Arcade Fire á Íslandi: Hvetja fólk til að mæta á dansskónum Daníel Freyr Birkisson skrifar 18. ágúst 2018 07:15 Arcade Fire sér fyrir endann á tónleikaferðalagi sínu. Finna fyrir orku og lofa góðum tónleikum. Nordicphotos/Getty „Við erum mjög spennt fyrir því að koma,“ segir Tim Kingsbury, bassaleikari kanadísku indírokksveitarinnar Arcade Fire, þegar blaðamaður heyrir í honum hljóðið. Sveitin var þá stödd í Belgíu og átti eftir að spila á tónlistarhátíðinni Pukkelpop um kvöldið. Evróputúr sveitarinnar fer senn að ljúka en síðasti viðkomustaður hennar, áður en hún fer í stutt frí, verður hér á landi. Tónleikarnir fara fram í Laugardalshöll á þriðjudag. Hann segir mikla spennu ríkja meðal hljómsveitarmeðlima fyrir því að koma hingað til lands. „Við höfum viljað halda tónleika á Íslandi í langan tíma. Það hefur einhvern veginn aldrei gengið upp,“ segir Tim. Tækifærið hafi því verið kjörið núna, en Arcade Fire gaf út plötuna Everything Now í fyrra, og hefur frá því verið á tónleikaferðalagi nær sleitulaust. Hann segir að með tónleikaferðalaginu hafi þau viljað fjölga viðkomum sínum í löndum þar sem þau hafa aldrei spilað áður. Hljómsveitin skaust upp á stjörnuhimininn árið 2004 með útgáfu plötunnar Funeral. Í kjölfarið hafa þau gefið út fjórar til viðbótar; Neon Bible, The Suburbs, Reflektor og Everything Now, en allar þykja vera prýðistónsmíðar. Sveitina mynda þau Win Butler, Régine Chassagne, Will Butler, Richard Reed Parry, Jeremy Gara, auk viðmælandans Tims.MANCHESTER, ENGLAND - JULY 06: Tim Kingsbury of Arcade Fire performs at Castlefield Bowl on July 6, 2017 in Manchester, England. (Photo by Shirlaine Forrest/WireImage)Öll lenda þau hér á landi á sunnudag en Tim segir að þau hyggist skoða sig um og kynnast landi og þjóð í fríinu sem þau fá á mánudag. Hann hafi sjálfur heyrt að náttúrufegurðin hér sé meiriháttar. Á þriðjudag muni þau síðan koma sér í tónleikagírinn. „Þeir verða stórskemmtilegir. Það sér fyrir endann á tónleikaferðalaginu okkar þannig að andinn hefur verið góður á meðal okkar undanfarið. Við finnum öll fyrir aukinni orku og munum spila efni af nýju plötunni auk eldri slagara,“ segir Tim. Tim segir að hljómsveitin hafi unnið baki brotnu undanfarið ár, allt frá því að Everything Now kom út. Kærkomið frí taki því næst við. „Við erum búin að vera á fullu undanfarið ár frá því að platan kom út. Þess vegna ætlum við að taka okkur smá frí og erum ekki með nein plön að svo stöddu. Að því loknu munum við koma saman aftur og ákveða hver næstu skref verða.“ Að lokum, er eitthvað sem aðdáendur ættu að hafa í huga fyrir tónleikana á þriðjudag? „Við erum allavega mjög spennt og erum handviss um að þetta verði frábærir tónleikar. Við hvetjum alla til að koma á dansskónum!“ segir Tim að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Sjá meira
„Við erum mjög spennt fyrir því að koma,“ segir Tim Kingsbury, bassaleikari kanadísku indírokksveitarinnar Arcade Fire, þegar blaðamaður heyrir í honum hljóðið. Sveitin var þá stödd í Belgíu og átti eftir að spila á tónlistarhátíðinni Pukkelpop um kvöldið. Evróputúr sveitarinnar fer senn að ljúka en síðasti viðkomustaður hennar, áður en hún fer í stutt frí, verður hér á landi. Tónleikarnir fara fram í Laugardalshöll á þriðjudag. Hann segir mikla spennu ríkja meðal hljómsveitarmeðlima fyrir því að koma hingað til lands. „Við höfum viljað halda tónleika á Íslandi í langan tíma. Það hefur einhvern veginn aldrei gengið upp,“ segir Tim. Tækifærið hafi því verið kjörið núna, en Arcade Fire gaf út plötuna Everything Now í fyrra, og hefur frá því verið á tónleikaferðalagi nær sleitulaust. Hann segir að með tónleikaferðalaginu hafi þau viljað fjölga viðkomum sínum í löndum þar sem þau hafa aldrei spilað áður. Hljómsveitin skaust upp á stjörnuhimininn árið 2004 með útgáfu plötunnar Funeral. Í kjölfarið hafa þau gefið út fjórar til viðbótar; Neon Bible, The Suburbs, Reflektor og Everything Now, en allar þykja vera prýðistónsmíðar. Sveitina mynda þau Win Butler, Régine Chassagne, Will Butler, Richard Reed Parry, Jeremy Gara, auk viðmælandans Tims.MANCHESTER, ENGLAND - JULY 06: Tim Kingsbury of Arcade Fire performs at Castlefield Bowl on July 6, 2017 in Manchester, England. (Photo by Shirlaine Forrest/WireImage)Öll lenda þau hér á landi á sunnudag en Tim segir að þau hyggist skoða sig um og kynnast landi og þjóð í fríinu sem þau fá á mánudag. Hann hafi sjálfur heyrt að náttúrufegurðin hér sé meiriháttar. Á þriðjudag muni þau síðan koma sér í tónleikagírinn. „Þeir verða stórskemmtilegir. Það sér fyrir endann á tónleikaferðalaginu okkar þannig að andinn hefur verið góður á meðal okkar undanfarið. Við finnum öll fyrir aukinni orku og munum spila efni af nýju plötunni auk eldri slagara,“ segir Tim. Tim segir að hljómsveitin hafi unnið baki brotnu undanfarið ár, allt frá því að Everything Now kom út. Kærkomið frí taki því næst við. „Við erum búin að vera á fullu undanfarið ár frá því að platan kom út. Þess vegna ætlum við að taka okkur smá frí og erum ekki með nein plön að svo stöddu. Að því loknu munum við koma saman aftur og ákveða hver næstu skref verða.“ Að lokum, er eitthvað sem aðdáendur ættu að hafa í huga fyrir tónleikana á þriðjudag? „Við erum allavega mjög spennt og erum handviss um að þetta verði frábærir tónleikar. Við hvetjum alla til að koma á dansskónum!“ segir Tim að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Sjá meira