli. 11. ágúst 2018 10:15 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Sjá meira
Tengdaforeldrar Trump fá ríkisborgararétt þrátt fyrir gagnrýni hans Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gagnrýnt að innflytjendur geti flutt inn fjölskyldur sínar. Tengdaforeldrar hans eru nú orðnir ríkisborgarar í krafti þeirrar reglu. 10. ágúst 2018 10:10
Omarosa segir Trump vera rasista Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. 10. ágúst 2018 22:30
Donald Trump segir stuðning Kanye West skipta miklu máli Donald Trump sagði á Twitter í gær að stuðningur Kanye West skipti hann miklu máli. 11. ágúst 2018 10:15