Hjartað í Árneshreppi slær með öðrum hætti Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 1. ágúst 2018 06:00 Vigdís Grímsdóttir, skólastjóri Finnbogastaðaskóla, sinnir kennslu í skólanum í breyttri mynd þar til börnum á skólaaldri fjölgar á ný. Vísir/Stefán Finnbogastaðaskóli verður ekki starfræktur sem grunnskóli næsta skólaár. Skólinn var eini grunnskólinn í Árneshreppi. „Það er aðeins einn nemandi hér í hreppnum, tíu ára gömul telpa. Hún fer í skóla á Drangsnesi í næsta þorpi,“ segir Vigdís Grímsdóttir skólastjóri Finnbogastaðaskóla. „Á Drangsnesi getur hún sótt skóla með öðrum krökkum og fengið þá félagslegu örvun sem hún þarf,“ bætir hún við. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, sagði ekki fastákveðið að skólanum yrði lokað í samtali við Morgunblaðið í vikunni. Vigdís segir hreppsnefndina alls ekki hafa lagt til að skólanum verði lokað. „Skólinn verður starfandi en í annarri mynd. Hann verður ekki starfræktur sem grunnskóli. Við ætlum hins vegar að bjóða upp á tvö námskeið fyrir krakka í nálægum sveitarfélögum. Sem koma þá hingað og læra. Hópur fólks er að fara að skipuleggja þetta starf nú strax eftir verslunarmannahelgi. Hvernig náminu verður háttað,“ segir Vigdís. Að sögn Vigdísar eru margar skemmtilegar og spennandi hugmyndir um rekstur skólans; starfsemin muni njóta styrks á vegum Brothættra byggða, samfélagseflandi verkefnis hjá Byggðastofnun. „Það er ekki eins og neitt hjarta sé að hætta að slá. Það slær bara með öðrum takti. Það er ekkert á vonarvöl hér í hreppnum eins og sumir gætu haldið,“ segir Vigdís og vísar í deilur íbúa um Hvalárvirkjun. „Þvert á móti þróum við starf í skólanum sem gæti orðið spennandi og skemmtilegt. Krakkar úr Reykjavík gætu jafnvel komið á námskeið hingað og kynnst lífinu hér. Það er svo margt hægt að hugsa sér. Ég verð örugglega með námskeið í skapandi skrifum, bæði fyrir börn og fullorðna. Hér er ekkert að deyja, heldur hlutirnir að breytast,“ segir Vigdís. „Ef hingað flytur fólk með börn þá verður hefðbundinn grunnskóli aftur starfræktur. En þangað til leysum við málin á farsælan hátt,“ segir hún að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira
Finnbogastaðaskóli verður ekki starfræktur sem grunnskóli næsta skólaár. Skólinn var eini grunnskólinn í Árneshreppi. „Það er aðeins einn nemandi hér í hreppnum, tíu ára gömul telpa. Hún fer í skóla á Drangsnesi í næsta þorpi,“ segir Vigdís Grímsdóttir skólastjóri Finnbogastaðaskóla. „Á Drangsnesi getur hún sótt skóla með öðrum krökkum og fengið þá félagslegu örvun sem hún þarf,“ bætir hún við. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, sagði ekki fastákveðið að skólanum yrði lokað í samtali við Morgunblaðið í vikunni. Vigdís segir hreppsnefndina alls ekki hafa lagt til að skólanum verði lokað. „Skólinn verður starfandi en í annarri mynd. Hann verður ekki starfræktur sem grunnskóli. Við ætlum hins vegar að bjóða upp á tvö námskeið fyrir krakka í nálægum sveitarfélögum. Sem koma þá hingað og læra. Hópur fólks er að fara að skipuleggja þetta starf nú strax eftir verslunarmannahelgi. Hvernig náminu verður háttað,“ segir Vigdís. Að sögn Vigdísar eru margar skemmtilegar og spennandi hugmyndir um rekstur skólans; starfsemin muni njóta styrks á vegum Brothættra byggða, samfélagseflandi verkefnis hjá Byggðastofnun. „Það er ekki eins og neitt hjarta sé að hætta að slá. Það slær bara með öðrum takti. Það er ekkert á vonarvöl hér í hreppnum eins og sumir gætu haldið,“ segir Vigdís og vísar í deilur íbúa um Hvalárvirkjun. „Þvert á móti þróum við starf í skólanum sem gæti orðið spennandi og skemmtilegt. Krakkar úr Reykjavík gætu jafnvel komið á námskeið hingað og kynnst lífinu hér. Það er svo margt hægt að hugsa sér. Ég verð örugglega með námskeið í skapandi skrifum, bæði fyrir börn og fullorðna. Hér er ekkert að deyja, heldur hlutirnir að breytast,“ segir Vigdís. „Ef hingað flytur fólk með börn þá verður hefðbundinn grunnskóli aftur starfræktur. En þangað til leysum við málin á farsælan hátt,“ segir hún að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira