Ólafur um meiðsli Hörpu: „Vona að þetta sé ekki það sem allir eru að hugsa“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Laugardalsvelli skrifar 17. ágúst 2018 22:07 Ef fer á versta veg gæti Harpa misst af mikilvægum landsleikjum í byrjun september Vísir/Getty Annað árið í röð tapaði Stjarnan bikarúrslitaleik kvenna á Laugardalsvelli. Stjörnukonur urðu undir gegn Breiðabliki í kvöld. Þjálfari Stjörnunnar var að vonum svekktur í leikslok. „Maður er alltaf svekktur þegar maður tapar leik, sérstaklega svona leik,“ sagði þjálfarinn Ólafur Þór Guðbjörnsson í leikslok. „Það var ekkert þannig í spilunum að þær hefðu spilað einhvern miklu betri leik en við.“ „Þær nýttu færin og það gerði útslagið í dag.“ Stjörnukonur byrjuðu leikinn betur og voru hættulegri í fyrri hálfleik, sérstaklega framan af. Blikar nýttu hins vegar færin sem þær fengu á meðan Stjarnan gerði það ekki. „Það kom þarna tíu mínútna kafli þegar þær skoruðu fyrra markið og aðeins eftir það, en við byrjuðum og enduðum hálfleikinn mjög vel. Synd að geta ekki nýtt færin sem við fengum en þannig er þetta bara þegar tvö góð lið eru að spila, það er stöngin inn hjá öðru en stöngin út hjá hinum.“ „Það er reynsla í þessu liði og þær geta alveg þolað það að fá á sig mark, enda fannst mér við halda áfram að spila. Gáfum okkur fimm, tíu mínútur og vorum svo farnar aftur af stað. Ég er fúll að fá á okkur mark úr föstu leikatriði, þetta var allt of auðvelt.“ „Við vorum að skapa okkur góðar stöður en fórum bara ekki nógu vel með þær. En þetta var hörku leikur og heilt yfir vorum við alls ekki slakara liðið í dag. En svona er sumarið hjá Breiðabliki, það fer allt inn hjá þeim þegar þær komast inn í teiginn.“ Harpa Þorsteinsdóttir var borin af velli í seinni hálfleik eftir að hafa meiðst á hné, að því virtist nokkuð alvarlega. Hver er staðan á henni? „Enga hugmynd. Ég á eftir að skoða það. Ömurlegt í þessum leik að Harpa skyldi meiðast svona og ég vona að þetta sé ekki það sem allir séu að hugsa, að hnéð á henni hafi farið.“ „Ég vil taka það fram líka í dag að dómararnir dæmdu þennan leik mjög vel. Ég vil hrósa þeim fyrir að leyfa leiknum að fljóta vel og mönnum aðeins að takast á. Þeir fá hrós í dag líka,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Breiðablik 1-2 │Breiðablik bikarmeistari Breiðablik eru bikarmeistarar eftir 2-1 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu. 17. ágúst 2018 21:45 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Annað árið í röð tapaði Stjarnan bikarúrslitaleik kvenna á Laugardalsvelli. Stjörnukonur urðu undir gegn Breiðabliki í kvöld. Þjálfari Stjörnunnar var að vonum svekktur í leikslok. „Maður er alltaf svekktur þegar maður tapar leik, sérstaklega svona leik,“ sagði þjálfarinn Ólafur Þór Guðbjörnsson í leikslok. „Það var ekkert þannig í spilunum að þær hefðu spilað einhvern miklu betri leik en við.“ „Þær nýttu færin og það gerði útslagið í dag.“ Stjörnukonur byrjuðu leikinn betur og voru hættulegri í fyrri hálfleik, sérstaklega framan af. Blikar nýttu hins vegar færin sem þær fengu á meðan Stjarnan gerði það ekki. „Það kom þarna tíu mínútna kafli þegar þær skoruðu fyrra markið og aðeins eftir það, en við byrjuðum og enduðum hálfleikinn mjög vel. Synd að geta ekki nýtt færin sem við fengum en þannig er þetta bara þegar tvö góð lið eru að spila, það er stöngin inn hjá öðru en stöngin út hjá hinum.“ „Það er reynsla í þessu liði og þær geta alveg þolað það að fá á sig mark, enda fannst mér við halda áfram að spila. Gáfum okkur fimm, tíu mínútur og vorum svo farnar aftur af stað. Ég er fúll að fá á okkur mark úr föstu leikatriði, þetta var allt of auðvelt.“ „Við vorum að skapa okkur góðar stöður en fórum bara ekki nógu vel með þær. En þetta var hörku leikur og heilt yfir vorum við alls ekki slakara liðið í dag. En svona er sumarið hjá Breiðabliki, það fer allt inn hjá þeim þegar þær komast inn í teiginn.“ Harpa Þorsteinsdóttir var borin af velli í seinni hálfleik eftir að hafa meiðst á hné, að því virtist nokkuð alvarlega. Hver er staðan á henni? „Enga hugmynd. Ég á eftir að skoða það. Ömurlegt í þessum leik að Harpa skyldi meiðast svona og ég vona að þetta sé ekki það sem allir séu að hugsa, að hnéð á henni hafi farið.“ „Ég vil taka það fram líka í dag að dómararnir dæmdu þennan leik mjög vel. Ég vil hrósa þeim fyrir að leyfa leiknum að fljóta vel og mönnum aðeins að takast á. Þeir fá hrós í dag líka,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Breiðablik 1-2 │Breiðablik bikarmeistari Breiðablik eru bikarmeistarar eftir 2-1 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu. 17. ágúst 2018 21:45 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Breiðablik 1-2 │Breiðablik bikarmeistari Breiðablik eru bikarmeistarar eftir 2-1 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu. 17. ágúst 2018 21:45
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast