Hafa þungar áhyggjur af nautkálfum sem ganga lausir á Vatnsleysuströnd Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. ágúst 2018 21:45 Virgill Scheving Einarsson Vísir/GVA Sjö mánaða nautkálfar sluppu úr girðingu við bæinn Efri-Brunnastaði á Vatnsleysuströnd snemma á föstudagsmorgun. Eigendur kálfanna hafa þungar áhyggjur af þeim og biðla til þeirra sem kynnu að koma auga á kálfana að hafa samband við lögreglu. Virgill Scheving Einarsson á tvær jarðir, Efri-Brunnastaði og Skjaldarkot, á Vatnsleysuströnd. Sonur hans stundar þar búskap en honum voru gefnir tveir kálfar í mars. Virgill segir kálfana hafa verið inni í vetur en í vor hafi fjölskyldan lánað þá Landnámsdýragarðinum á Fitjum í Reykjanesbæ. Kálfunum var svo skilað í vikunni en sonur Virgils og tengdadóttir voru þá stödd úti á Spáni. Kálfarnir voru ekki settir í hólf þegar komið var með þá aftur á bæinn heldur var þeim komið fyrir í girðingu með hestum og sluppu þaðan út. „Síðan eru þessir kálfar búnir að vera að angra lögreglu í Reykjanesbæ. Þeir hafa farið suður í Voga, upp á Reykjanesbraut og þeir eru búnir að fara tíu kílómetra meðfram henni. Það hafa stoppað bílar, kálfarnir eru mannelskir, og margir hafa viljað hjálpa og gera eitthvað. En það hefur legið við stórárekstrum vegna þeirra,“ segir Virgill í samtali við Vísi.Annar skjöldóttur og hinn rauður Lögreglan á Suðurnesjum fékk tilkynningu um að sést hefði til kálfa á Reykjanesbraut við Voga í gærmorgun, að því er Vísir hefur eftir varðstjóra. Ekki fengust frekari upplýsingar um málið en Virgill segir kálfana enn týnda. Hann gerir ráð fyrir að þeir hafi farið í áttina að Reykjavík og haldi sig líklega fjallamegin við Reykjanesbraut. „Þetta eru nautkálfar sem sonur minn ætlar að ala upp og slátra næsta vor. Þeirra er sárt saknað, eins óskum við eftir því að þeir sem eru á ferð um Reykjanesbrautina og sjá þessa kálfa á flækingi, að þeir hringi í okkur, hvort sem það er nótt eða dagur,“ segir Virgill. „Annar er skjöldóttur en hinn er rauður. Þeir eru sjö mánaða gamlir, feitir og pattaralegir.“ Dýr Lögreglumál Vogar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Sjö mánaða nautkálfar sluppu úr girðingu við bæinn Efri-Brunnastaði á Vatnsleysuströnd snemma á föstudagsmorgun. Eigendur kálfanna hafa þungar áhyggjur af þeim og biðla til þeirra sem kynnu að koma auga á kálfana að hafa samband við lögreglu. Virgill Scheving Einarsson á tvær jarðir, Efri-Brunnastaði og Skjaldarkot, á Vatnsleysuströnd. Sonur hans stundar þar búskap en honum voru gefnir tveir kálfar í mars. Virgill segir kálfana hafa verið inni í vetur en í vor hafi fjölskyldan lánað þá Landnámsdýragarðinum á Fitjum í Reykjanesbæ. Kálfunum var svo skilað í vikunni en sonur Virgils og tengdadóttir voru þá stödd úti á Spáni. Kálfarnir voru ekki settir í hólf þegar komið var með þá aftur á bæinn heldur var þeim komið fyrir í girðingu með hestum og sluppu þaðan út. „Síðan eru þessir kálfar búnir að vera að angra lögreglu í Reykjanesbæ. Þeir hafa farið suður í Voga, upp á Reykjanesbraut og þeir eru búnir að fara tíu kílómetra meðfram henni. Það hafa stoppað bílar, kálfarnir eru mannelskir, og margir hafa viljað hjálpa og gera eitthvað. En það hefur legið við stórárekstrum vegna þeirra,“ segir Virgill í samtali við Vísi.Annar skjöldóttur og hinn rauður Lögreglan á Suðurnesjum fékk tilkynningu um að sést hefði til kálfa á Reykjanesbraut við Voga í gærmorgun, að því er Vísir hefur eftir varðstjóra. Ekki fengust frekari upplýsingar um málið en Virgill segir kálfana enn týnda. Hann gerir ráð fyrir að þeir hafi farið í áttina að Reykjavík og haldi sig líklega fjallamegin við Reykjanesbraut. „Þetta eru nautkálfar sem sonur minn ætlar að ala upp og slátra næsta vor. Þeirra er sárt saknað, eins óskum við eftir því að þeir sem eru á ferð um Reykjanesbrautina og sjá þessa kálfa á flækingi, að þeir hringi í okkur, hvort sem það er nótt eða dagur,“ segir Virgill. „Annar er skjöldóttur en hinn er rauður. Þeir eru sjö mánaða gamlir, feitir og pattaralegir.“
Dýr Lögreglumál Vogar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira