Tveir tugir athugasemda í síðara samráði um umferðarlög Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. ágúst 2018 06:00 Heimilt verður að takmarka umferð eftir bílnúmerum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Samráði um drög að nýjum umferðarlögum lauk um helgina. Alls bárust 22 umsagnir um frumvarpið sem lúta að hinum ýmsu öngum þess. Í frumvarpinu er meðal annars gert ráð fyrir því að sveitarstjórnir eða Vegagerðin geti um stundarsakir bannað umferð á vegi eða svæði sé mengun yfir heilsufarsmörkum.Ein þeirra leiða sem lagðar eru til er að þá verði bílum með bílnúmerum sem enda á oddatölu, eða eftir atvikum sléttri tölu, bannað að aka um svæðið um stundarsakir. Í umsögn Viðskiptaráðs er bent á að slík útfærsla geti við tilteknar aðstæður haft öfug áhrif. Einnig sé auðvelt fyrir fólk að komast í kringum bannið með því að eiga tvo bíla, annan með oddatölunúmeri en hinn með sléttu. Lagt er til að í staðinn verði rafræn tollahlið tekin í notkun og rafræn gjaldtaka fyrir ekna kílómetra. Í sameiginlegri umsögn Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu, Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka atvinnulífsins er fundið að því að gildistími ökuskírteina verði skertur. Einnig er sett út á það að ökunemum verði gert skylt að sækja um námsheimild hjá lögreglustjóra áður en kennsluakstur getur hafist. Í umsögn Strætó er síðan lagt til að heimilt verði að setja reiðhjólafestingar framan og aftan á strætisvagna. Slíkt sé til þess fallið að auka möguleika almennings á að tengja saman vistvæna ferðamáta. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Ekki hægt að velta sektum út í verðlagið Gera má ráð fyrir að kostnaður upp á hundruð milljóna lendi á bílaleigum verði ný umferðarlög samþykkt óbreytt. Ekki tekið tillit til athugasemda SAF um málið. Framkvæmdastjóranum finnst óeðlilegt að bílaleigur beri ábyrgð á hraðakstri viðskiptavina sinna. 16. júlí 2018 06:00 Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Ólögfest venja um forgang umferðar í innri hring hringtorga verður að lögum fari ný umferðarlög óbreytt í gegnum ráðuneyti og þing. Sú séríslenska regla hefur valdið óhöppum hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir það skort á víðsýni að halda í forgang innri akreinar og vill sömu reglur og tíðkast í öðrum löndum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB 24. júlí 2018 07:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Samráði um drög að nýjum umferðarlögum lauk um helgina. Alls bárust 22 umsagnir um frumvarpið sem lúta að hinum ýmsu öngum þess. Í frumvarpinu er meðal annars gert ráð fyrir því að sveitarstjórnir eða Vegagerðin geti um stundarsakir bannað umferð á vegi eða svæði sé mengun yfir heilsufarsmörkum.Ein þeirra leiða sem lagðar eru til er að þá verði bílum með bílnúmerum sem enda á oddatölu, eða eftir atvikum sléttri tölu, bannað að aka um svæðið um stundarsakir. Í umsögn Viðskiptaráðs er bent á að slík útfærsla geti við tilteknar aðstæður haft öfug áhrif. Einnig sé auðvelt fyrir fólk að komast í kringum bannið með því að eiga tvo bíla, annan með oddatölunúmeri en hinn með sléttu. Lagt er til að í staðinn verði rafræn tollahlið tekin í notkun og rafræn gjaldtaka fyrir ekna kílómetra. Í sameiginlegri umsögn Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu, Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka atvinnulífsins er fundið að því að gildistími ökuskírteina verði skertur. Einnig er sett út á það að ökunemum verði gert skylt að sækja um námsheimild hjá lögreglustjóra áður en kennsluakstur getur hafist. Í umsögn Strætó er síðan lagt til að heimilt verði að setja reiðhjólafestingar framan og aftan á strætisvagna. Slíkt sé til þess fallið að auka möguleika almennings á að tengja saman vistvæna ferðamáta.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Ekki hægt að velta sektum út í verðlagið Gera má ráð fyrir að kostnaður upp á hundruð milljóna lendi á bílaleigum verði ný umferðarlög samþykkt óbreytt. Ekki tekið tillit til athugasemda SAF um málið. Framkvæmdastjóranum finnst óeðlilegt að bílaleigur beri ábyrgð á hraðakstri viðskiptavina sinna. 16. júlí 2018 06:00 Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Ólögfest venja um forgang umferðar í innri hring hringtorga verður að lögum fari ný umferðarlög óbreytt í gegnum ráðuneyti og þing. Sú séríslenska regla hefur valdið óhöppum hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir það skort á víðsýni að halda í forgang innri akreinar og vill sömu reglur og tíðkast í öðrum löndum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB 24. júlí 2018 07:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Ekki hægt að velta sektum út í verðlagið Gera má ráð fyrir að kostnaður upp á hundruð milljóna lendi á bílaleigum verði ný umferðarlög samþykkt óbreytt. Ekki tekið tillit til athugasemda SAF um málið. Framkvæmdastjóranum finnst óeðlilegt að bílaleigur beri ábyrgð á hraðakstri viðskiptavina sinna. 16. júlí 2018 06:00
Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Ólögfest venja um forgang umferðar í innri hring hringtorga verður að lögum fari ný umferðarlög óbreytt í gegnum ráðuneyti og þing. Sú séríslenska regla hefur valdið óhöppum hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir það skort á víðsýni að halda í forgang innri akreinar og vill sömu reglur og tíðkast í öðrum löndum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB 24. júlí 2018 07:00