Kim og Moon funda í Pyongyang í september Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2018 10:39 Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jea-in, forsætisráðherra Suður-Kóreu, munu hittast í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu í næsta mánuði. Vísir/AP Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jea-in, forsætisráðherra Suður-Kóreu, munu hittast í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, í næsta mánuði. Þetta verður þriðji fundur leiðtoganna og í fyrsta sinn í rúman áratug sem slíkur fundur er haldinn í Pyongyang. Moon og Kim hafa hist tvisvar sinnum áður, í apríl og í maí, og þá hitti Kim forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, í Singapúr í júní. Á þeim fundi skrifuðu Kim og Trump undir samkomulag varðandi kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Síðan þá hafa Bandaríkin sakað Norður-Kóreu um að draga fæturna og Norður-Kórea hefur skammast út í Bandaríkin yfir því að viðskiptaþvinganir hafi ekki verið felldar niður. Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur verið sökuð um að halda kjarnorkuvopna- og eldflaugaframleiðslu áfram, í trássi við samkomulagið í Singapúr.Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni komu embættismenn Norður- og Suður-Kóreu saman í dag og ræddu þeir meðal annars samvinnuverkefni ríkjanna sem hefðu verið sett í gang í kjölfar síðasta fundar Moon og Kim.Miðað við yfirlýsingar sendinefndanna eru ríkin þó ekki sammála um hvenær halda eigi leiðtogafundinn. Ri Son Gwon, frá Norður-Kóreu, sagði blaðamönnum að búið væri að ákveða tiltekinn dag en hann vildi ekki segja hvaða dag. Cho Myoung-gyon, sameiningarráðherra Suður-Kóreu, sagði hins vegar að það væri ekki búið að velja dag.Meðal þess sem Moon og Kim munu ræða þegar og ef þeir hittast í september er hvort þeir geti bundið enda á Kóreustríðið með formlegum hætti. Það hefur í rauninni staðið yfir frá 1950 þar sem samið var um vopnahlé árið 1953 en ekki frið. Norður-Kórea hefur kallað eftir því að friði verði lýst yfir sem fyrst. Bandaríkin vilja hins vegar að ríkisstjórn Norður-Kóreu sýni fram á að hún hafi gripið til markvissra aðgerða varðandi kjarnorkuafvopnun. Norður-Kórea Tengdar fréttir Í trássi við ályktanir en ósáttir við aðgerðir Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa áhyggjur af aðgerðum Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. 4. ágúst 2018 10:38 Eins og að bíða eftir að harðsoðið egg klekist út Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru örg út í Bandaríkin fyrir að halda viðskiptaþvingunum sínum gegn ríkinu áfram. 10. ágúst 2018 06:15 Telja Norður-Kóreu vinna að smíði nýrra eldflauga Framleiðslan fer fram á sama tíma og viðræður standa yfir á milli stjórnvalda í Pjongjang og Washington um afvopnun. 30. júlí 2018 23:50 Bandaríkin beita refsiaðgerðum gegn rússneskum banka Yfirvöld Bandaríkjanna hafa beitt refsiaðgerðum gegn rússneskum banka fyrir að hafa átt í viðskiptum við aðila frá Norður-Kóreu sem var á svörtum lista vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins. 3. ágúst 2018 15:46 Kim og félagar vilja losna við þvinganir Yfirvöld Norður-Kóreu sendu Bandaríkjunum tóninn í dag og sökuðu Bandaríkjamenn um að ógna friði á Kóreuskaganum. 9. ágúst 2018 19:55 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jea-in, forsætisráðherra Suður-Kóreu, munu hittast í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, í næsta mánuði. Þetta verður þriðji fundur leiðtoganna og í fyrsta sinn í rúman áratug sem slíkur fundur er haldinn í Pyongyang. Moon og Kim hafa hist tvisvar sinnum áður, í apríl og í maí, og þá hitti Kim forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, í Singapúr í júní. Á þeim fundi skrifuðu Kim og Trump undir samkomulag varðandi kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Síðan þá hafa Bandaríkin sakað Norður-Kóreu um að draga fæturna og Norður-Kórea hefur skammast út í Bandaríkin yfir því að viðskiptaþvinganir hafi ekki verið felldar niður. Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur verið sökuð um að halda kjarnorkuvopna- og eldflaugaframleiðslu áfram, í trássi við samkomulagið í Singapúr.Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni komu embættismenn Norður- og Suður-Kóreu saman í dag og ræddu þeir meðal annars samvinnuverkefni ríkjanna sem hefðu verið sett í gang í kjölfar síðasta fundar Moon og Kim.Miðað við yfirlýsingar sendinefndanna eru ríkin þó ekki sammála um hvenær halda eigi leiðtogafundinn. Ri Son Gwon, frá Norður-Kóreu, sagði blaðamönnum að búið væri að ákveða tiltekinn dag en hann vildi ekki segja hvaða dag. Cho Myoung-gyon, sameiningarráðherra Suður-Kóreu, sagði hins vegar að það væri ekki búið að velja dag.Meðal þess sem Moon og Kim munu ræða þegar og ef þeir hittast í september er hvort þeir geti bundið enda á Kóreustríðið með formlegum hætti. Það hefur í rauninni staðið yfir frá 1950 þar sem samið var um vopnahlé árið 1953 en ekki frið. Norður-Kórea hefur kallað eftir því að friði verði lýst yfir sem fyrst. Bandaríkin vilja hins vegar að ríkisstjórn Norður-Kóreu sýni fram á að hún hafi gripið til markvissra aðgerða varðandi kjarnorkuafvopnun.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Í trássi við ályktanir en ósáttir við aðgerðir Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa áhyggjur af aðgerðum Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. 4. ágúst 2018 10:38 Eins og að bíða eftir að harðsoðið egg klekist út Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru örg út í Bandaríkin fyrir að halda viðskiptaþvingunum sínum gegn ríkinu áfram. 10. ágúst 2018 06:15 Telja Norður-Kóreu vinna að smíði nýrra eldflauga Framleiðslan fer fram á sama tíma og viðræður standa yfir á milli stjórnvalda í Pjongjang og Washington um afvopnun. 30. júlí 2018 23:50 Bandaríkin beita refsiaðgerðum gegn rússneskum banka Yfirvöld Bandaríkjanna hafa beitt refsiaðgerðum gegn rússneskum banka fyrir að hafa átt í viðskiptum við aðila frá Norður-Kóreu sem var á svörtum lista vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins. 3. ágúst 2018 15:46 Kim og félagar vilja losna við þvinganir Yfirvöld Norður-Kóreu sendu Bandaríkjunum tóninn í dag og sökuðu Bandaríkjamenn um að ógna friði á Kóreuskaganum. 9. ágúst 2018 19:55 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Í trássi við ályktanir en ósáttir við aðgerðir Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa áhyggjur af aðgerðum Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. 4. ágúst 2018 10:38
Eins og að bíða eftir að harðsoðið egg klekist út Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru örg út í Bandaríkin fyrir að halda viðskiptaþvingunum sínum gegn ríkinu áfram. 10. ágúst 2018 06:15
Telja Norður-Kóreu vinna að smíði nýrra eldflauga Framleiðslan fer fram á sama tíma og viðræður standa yfir á milli stjórnvalda í Pjongjang og Washington um afvopnun. 30. júlí 2018 23:50
Bandaríkin beita refsiaðgerðum gegn rússneskum banka Yfirvöld Bandaríkjanna hafa beitt refsiaðgerðum gegn rússneskum banka fyrir að hafa átt í viðskiptum við aðila frá Norður-Kóreu sem var á svörtum lista vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins. 3. ágúst 2018 15:46
Kim og félagar vilja losna við þvinganir Yfirvöld Norður-Kóreu sendu Bandaríkjunum tóninn í dag og sökuðu Bandaríkjamenn um að ógna friði á Kóreuskaganum. 9. ágúst 2018 19:55