Hin fullkomni leiðarvísir að mistökum Þórólfur Júlían Dagsson skrifar 14. ágúst 2018 09:57 Eftir hrunið hrifsuðu lánastofnanir húsnæði af fólki. Þessar eignir - heimili fólksins í landinu - fóru inn í hin ýmsu lánasöfn, banka og einnig inn í Íbúðarlánasjóð. Síðan árið 2016 ákvað Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra Framsóknarflokksins, að nú skyldi húsnæðisvandinn leystur og árið 2016 voru sett lög um óhagnaðardrifin leigufélög. Öllu var tjaldað til og fjármagni var mokað í leigufélög sem að öll áttu að leysa húsnæðisvandann. Hvað fór úrskeiðis? Og af hverju erum við hér í dag í miklu verri málum heldur en við vorum þegar þessi frægu lög voru sett á? Í stað þess að umrædd félög færu í að nota fjármagnið til þess að byggja húsnæði var megnið af peningnum notað til þess að kaupa upp hús og eignir af bönkum úr eignasöfnum og af Íbúðarlánasjóði. Mikið af þessum eignum voru í niðurníðslu eftir að bankarnir og lánastofnanir höfðu setið á eignunum um margra ára skeið. Þar að auki voru eignir varnarliðsins seldar í kippum. Allt þetta húsnæði hefði betur átt heima á hinum almenna markaði fyrir almenna borgara. Fólk hefði þá getað keypt eignirnar og gert þær upp. Áhrifin af því á fasteignamarkaðinn hefðu verið þau að fasteignaverð hefði lækkað svo um munar. Í staðinn var farin sú leið að selja eignirnar í það stórum pökkum að venjulegt fólk get ekki keypt þær. Ef raunverulegur vilji hefði verið fyrir því að leysa húsnæðisvandann hefði aldrei neinn peningur farið úr Íbúðalánasjóði til þess eins að kaupa upp illa farið húsnæði. Þetta var einfaldlega tilfærsla á fjármagni. Þess í stað hefði fjármagnið átt að fara í það að byggja nýjar eignir. Ríkisstofnanir og bæjarfélög hafa unnið ötullega gegn því að hin raunverulegu óhagnaðardrifnu leigufélög fái að byggja. Húsnæðisvandinn er farinn að valda því að ungt fólk yfirgefur landið okkar - fólk á öllum aldri raunar. Nú er mikilvægt að allir geri sitt besta til þess að greiða fyrir þessum félögum, hinum raunverulegu óhagnaðardrifnu félögum. Raunveruleikinn sem blasir við nú er sá að þessi félög fá enga aðstoð og steinn er settur í götu þeirra. Áfram heldur skortsalan á fasteignamarkaðnum og vandinn vex. Í stað þess að laga vandann var það fjármagn sem til var nýtt í að græða á fólki sem átti í engin hús að venda. Það er nánast gert ráð fyrir því að allir kaupi sér íbúð á Íslandi, en inn í okkar húsnæðis- og leigumarkað vantar litlar ódýrar eignir. Fólk þarf að geta safnað peningum til þess að kaupa sér íbúð en margir hverjir eiga ekki einu sinni fyrir mat í enda mánaðarins. Ef raunverulegur vilji væri til þess að jafna hér stöðuna þá hefði Íbúðalánasjóður aldrei lánað til félaga sem að væru ekki að byggja, það gefur auga leið. Þegar við skoðum söguna er augljóst að hér hefur orðið til hinn fullkomni leiðarvísir að mistökum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Eftir hrunið hrifsuðu lánastofnanir húsnæði af fólki. Þessar eignir - heimili fólksins í landinu - fóru inn í hin ýmsu lánasöfn, banka og einnig inn í Íbúðarlánasjóð. Síðan árið 2016 ákvað Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra Framsóknarflokksins, að nú skyldi húsnæðisvandinn leystur og árið 2016 voru sett lög um óhagnaðardrifin leigufélög. Öllu var tjaldað til og fjármagni var mokað í leigufélög sem að öll áttu að leysa húsnæðisvandann. Hvað fór úrskeiðis? Og af hverju erum við hér í dag í miklu verri málum heldur en við vorum þegar þessi frægu lög voru sett á? Í stað þess að umrædd félög færu í að nota fjármagnið til þess að byggja húsnæði var megnið af peningnum notað til þess að kaupa upp hús og eignir af bönkum úr eignasöfnum og af Íbúðarlánasjóði. Mikið af þessum eignum voru í niðurníðslu eftir að bankarnir og lánastofnanir höfðu setið á eignunum um margra ára skeið. Þar að auki voru eignir varnarliðsins seldar í kippum. Allt þetta húsnæði hefði betur átt heima á hinum almenna markaði fyrir almenna borgara. Fólk hefði þá getað keypt eignirnar og gert þær upp. Áhrifin af því á fasteignamarkaðinn hefðu verið þau að fasteignaverð hefði lækkað svo um munar. Í staðinn var farin sú leið að selja eignirnar í það stórum pökkum að venjulegt fólk get ekki keypt þær. Ef raunverulegur vilji hefði verið fyrir því að leysa húsnæðisvandann hefði aldrei neinn peningur farið úr Íbúðalánasjóði til þess eins að kaupa upp illa farið húsnæði. Þetta var einfaldlega tilfærsla á fjármagni. Þess í stað hefði fjármagnið átt að fara í það að byggja nýjar eignir. Ríkisstofnanir og bæjarfélög hafa unnið ötullega gegn því að hin raunverulegu óhagnaðardrifnu leigufélög fái að byggja. Húsnæðisvandinn er farinn að valda því að ungt fólk yfirgefur landið okkar - fólk á öllum aldri raunar. Nú er mikilvægt að allir geri sitt besta til þess að greiða fyrir þessum félögum, hinum raunverulegu óhagnaðardrifnu félögum. Raunveruleikinn sem blasir við nú er sá að þessi félög fá enga aðstoð og steinn er settur í götu þeirra. Áfram heldur skortsalan á fasteignamarkaðnum og vandinn vex. Í stað þess að laga vandann var það fjármagn sem til var nýtt í að græða á fólki sem átti í engin hús að venda. Það er nánast gert ráð fyrir því að allir kaupi sér íbúð á Íslandi, en inn í okkar húsnæðis- og leigumarkað vantar litlar ódýrar eignir. Fólk þarf að geta safnað peningum til þess að kaupa sér íbúð en margir hverjir eiga ekki einu sinni fyrir mat í enda mánaðarins. Ef raunverulegur vilji væri til þess að jafna hér stöðuna þá hefði Íbúðalánasjóður aldrei lánað til félaga sem að væru ekki að byggja, það gefur auga leið. Þegar við skoðum söguna er augljóst að hér hefur orðið til hinn fullkomni leiðarvísir að mistökum.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun