Una veiðiþjófadómi en boða hörku framvegis Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. ágúst 2018 08:00 Landeigendur gengu á árinu 2012 frá leigu veiðiréttinda í Þverá/Kjarrá fyrir árin 2013-2017 til Stara ehf. Mynd/Starir Dómi um að veiðiþjófar í Kjarrá þurfi ekki að greiða veiðileyfasala bætur verður ekki áfrýjað. Lögmaður boðar hins vegar hörku ef fleiri slík mál kom upp. Leigutakinn segir veiðiþjófum fjölga og að herða þurfi viðurlög við brotunum. „Það var ekki talið svara kostnaði að fara með málið áfram, sérstaklega þegar horft er til þess að tjónvaldar eru oft ekki borgunarmenn,“ segir Páll Mikael Kristjánsson, lögmaður Stara ehf. „Það breytir því ekki að niðurstaða héraðsdóms var augljóslega röng og ljóst að önnur mál verða sótt af hörku ef þau koma upp.“ Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær voru tveir menn staðnir að veiðiþjófnaði í Kjarrá í fyrrasumar. Auk þess að vera ekki með veiðileyfi – sem kostuðu 245 þúsund krónur fyrir daginn á þeim tíma – veiddu þeir á maðk, sem er stranglega bannað í Kjarrá. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi þá í 50 þúsund króna sekt en hafnaði kröfum Stara ehf. um bætur því ekki hefði tekist að sanna neitt tjón. „Þetta var mjög einbeittur brotavilji hjá þessum mönnum,“ segir Ingólfur Ásgeirsson, einn leigutakanna. Fyrst hafi sést til mannanna á veiðum í Lambá, hliðará Kjarrár, eftir að bónda grunaði að óboðnir gestir væru á svæðinu og setti dróna á loft. Þegar veiðivörður hafi komið að þeim hafi þeir verið búnir að veiða einn lax á maðk í Efra-Rauðabergi, þekktum veiðistað í sjálfri Kjarrá. Þangað er vel hálftíma gangur. „Þeir velja þennan stað alveg klárlega með það í huga að það séu minni líkur á að þeir verði gripnir. Þetta var einfaldlega skipulögð ferð með veiðiþjófnað í huga,“ segir Ingólfur. Veiðiþjófarnir játuði brot sitt en höfnuðu bótakröfum Stara. „Dómarinn treysti sér ekki til að dæma neinar bætur – sem er merkilegt vegna þess að þarna er verið að taka vöru ófrjálsri hendi,“ segir Ingólfur.Að sögn Ingólfs færist veiðiþjófnaður í vöxt. Veiðivarsla hafi verið aukin víða. „Við erum með eftirlit með drónum og hestum, það er mjög vel fylgst með. Vöktun á ánum almennt er orðin miklu skipulagðari og drónar eru mjög góður þáttur í því. Það er ekki verið að fylgjast með veiðimönnunum sjálfum heldur því sem gerist utan veiðitíma og kannski á svæðum sem eru langt í burtu.“ Viðurlög við veiðiþjófnaði á Íslandi eru alltof væg að mati Ingólfs. Breyta þurfi lagarammanum og hann viti til þess að Landssamband veiðifélaga sé að skoða málið. Erlendis sé staðan önnur. „Ef menn eru staðnir að veiðiþjófnaði í Kanada til dæmis er allt gert upptækt; ef þú ert á bíl þá er hann tekinn af þér og ef þú ert á bát þá er hann tekinn af þér. Sektin er allt að 20 þúsund Kanadadollurum og þú ferð á sakaskrá – þetta er bara meiriháttar mál.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Stangveiði Tengdar fréttir Veiðileyfasali fékk engar bætur dæmdar fyrir þjófnað í Kjarrá Tveir menn sem staðnir voru að veiðiþjófnaði í Kjarrá í Borgarfirði í fyrra sleppa við að greiða tæplega 1,5 milljóna króna bótakröfu og miskabætur að auki en eru dæmdir til að borga 50 þúsund í sekt hvor í ríkissjóð. 15. ágúst 2018 06:45 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira
Dómi um að veiðiþjófar í Kjarrá þurfi ekki að greiða veiðileyfasala bætur verður ekki áfrýjað. Lögmaður boðar hins vegar hörku ef fleiri slík mál kom upp. Leigutakinn segir veiðiþjófum fjölga og að herða þurfi viðurlög við brotunum. „Það var ekki talið svara kostnaði að fara með málið áfram, sérstaklega þegar horft er til þess að tjónvaldar eru oft ekki borgunarmenn,“ segir Páll Mikael Kristjánsson, lögmaður Stara ehf. „Það breytir því ekki að niðurstaða héraðsdóms var augljóslega röng og ljóst að önnur mál verða sótt af hörku ef þau koma upp.“ Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær voru tveir menn staðnir að veiðiþjófnaði í Kjarrá í fyrrasumar. Auk þess að vera ekki með veiðileyfi – sem kostuðu 245 þúsund krónur fyrir daginn á þeim tíma – veiddu þeir á maðk, sem er stranglega bannað í Kjarrá. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi þá í 50 þúsund króna sekt en hafnaði kröfum Stara ehf. um bætur því ekki hefði tekist að sanna neitt tjón. „Þetta var mjög einbeittur brotavilji hjá þessum mönnum,“ segir Ingólfur Ásgeirsson, einn leigutakanna. Fyrst hafi sést til mannanna á veiðum í Lambá, hliðará Kjarrár, eftir að bónda grunaði að óboðnir gestir væru á svæðinu og setti dróna á loft. Þegar veiðivörður hafi komið að þeim hafi þeir verið búnir að veiða einn lax á maðk í Efra-Rauðabergi, þekktum veiðistað í sjálfri Kjarrá. Þangað er vel hálftíma gangur. „Þeir velja þennan stað alveg klárlega með það í huga að það séu minni líkur á að þeir verði gripnir. Þetta var einfaldlega skipulögð ferð með veiðiþjófnað í huga,“ segir Ingólfur. Veiðiþjófarnir játuði brot sitt en höfnuðu bótakröfum Stara. „Dómarinn treysti sér ekki til að dæma neinar bætur – sem er merkilegt vegna þess að þarna er verið að taka vöru ófrjálsri hendi,“ segir Ingólfur.Að sögn Ingólfs færist veiðiþjófnaður í vöxt. Veiðivarsla hafi verið aukin víða. „Við erum með eftirlit með drónum og hestum, það er mjög vel fylgst með. Vöktun á ánum almennt er orðin miklu skipulagðari og drónar eru mjög góður þáttur í því. Það er ekki verið að fylgjast með veiðimönnunum sjálfum heldur því sem gerist utan veiðitíma og kannski á svæðum sem eru langt í burtu.“ Viðurlög við veiðiþjófnaði á Íslandi eru alltof væg að mati Ingólfs. Breyta þurfi lagarammanum og hann viti til þess að Landssamband veiðifélaga sé að skoða málið. Erlendis sé staðan önnur. „Ef menn eru staðnir að veiðiþjófnaði í Kanada til dæmis er allt gert upptækt; ef þú ert á bíl þá er hann tekinn af þér og ef þú ert á bát þá er hann tekinn af þér. Sektin er allt að 20 þúsund Kanadadollurum og þú ferð á sakaskrá – þetta er bara meiriháttar mál.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Stangveiði Tengdar fréttir Veiðileyfasali fékk engar bætur dæmdar fyrir þjófnað í Kjarrá Tveir menn sem staðnir voru að veiðiþjófnaði í Kjarrá í Borgarfirði í fyrra sleppa við að greiða tæplega 1,5 milljóna króna bótakröfu og miskabætur að auki en eru dæmdir til að borga 50 þúsund í sekt hvor í ríkissjóð. 15. ágúst 2018 06:45 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira
Veiðileyfasali fékk engar bætur dæmdar fyrir þjófnað í Kjarrá Tveir menn sem staðnir voru að veiðiþjófnaði í Kjarrá í Borgarfirði í fyrra sleppa við að greiða tæplega 1,5 milljóna króna bótakröfu og miskabætur að auki en eru dæmdir til að borga 50 þúsund í sekt hvor í ríkissjóð. 15. ágúst 2018 06:45