Fullyrðir að Þórður hafi verið fullur og boðið leikmönnum upp á herbergi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. ágúst 2018 15:48 Þóra Björg Helgadóttir fór um víðan völl í erindi sínu sem fjallaði um það hvernig það væri að vera kona í karlaheimi fótboltans. Vísir/vilhelm Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, segir að þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu hafi á sínum tíma verið ölvaður í landsliðsverkefni og boðið leikmönnum upp á herbergi til sín. Hann hafi auk þess hvorki þekkt leikmenn með nafni né vitað hvaða stöðu þær spiluðu. Þetta kom fram í erindi Þóru á ráðstefnu um jafnrétti í íþróttum sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík í dag. Þóra Björg spilaði á sínum tíma 108 landsleiki fyrir Ísland og er af flestum talin besti markvörður sem Ísland hefur alið í kvennaboltanum. Erindi Þóru bar yfirskriftina „Girl in a man's world - A story from a former professional player“ sem mætti þýða sem „Frásögn fyrrverandi atvinnumanns - kona í karlaheimi.“Frétt DV frá því í mars 2000.Tímarit.isNeituðu að spila undir stjórn Þórðar Umræddur þjálfari er Þórður Georg Lárusson þótt Þóra hafi ekki nefnt hann á nafn í erindi sínu. Hann tók við stjórn kvennalandsliðsins af Vöndu Sigurgeirsdóttur árið 1999 og stýrði liðinu í þremur leikjum. Mótmæli leikmanna, þar sem tíu neituðu að spila yrði hann áfram þjálfari, urðu til þess að hann sagði starfi sínu lausu en þá hafði liðið gert tvö jafntefli og tapað einum leik.Þórður sagði í viðtali við Fréttablaðið árið 2013 að um hópefli hefði verið að ræða. Nefndi hann landsliðskonuna Eddu Garðarsdóttur og Þóru sérstaklega í því samhengi. Lýsti hann því að hann hefði ekki átt annan kost en að hætta. Þáverandi formaður KSÍ, Eggert Magnússon, og þáverandi landsliðsþjálfari karla, Atli Eðvaldsson, hafi bent honum á það. „Þeir sögðu að ég gæti aldrei átt síðasta orðið gegn konum í knattspyrnu,“ sagði Þórður í viðtalinu árið 2013.Þóra Helgadóttir spilaði 108 leiki fyrir A-landslið Íslands, hélt oft hreinu og skoraði eitt mark.Fréttablaðið/stefánSegist ekki eiga orð Vísir náði stuttlega tali af Þórði vegna málsins nú síðdegis. Hann sagðist ekki eiga orð yfir frásögninni og ætlaði að hafa samband síðar og svara ásökununum. „Þetta segir allt um þessa konu,“ sagði Þórður. Þá kom fram í erindi Þóru að einn leikmaður landsliðsins hefði hætt í kjölfarið á því að landsliðskonurnar neituðu að spila undir stjórn Þórðar. Hún sagðist hafa haft samband við viðkomandi leikmann fyrir erindi sitt og beðið hana afsökunar á því að hafa ekki staðið betur við bak hennar á sínum tíma. Ekki náðist í Eggert Magnússon, fyrrverandi formann KSÍ, við vinnslu fréttarinnar.Uppfært 18:24.Í fréttinni var rangt haft eftir Þórði þar sem ritað var að hann hafi sagt „Þetta segir allt um þessar konur“, þegar átti að standa „Þetta segir allt um þessa konu.“ Þórður segir það af og frá að hann hafi eitthvað á móti konum. Hann segist ekki ætla að tjá sig nánar um málið að svo stöddu. Íslenski boltinn MeToo Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sjá meira
Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, segir að þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu hafi á sínum tíma verið ölvaður í landsliðsverkefni og boðið leikmönnum upp á herbergi til sín. Hann hafi auk þess hvorki þekkt leikmenn með nafni né vitað hvaða stöðu þær spiluðu. Þetta kom fram í erindi Þóru á ráðstefnu um jafnrétti í íþróttum sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík í dag. Þóra Björg spilaði á sínum tíma 108 landsleiki fyrir Ísland og er af flestum talin besti markvörður sem Ísland hefur alið í kvennaboltanum. Erindi Þóru bar yfirskriftina „Girl in a man's world - A story from a former professional player“ sem mætti þýða sem „Frásögn fyrrverandi atvinnumanns - kona í karlaheimi.“Frétt DV frá því í mars 2000.Tímarit.isNeituðu að spila undir stjórn Þórðar Umræddur þjálfari er Þórður Georg Lárusson þótt Þóra hafi ekki nefnt hann á nafn í erindi sínu. Hann tók við stjórn kvennalandsliðsins af Vöndu Sigurgeirsdóttur árið 1999 og stýrði liðinu í þremur leikjum. Mótmæli leikmanna, þar sem tíu neituðu að spila yrði hann áfram þjálfari, urðu til þess að hann sagði starfi sínu lausu en þá hafði liðið gert tvö jafntefli og tapað einum leik.Þórður sagði í viðtali við Fréttablaðið árið 2013 að um hópefli hefði verið að ræða. Nefndi hann landsliðskonuna Eddu Garðarsdóttur og Þóru sérstaklega í því samhengi. Lýsti hann því að hann hefði ekki átt annan kost en að hætta. Þáverandi formaður KSÍ, Eggert Magnússon, og þáverandi landsliðsþjálfari karla, Atli Eðvaldsson, hafi bent honum á það. „Þeir sögðu að ég gæti aldrei átt síðasta orðið gegn konum í knattspyrnu,“ sagði Þórður í viðtalinu árið 2013.Þóra Helgadóttir spilaði 108 leiki fyrir A-landslið Íslands, hélt oft hreinu og skoraði eitt mark.Fréttablaðið/stefánSegist ekki eiga orð Vísir náði stuttlega tali af Þórði vegna málsins nú síðdegis. Hann sagðist ekki eiga orð yfir frásögninni og ætlaði að hafa samband síðar og svara ásökununum. „Þetta segir allt um þessa konu,“ sagði Þórður. Þá kom fram í erindi Þóru að einn leikmaður landsliðsins hefði hætt í kjölfarið á því að landsliðskonurnar neituðu að spila undir stjórn Þórðar. Hún sagðist hafa haft samband við viðkomandi leikmann fyrir erindi sitt og beðið hana afsökunar á því að hafa ekki staðið betur við bak hennar á sínum tíma. Ekki náðist í Eggert Magnússon, fyrrverandi formann KSÍ, við vinnslu fréttarinnar.Uppfært 18:24.Í fréttinni var rangt haft eftir Þórði þar sem ritað var að hann hafi sagt „Þetta segir allt um þessar konur“, þegar átti að standa „Þetta segir allt um þessa konu.“ Þórður segir það af og frá að hann hafi eitthvað á móti konum. Hann segist ekki ætla að tjá sig nánar um málið að svo stöddu.
Íslenski boltinn MeToo Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sjá meira