Davíð mætir Golíat á Kópavogsvelli: „Getum alveg keppt á stóra sviðinu þrátt fyrir að vera frá Ólafsvík“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. ágúst 2018 12:00 Geta Ólsarar komið á óvart og fellt risann? vísir/bára Víkingur Ólafsvík er í undanúrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu í annað skipti í sögu félagsins. Liðið mætir toppliði Pepsi deildarinnar í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli í kvöld. Ólsarar féllu úr Pepsi deildinni í fyrra eftir tveggja ára veru. Þeir hafa verið í toppbaráttunni í Inkasso deildinni í sumar, hafa dottið niður í fjórða sæti en eru þó aðeins fjórum stigum á eftir toppliði ÍA. Vísir heyrði í Ejub Purisevic, þjálfara Víkings, sem sagði mikla tilhlökkun vera komna í liðið og bæjarfélagið. „Margir bíða eftir svona leik. Þetta er stór leikur og það eru ekki margir í liðinu sem hafa spilað svona leiki eða komist svona langt.“ „Það er eðlilegt að fólk hlakki til og vonandi að við getum allavega notið þess,“ sagði Ejub. Hann hefur verið við þjálfun hjá Víkingum síðan árið 2004 og spilaði sjálfur með félaginu frá 2003-2005. Viðurkenning fyrir starf félagsinsSíðasta sumar var erfitt fyrir Ejub og hans menn. Það er bjartara yfir í Ólafsvík í sumarvísir/báraVíkingur spilaði fyrst í efstu deild sumarið 2013 og féll þá beint niður í fyrstu deild aftur. Liðið komst upp í Pepsi deildina að nýju árið 2016 og féll eins og áður segir síðasta haust. Hvaða þýðingu hefur það fyrir félagið að komast svo langt í keppninni? „Þetta er fyrst og fremst viðurkenning fyrir það að við séum að gera hlutina vel og erum á réttri leið. Sérstaklega eftir árið í fyrra þegar við misstum nánast allt liðið, að ná að koma svona vel til baka, komast í undanúrslit og vera í efri hluta fyrstu deildarinnar,“ sagði Ejub. „Þetta gefur auka sjálfstraust og sýnir að þetta er alveg hægt og gefur okkur meiri von upp á framtíðina.“ „Líka fyrir bæjarbúa, fyrir svona lítin stað, þá gerast svona stórir atburðir ekki á hverjum degi. Þá geta bæjarbúar hist og haft gaman og minnt á að þó við séum frá Ólafsvík þá getum við keppt á svona stóru sviði.“ Samkvæmt íbúatölum Hagstofu Íslands bjuggu 970 manns á Ólafsvík þann 1. janúar síðast liðinn. Á Ejub von á því að Ólsarar fjölmenni í Kópavoginn? „Já, mér skilst það. Ég er nokkuð viss um að við verðum ekki mikið fámennari heldur en Kópavogsbúar í stúkunni.“ Sjóðheitir Blikar virðast óstöðvandiAndstæðingur Víkings í kvöld er Breiðablik. Liðið sem situr á toppi Pepsi deildarinnar, Valsmenn og Stjarnan eiga reyndar leik til góða á Blika, og hefur ekki tapað leik síðan í byrjun júní og unnið síðustu fimm. Blikar eru óstöðvandivísir/bára„Við gerum okkur fullkomlega grein fyrir því að þetta er líklegast besta og heitasta liðið á landinu í dag og við berum rosalega mikla virðingu fyrir þeim. Við ætlum bara að njóta þess að mæta í þennan leik og svo verður bara að koma í ljós hvort það dugir eða ekki.“ „Ég sagði við leikmennina mína þegar við mættum Víkingi Reykjavík [í undanúrslitunum] að til að byrja með eigum við kannski 10 prósent möguleika á að vinna, til að vera sanngjarn. En ef að við vinnum okkar vinnu vel og gerum hlutina rétt þá getur þessi prósentutala hækkað og kannski með tímanum gæti alveg verið kominn 50 prósent möguleiki á að vinna leikinn.“ En er upplag Ejub þá kannski frekar með áherslu á að njóta frekar en að vinna? „Það er ekki til sá íþróttamaður sem stefnir ekki á sigur,“ var hann fljótur að svara. „Það skiptir engu máli hver andstæðingurinn væri, ég myndi alltaf stefna á sigur. En ég er líka raunsær og veit hvar Breiðablik stendur og hvar við stöndum.“„Stundum spilar maður á móti liði sem er einfaldlega betra liðið en við getum alltaf farið með það hugarfar í leikinn að gefa andstæðingnum leik og þá aukast líkurnar alltaf á því að vinna leikinn.