WOW air í milljarða skuldabréfaútboð Hörður Ægisson skrifar 15. ágúst 2018 05:00 Skúli Mogensen, forstjóri WOW, en rekstrartap félagsins síðustu tólf mánuði nemur 5 milljörðum. Fréttablaðið/Anton WOW air hyggst sækja sér aukið fjármagn til að treysta starfsemi fyrirtækisins með útgáfu þriggja ára skuldabréfs til evrópskra fjárfesta. Hefur félagið í því skyni gengið frá samkomulagi við norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities sem mun hafa umsjón með skuldabréfaútboðinu sem á að klárast á allra næstu vikum. Áætlað er að stærð útboðsins verði á bilinu 500 til 1.000 milljónir sænskra króna, jafnvirði um sex til 12 milljarða íslenskra króna. Fundir með fjárfestum hefjast í þessari viku, samkvæmt heimildum Markaðarins, en Pareto er einn helsti ráðgjafi við skuldabréfaútboð á Norðurlöndum og hefur síðustu misseri meðal annars haft umsjón með slíkri fjármögnun fyrir Icelandair og Norwegian air. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, sagðist aðspurð ekkert geta tjáð sig um málið.Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air.Fram kemur í drögum að fjárfestingakynningu Pareto vegna útboðsins, sem Markaðurinn hefur undir höndum, að skuldabréfaútgáfan sé hugsuð sem brúarfjármögnun fram að áformuðu frumútboði WOW air innan næstu 18 mánaða. Þá hyggst flugfélagið sækja sér nýtt hlutafé og yrði í kjölfarið skráð á markað en í dag er Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, eini hluthafi félagsins. Rekstrarumhverfi íslensku flugfélaganna hefur versnað til muna að undanförnu, einkum vegna mikillar samkeppni og hækkandi olíuverðs, en í afkomutilkynningu sem WOW air sendi frá sér um miðjan síðasta mánuð kom fram að tap á árinu 2017 hefði numið 2,2 milljónum dala, jafnvirði um 2,4 milljarða króna. Þá minnkaði hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsgjöld og skatta (EBITDA) um 91 prósent milli ára og var 4 milljónir dala. Afkoma WOW air, eins og í tilfelli Icelandair, hefur hins vegar farið enn versnandi það sem af er þessu ári en í fjárfestakynningu Pareto er að finna upplýsingar, sem ekki hafa áður birst, um afkomuna fyrir júlí 2017 til júní 2018 og áætlanir fyrir þetta ár og árið 2019. Þótt tekjur hafi aukist mikið síðustu tólf mánuði var EBITDA félagsins neikvæð um 26 milljónir dala á tímabilinu. Gert er ráð fyrir viðsnúningi á seinni árshelmingi og að EBITDA fyrir árið í heild verði neikvæð um sex milljónir dala. Þá muni afkoman batna verulega 2019 þar sem tekjur verði samtals 826 milljónir dala, borið saman við 486 milljónir dala í fyrra, og að EBITDA félagsins nemi samtals 64 milljónum dala. Rekstrartap (EBIT) síðustu tólf mánaða nemur 45 milljónum dala, jafnvirði um fimm milljarða króna, en tapið var um 1,5 milljarðar allt árið í fyrra.Fram kemur í fjárfestakynningunni að vaxtakjör skuldabréfsins muni lækka um 150 punkta takist WOW air að sækja sér 75 milljónir dala í nýtt hlutafé og skrá hlutabréf þess á markað.Vísir/VilhelmSjö milljóna evra lán frá Arion Eiginfjárhlutfall WOW air var aðeins um 4,5 prósent í lok júní á þessu ári borið saman við 10,9 prósent í árslok 2017. Þannig nemur eigið fé 14 milljónum dala en auk þess hefur Títan fjárfestingafélag, móðurfélag WOW air, veitt flugfélaginu víkjandi lán upp á sex milljónir dala. Hlutafé félagsins var aukið um liðlega helming í júní síðastliðnum þegar Skúli lagði 60 prósenta eignarhlut sinn í Cargo Express inn í WOW air ásamt því að breyta tveggja milljarða króna kröfu á hendur flugfélaginu í hlutafé. Í nóvember í fyrra breytti Títan, fjárfestingafélag Skúla, einnig milljarða króna láni sínu til WOW air í hlutafé í þeim tilgangi að styrkja efnahagsreikning félagsins. Í fjárfestakynningunni er upplýst að sjóðstreymi WOW air hafi verið jákvætt um 2,3 milljónir dala á síðustu tólf mánuðum. Þar munar miklu um fyrirframgreiðslu upp á 28 milljónir dala sem kom til á fyrri árshelmingi þessa árs í tengslum við sölu á tveimur Airbus A321 þotum í nóvember í fyrra sem félagið leigði síðan aftur. Fyrir utan 6 milljóna evra lán sem WOW air fékk hjá Arion banka í september 2017, sem er á gjalddaga í september 2020 og ábyrgist Fjárfestingarsjóður Evrópu helming lánsfjárhæðarinnar, þá segir í kynningu Pareto að fyrirhuguð skuldabréfaútgáfa verði eina langtíma markaðsfjármögnun flugfélagsins. Vaxtaberandi skuldir WOW námu samtals 151 milljón dala um mitt þetta ár. Þar munar langsamlega mest um fjármögnunarleigusamninga upp á 139 milljónir dala vegna fjögurra Airbus A321 véla en auk lánsins frá Arion banka hefur félagið aðgang að um fimm milljóna dala lánalínu (e. revolving credit facility) frá bankanum. Ef hins vegar einnig er tekið tillit til núvirtra skuldbindinga vegna rekstrarleigusamninga sem WOW air hefur gert upp á samtals 439 milljónir dala, sem verða færðar inn í efnahagsreikning félagsins frá og með 2019, þá nema heildarvaxtaberandi skuldir flugfélagsins 590 milljónum dala. Fram kemur í fjárfestakynningunni að vaxtakjör skuldabréfsins muni lækka um 150 punkta takist WOW air að sækja sér 75 milljónir dala í nýtt hlutafé og skrá hlutabréf þess á markað. Á meðal skilmála sem kveðið er á um er að WOW air viðhaldi að lágmarki 25 milljóna dala eigin fé fyrstu tólf mánuðina eftir útgáfu skuldabréfsins, sem hækki síðan upp í 30 milljónir dala, og varasjóði sem verði meiri en sem nemur 12,5 prósentum af höfuðstól þess. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
WOW air hyggst sækja sér aukið fjármagn til að treysta starfsemi fyrirtækisins með útgáfu þriggja ára skuldabréfs til evrópskra fjárfesta. Hefur félagið í því skyni gengið frá samkomulagi við norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities sem mun hafa umsjón með skuldabréfaútboðinu sem á að klárast á allra næstu vikum. Áætlað er að stærð útboðsins verði á bilinu 500 til 1.000 milljónir sænskra króna, jafnvirði um sex til 12 milljarða íslenskra króna. Fundir með fjárfestum hefjast í þessari viku, samkvæmt heimildum Markaðarins, en Pareto er einn helsti ráðgjafi við skuldabréfaútboð á Norðurlöndum og hefur síðustu misseri meðal annars haft umsjón með slíkri fjármögnun fyrir Icelandair og Norwegian air. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, sagðist aðspurð ekkert geta tjáð sig um málið.Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air.Fram kemur í drögum að fjárfestingakynningu Pareto vegna útboðsins, sem Markaðurinn hefur undir höndum, að skuldabréfaútgáfan sé hugsuð sem brúarfjármögnun fram að áformuðu frumútboði WOW air innan næstu 18 mánaða. Þá hyggst flugfélagið sækja sér nýtt hlutafé og yrði í kjölfarið skráð á markað en í dag er Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, eini hluthafi félagsins. Rekstrarumhverfi íslensku flugfélaganna hefur versnað til muna að undanförnu, einkum vegna mikillar samkeppni og hækkandi olíuverðs, en í afkomutilkynningu sem WOW air sendi frá sér um miðjan síðasta mánuð kom fram að tap á árinu 2017 hefði numið 2,2 milljónum dala, jafnvirði um 2,4 milljarða króna. Þá minnkaði hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsgjöld og skatta (EBITDA) um 91 prósent milli ára og var 4 milljónir dala. Afkoma WOW air, eins og í tilfelli Icelandair, hefur hins vegar farið enn versnandi það sem af er þessu ári en í fjárfestakynningu Pareto er að finna upplýsingar, sem ekki hafa áður birst, um afkomuna fyrir júlí 2017 til júní 2018 og áætlanir fyrir þetta ár og árið 2019. Þótt tekjur hafi aukist mikið síðustu tólf mánuði var EBITDA félagsins neikvæð um 26 milljónir dala á tímabilinu. Gert er ráð fyrir viðsnúningi á seinni árshelmingi og að EBITDA fyrir árið í heild verði neikvæð um sex milljónir dala. Þá muni afkoman batna verulega 2019 þar sem tekjur verði samtals 826 milljónir dala, borið saman við 486 milljónir dala í fyrra, og að EBITDA félagsins nemi samtals 64 milljónum dala. Rekstrartap (EBIT) síðustu tólf mánaða nemur 45 milljónum dala, jafnvirði um fimm milljarða króna, en tapið var um 1,5 milljarðar allt árið í fyrra.Fram kemur í fjárfestakynningunni að vaxtakjör skuldabréfsins muni lækka um 150 punkta takist WOW air að sækja sér 75 milljónir dala í nýtt hlutafé og skrá hlutabréf þess á markað.Vísir/VilhelmSjö milljóna evra lán frá Arion Eiginfjárhlutfall WOW air var aðeins um 4,5 prósent í lok júní á þessu ári borið saman við 10,9 prósent í árslok 2017. Þannig nemur eigið fé 14 milljónum dala en auk þess hefur Títan fjárfestingafélag, móðurfélag WOW air, veitt flugfélaginu víkjandi lán upp á sex milljónir dala. Hlutafé félagsins var aukið um liðlega helming í júní síðastliðnum þegar Skúli lagði 60 prósenta eignarhlut sinn í Cargo Express inn í WOW air ásamt því að breyta tveggja milljarða króna kröfu á hendur flugfélaginu í hlutafé. Í nóvember í fyrra breytti Títan, fjárfestingafélag Skúla, einnig milljarða króna láni sínu til WOW air í hlutafé í þeim tilgangi að styrkja efnahagsreikning félagsins. Í fjárfestakynningunni er upplýst að sjóðstreymi WOW air hafi verið jákvætt um 2,3 milljónir dala á síðustu tólf mánuðum. Þar munar miklu um fyrirframgreiðslu upp á 28 milljónir dala sem kom til á fyrri árshelmingi þessa árs í tengslum við sölu á tveimur Airbus A321 þotum í nóvember í fyrra sem félagið leigði síðan aftur. Fyrir utan 6 milljóna evra lán sem WOW air fékk hjá Arion banka í september 2017, sem er á gjalddaga í september 2020 og ábyrgist Fjárfestingarsjóður Evrópu helming lánsfjárhæðarinnar, þá segir í kynningu Pareto að fyrirhuguð skuldabréfaútgáfa verði eina langtíma markaðsfjármögnun flugfélagsins. Vaxtaberandi skuldir WOW námu samtals 151 milljón dala um mitt þetta ár. Þar munar langsamlega mest um fjármögnunarleigusamninga upp á 139 milljónir dala vegna fjögurra Airbus A321 véla en auk lánsins frá Arion banka hefur félagið aðgang að um fimm milljóna dala lánalínu (e. revolving credit facility) frá bankanum. Ef hins vegar einnig er tekið tillit til núvirtra skuldbindinga vegna rekstrarleigusamninga sem WOW air hefur gert upp á samtals 439 milljónir dala, sem verða færðar inn í efnahagsreikning félagsins frá og með 2019, þá nema heildarvaxtaberandi skuldir flugfélagsins 590 milljónum dala. Fram kemur í fjárfestakynningunni að vaxtakjör skuldabréfsins muni lækka um 150 punkta takist WOW air að sækja sér 75 milljónir dala í nýtt hlutafé og skrá hlutabréf þess á markað. Á meðal skilmála sem kveðið er á um er að WOW air viðhaldi að lágmarki 25 milljóna dala eigin fé fyrstu tólf mánuðina eftir útgáfu skuldabréfsins, sem hækki síðan upp í 30 milljónir dala, og varasjóði sem verði meiri en sem nemur 12,5 prósentum af höfuðstól þess.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira