Allir sundlaugargestir eiga að vera laugarverðir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. ágúst 2018 19:00 Algengt er að gestir sundlauganna, einkum ferðamenn, þvoi sér ekki áður þeir fara ofan í að sögn fastagesta. Skrifstofustjóri Íþrótta-og tómstundasvið segi að þrátt fyrir ítarlegar leiðbeiningar og hvatningu starfsfólks sleppi alltaf einhverjir við að þvo sér. Sundlaugarnar verða æ vinsælli hjá ferðamönnum en hluti þeirra sættir sig illa við þær reglur sem gilda um líkamsþvott eða vilja ekki fara eftir þeim, að sögn fastagesta sundlauganna. Sigurður Sigurðarson er einn fastagestanna. „Ég er búinn að stunda hérna laugarnar í fjölda ára og þetta óhreinlæti keyrir um þverbak eftir því sem ferðamönnum fjölgar. Og þá fer enginn eftir þessum reglum sem skylda fólk til að þvo sér. Fullt af útlendingum koma hérna frá ólíkum menningarheimum sem vaða beint út í laugina án þess að þvo sér þar sem við hin erum og þau menga hana, “ segir Sigurður. Þetta er viðbjóður Sigurður segir þetta eiga við í flestum sundlaugum. „Ég sé fólk vaða framhjá sturtunum eða bara fara í sturturnar til þess að sýnast. Þetta er viðbjóður og á ekki að eiga sér stað,“ segir hann. Fréttastofa spurði nokkra sundlaugagesti hvort þeirra reynsla væri svipuð og allir höfðu sömu sögu að segja.Alltaf einhverjir sem sleppa Steinþór Einarsson skrifstofustjóri Íþrótta-og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar segir margt gert til að takast á við þetta. Starfsfólk bendi ítrekað á reglur um líkamsþvott í sturtuklefum. „Starfsfólki sinnir þessu hlutverki virkilega vel. Það er að díla við mikinn fjölda fólks og einhverjir sleppa í gegn. Við erum með merkingar þær duga ekki alltaf, þar sem við erum að fá flesta ferðamennina erum við yfirleitt að spyrja gestina ertu að koma í fyrsta skipti og ef svo er förum við yfir reglurnar með þeim. Við afhendum flyer með leiðbeiningum fyrir gestina, en því miður þá sleppa alltaf einhverjir í gegn“ segir Steinþór. Steinþór hvetur sundlaugagesti sem fara eftir reglunum til dáða. „Allir sundlaugargestir eiga að vera laugarverðir. Þú átt að láta þig varða það sem er í kringum þig,“ segir hann. Steinþór bætir við að vel sé fylgst með vatninu í sundlaugunum og áhersla lögð á að það sé bæði hreint og heilsusamlegt. Sundlaugar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Sjá meira
Algengt er að gestir sundlauganna, einkum ferðamenn, þvoi sér ekki áður þeir fara ofan í að sögn fastagesta. Skrifstofustjóri Íþrótta-og tómstundasvið segi að þrátt fyrir ítarlegar leiðbeiningar og hvatningu starfsfólks sleppi alltaf einhverjir við að þvo sér. Sundlaugarnar verða æ vinsælli hjá ferðamönnum en hluti þeirra sættir sig illa við þær reglur sem gilda um líkamsþvott eða vilja ekki fara eftir þeim, að sögn fastagesta sundlauganna. Sigurður Sigurðarson er einn fastagestanna. „Ég er búinn að stunda hérna laugarnar í fjölda ára og þetta óhreinlæti keyrir um þverbak eftir því sem ferðamönnum fjölgar. Og þá fer enginn eftir þessum reglum sem skylda fólk til að þvo sér. Fullt af útlendingum koma hérna frá ólíkum menningarheimum sem vaða beint út í laugina án þess að þvo sér þar sem við hin erum og þau menga hana, “ segir Sigurður. Þetta er viðbjóður Sigurður segir þetta eiga við í flestum sundlaugum. „Ég sé fólk vaða framhjá sturtunum eða bara fara í sturturnar til þess að sýnast. Þetta er viðbjóður og á ekki að eiga sér stað,“ segir hann. Fréttastofa spurði nokkra sundlaugagesti hvort þeirra reynsla væri svipuð og allir höfðu sömu sögu að segja.Alltaf einhverjir sem sleppa Steinþór Einarsson skrifstofustjóri Íþrótta-og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar segir margt gert til að takast á við þetta. Starfsfólk bendi ítrekað á reglur um líkamsþvott í sturtuklefum. „Starfsfólki sinnir þessu hlutverki virkilega vel. Það er að díla við mikinn fjölda fólks og einhverjir sleppa í gegn. Við erum með merkingar þær duga ekki alltaf, þar sem við erum að fá flesta ferðamennina erum við yfirleitt að spyrja gestina ertu að koma í fyrsta skipti og ef svo er förum við yfir reglurnar með þeim. Við afhendum flyer með leiðbeiningum fyrir gestina, en því miður þá sleppa alltaf einhverjir í gegn“ segir Steinþór. Steinþór hvetur sundlaugagesti sem fara eftir reglunum til dáða. „Allir sundlaugargestir eiga að vera laugarverðir. Þú átt að láta þig varða það sem er í kringum þig,“ segir hann. Steinþór bætir við að vel sé fylgst með vatninu í sundlaugunum og áhersla lögð á að það sé bæði hreint og heilsusamlegt.
Sundlaugar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Sjá meira