Kolféll fyrir lírunni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. ágúst 2018 06:00 Inga Björk með líruna sína, hljóðfæri sem hún metur mikils. Fréttablaðið/Stefán „Líra er hljóðfæri sem hefur einstakan hljóm og nú ætla ég að gefa út fyrsta íslenska lírudiskinn,“ segir Inga Björk Ingadóttir músíkmeðferðarfræðingur sem skapar tónlist fyrir líru og söngrödd. Hún rekur meðferðarstofuna Hljómu í Hafnarfirði og segir tónlistina ná vel til skjólstæðinga sinna. „Líran nær strax eyrum barna. Fullorðnir tengja líka vel við tónlistina mína, enda er ég að syngja um allt sem tilverunni viðkemur. Ég tel að hún eigi erindi við fólk á öllum aldri og í hvaða aðstæðum sem er. Hún er á vissan hátt róandi en líka taktföst á köflum.“ Líran á rætur að rekja langt aftur fyrir Krists burð að sögn Ingu Bjarkar. „Á fornri fresku sést guðinn Appoló spila á einfalt form af líru, þær voru líka notaðar af trúbadorum sem sögðu sögur, sungu um lífið og spiluðu undir.“ Inga Björk kveðst hafa kynnst lírunni í Berlín í sínu músíkmeðferðarnámi í Berlín. „Ég kolféll fyrir henni,“ segir hún og tekur fram að hljóðfærið sem hún spili á sé nútíma útgáfa sem hafi verið endurhönnuð í Þýskalandi árið 1926 af hljóðfærasmiðum og músíkþerapistum, með meðferðarsjónarmið í huga. „Tónn lírunnar talar svo beint til fólks. Umfaðmandi er orð sem oft er notað um hljóm hennar, enda finna bæði hlustendur og hljóðfæraleikarar fyrir þeim áhrifum. Ég hef spilað á líru fyrir deyjandi fólk og hef vissu fyrir því að heyrnin er með því síðasta sem fer.“ Lírudiskurinn kemur væntanlega út í lok þessa árs, að sögn Ingu Bjarkar. „Ég er með söfnun í gangi á Karolina Fund, þú mátt alveg koma því að, ef það hæfir en þarft þess ekki,“ segir hún og kveðst trúa því að diskurinn verði áhugaverð viðbót við íslenska tónlistarflóru Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Fleiri fréttir Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Sjá meira
„Líra er hljóðfæri sem hefur einstakan hljóm og nú ætla ég að gefa út fyrsta íslenska lírudiskinn,“ segir Inga Björk Ingadóttir músíkmeðferðarfræðingur sem skapar tónlist fyrir líru og söngrödd. Hún rekur meðferðarstofuna Hljómu í Hafnarfirði og segir tónlistina ná vel til skjólstæðinga sinna. „Líran nær strax eyrum barna. Fullorðnir tengja líka vel við tónlistina mína, enda er ég að syngja um allt sem tilverunni viðkemur. Ég tel að hún eigi erindi við fólk á öllum aldri og í hvaða aðstæðum sem er. Hún er á vissan hátt róandi en líka taktföst á köflum.“ Líran á rætur að rekja langt aftur fyrir Krists burð að sögn Ingu Bjarkar. „Á fornri fresku sést guðinn Appoló spila á einfalt form af líru, þær voru líka notaðar af trúbadorum sem sögðu sögur, sungu um lífið og spiluðu undir.“ Inga Björk kveðst hafa kynnst lírunni í Berlín í sínu músíkmeðferðarnámi í Berlín. „Ég kolféll fyrir henni,“ segir hún og tekur fram að hljóðfærið sem hún spili á sé nútíma útgáfa sem hafi verið endurhönnuð í Þýskalandi árið 1926 af hljóðfærasmiðum og músíkþerapistum, með meðferðarsjónarmið í huga. „Tónn lírunnar talar svo beint til fólks. Umfaðmandi er orð sem oft er notað um hljóm hennar, enda finna bæði hlustendur og hljóðfæraleikarar fyrir þeim áhrifum. Ég hef spilað á líru fyrir deyjandi fólk og hef vissu fyrir því að heyrnin er með því síðasta sem fer.“ Lírudiskurinn kemur væntanlega út í lok þessa árs, að sögn Ingu Bjarkar. „Ég er með söfnun í gangi á Karolina Fund, þú mátt alveg koma því að, ef það hæfir en þarft þess ekki,“ segir hún og kveðst trúa því að diskurinn verði áhugaverð viðbót við íslenska tónlistarflóru
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Fleiri fréttir Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Sjá meira