“ „Þegar líður á leikinn og ef hlutirnir spilast rétt fyrir okkur þá aukast líkurnar alltaf og í 50/50 leik þá er alltaf möguleiki á því að vinna,“ sagði Ejub Purisevic. Leikur Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 18:00 á Kópavogsvelli. Hann verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, útsending hefst klukkan 17:45. Íslenski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Víkingur Ólafsvík er í undanúrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu í annað skipti í sögu félagsins. Liðið mætir toppliði Pepsi deildarinnar í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli í kvöld. Ólsarar féllu úr Pepsi deildinni í fyrra eftir tveggja ára veru. Þeir hafa verið í toppbaráttunni í Inkasso deildinni í sumar, hafa dottið niður í fjórða sæti en eru þó aðeins fjórum stigum á eftir toppliði ÍA. Vísir heyrði í Ejub Purisevic, þjálfara Víkings, sem sagði mikla tilhlökkun vera komna í liðið og bæjarfélagið. „Margir bíða eftir svona leik. Þetta er stór leikur og það eru ekki margir í liðinu sem hafa spilað svona leiki eða komist svona langt.“ „Það er eðlilegt að fólk hlakki til og vonandi að við getum allavega notið þess,“ sagði Ejub. Hann hefur verið við þjálfun hjá Víkingum síðan árið 2004 og spilaði sjálfur með félaginu frá 2003-2005. Viðurkenning fyrir starf félagsinsSíðasta sumar var erfitt fyrir Ejub og hans menn. Það er bjartara yfir í Ólafsvík í sumarvísir/báraVíkingur spilaði fyrst í efstu deild sumarið 2013 og féll þá beint niður í fyrstu deild aftur. Liðið komst upp í Pepsi deildina að nýju árið 2016 og féll eins og áður segir síðasta haust. Hvaða þýðingu hefur það fyrir félagið að komast svo langt í keppninni? „Þetta er fyrst og fremst viðurkenning fyrir það að við séum að gera hlutina vel og erum á réttri leið. Sérstaklega eftir árið í fyrra þegar við misstum nánast allt liðið, að ná að koma svona vel til baka, komast í undanúrslit og vera í efri hluta fyrstu deildarinnar,“ sagði Ejub. „Þetta gefur auka sjálfstraust og sýnir að þetta er alveg hægt og gefur okkur meiri von upp á framtíðina.“ „Líka fyrir bæjarbúa, fyrir svona lítin stað, þá gerast svona stórir atburðir ekki á hverjum degi. Þá geta bæjarbúar hist og haft gaman og minnt á að þó við séum frá Ólafsvík þá getum við keppt á svona stóru sviði.“ Samkvæmt íbúatölum Hagstofu Íslands bjuggu 970 manns á Ólafsvík þann 1. janúar síðast liðinn. Á Ejub von á því að Ólsarar fjölmenni í Kópavoginn? „Já, mér skilst það. Ég er nokkuð viss um að við verðum ekki mikið fámennari heldur en Kópavogsbúar í stúkunni.“ Sjóðheitir Blikar virðast óstöðvandiAndstæðingur Víkings í kvöld er Breiðablik. Liðið sem situr á toppi Pepsi deildarinnar, Valsmenn og Stjarnan eiga reyndar leik til góða á Blika, og hefur ekki tapað leik síðan í byrjun júní og unnið síðustu fimm. Blikar eru óstöðvandivísir/bára„Við gerum okkur fullkomlega grein fyrir því að þetta er líklegast besta og heitasta liðið á landinu í dag og við berum rosalega mikla virðingu fyrir þeim. Við ætlum bara að njóta þess að mæta í þennan leik og svo verður bara að koma í ljós hvort það dugir eða ekki.“ „Ég sagði við leikmennina mína þegar við mættum Víkingi Reykjavík [í undanúrslitunum] að til að byrja með eigum við kannski 10 prósent möguleika á að vinna, til að vera sanngjarn. En ef að við vinnum okkar vinnu vel og gerum hlutina rétt þá getur þessi prósentutala hækkað og kannski með tímanum gæti alveg verið kominn 50 prósent möguleiki á að vinna leikinn.“ En er upplag Ejub þá kannski frekar með áherslu á að njóta frekar en að vinna? „Það er ekki til sá íþróttamaður sem stefnir ekki á sigur,“ var hann fljótur að svara. „Það skiptir engu máli hver andstæðingurinn væri, ég myndi alltaf stefna á sigur. En ég er líka raunsær og veit hvar Breiðablik stendur og hvar við stöndum.“„Stundum spilar maður á móti liði sem er einfaldlega betra liðið en við getum alltaf farið með það hugarfar í leikinn að gefa andstæðingnum leik og þá aukast líkurnar alltaf á því að vinna leikinn.“ „Þegar líður á leikinn og ef hlutirnir spilast rétt fyrir okkur þá aukast líkurnar alltaf og í 50/50 leik þá er alltaf möguleiki á því að vinna,“ sagði Ejub Purisevic. Leikur Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 18:00 á Kópavogsvelli. Hann verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, útsending hefst klukkan 17:45.
Íslenski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira