Teljum okkur hafa fundið höggstaði í leiknum í Ísrael Hjörvar Ólafsson skrifar 2. ágúst 2018 11:00 FH-ingar eru í ágætri stöðu fyrir seinni leikinn á móti Hapoel Haifa. Vísir/Eyþór Það kemur í ljós í kvöld hvort Ísland mun eiga fulltrúa í þriðju umferð í forkeppni Evrópudeildar karla í knattspyrnu. FH, Valur og Stjarnan leika þá seinni leiki sína í einvígjum sínum í annarri umferðinni. FH og Valur eru í heimahögum sínum á meðan Stjarnan fer til Kaupmannahafnar. FH fær ísraelska liðið Hapoel Haifa í heimsókn í Kaplakrika, en fyrri leiknum í miklum hita og raka í Haifa lyktaði með 1-1-jafntefli. Miðvörðurinn Eddi Gomes skoraði mikilvægt útivallarmark Hafnfirðinga í Ísrael. Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, telur að liðið eigi ágætis möguleika á að komast áfram, en liðið verði í hlutverki Davíðs gegn Golíat í leik liðanna á morgun. „Við munum líklega liggja aftarlega og treysta á skyndisóknir í þessum leik líkt og við gerðum í útileiknum. Við horfðum á leikinn aftur og sáum þá höggstað á þeim og að við hefðum getað verið rólegri á boltann þegar við unnum hann. Þeir eru ekki í góðu leikformi og þeir sækja á mörgum leikmönnum þegar þeir herja á andstæðinga sína. Það er því nóg pláss til að sækja í þegar þeir tapa boltanum,“ sagði Davíð Þór í samtali við Fréttablaðið. „Það er spennandi verkefni í boði í þriðju umferðinni hvort sem það verður Sarajevó eða Atalanta. Það er alltaf meiri fiðringur fyrir Evrópuleiki en aðra leiki og við hlökkum mikið til þessa leiks. Við erum orðnir reynslumiklir, margir í leikmannahópnum, á þessum vettvangi og við bættum við okkur leikmönnum fyrir þetta keppnistímabil sem eiga þó nokkra Evrópuleiki undir beltinu. Það ætti að koma okkur til góða í þessu erfiða verkefni,“ sagði Davíð Þór enn fremur. Valur mætir svo Santa Coloma frá Andorra á Origo-vellinum að Hlíðarenda, en þar þurfa Valsmenn að snúa taflinu sér í hag eftir svekkjandi 1-0-tap ytra. Ólafur Jóhannesson getur ekki stýrt liði sínu í þessum leik þar sem hann afplánar tveggja leikja bann fyrir að ýja að því að maðkur væri í mysunni hjá UEFA þegar liðið féll úr leik fyrir Rosenborg í forkeppni Meistaradeildarinnar. Stjarnan fer með veika von til Danmerkur þar sem liðið mætir FB Köbenhavn, en liðið laut í lægra haldi í fyrri leiknum á Samsung-vellinum. Þar reið danski landsliðsmaðurinn Viktor Fischer baggamuninn, en hann lagði upp fyrra mark danska liðsins og skoraði það seinna eftir að hafa komið inn á sem varamaður í hálfleik. Lokatölur urðu 2-0 og vonandi að Stjarnan nái að velgja danska liðinu undir uggum. Evrópudeild UEFA Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - FH | Toppslagur í Laugardalnum „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Sjá meira
Það kemur í ljós í kvöld hvort Ísland mun eiga fulltrúa í þriðju umferð í forkeppni Evrópudeildar karla í knattspyrnu. FH, Valur og Stjarnan leika þá seinni leiki sína í einvígjum sínum í annarri umferðinni. FH og Valur eru í heimahögum sínum á meðan Stjarnan fer til Kaupmannahafnar. FH fær ísraelska liðið Hapoel Haifa í heimsókn í Kaplakrika, en fyrri leiknum í miklum hita og raka í Haifa lyktaði með 1-1-jafntefli. Miðvörðurinn Eddi Gomes skoraði mikilvægt útivallarmark Hafnfirðinga í Ísrael. Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, telur að liðið eigi ágætis möguleika á að komast áfram, en liðið verði í hlutverki Davíðs gegn Golíat í leik liðanna á morgun. „Við munum líklega liggja aftarlega og treysta á skyndisóknir í þessum leik líkt og við gerðum í útileiknum. Við horfðum á leikinn aftur og sáum þá höggstað á þeim og að við hefðum getað verið rólegri á boltann þegar við unnum hann. Þeir eru ekki í góðu leikformi og þeir sækja á mörgum leikmönnum þegar þeir herja á andstæðinga sína. Það er því nóg pláss til að sækja í þegar þeir tapa boltanum,“ sagði Davíð Þór í samtali við Fréttablaðið. „Það er spennandi verkefni í boði í þriðju umferðinni hvort sem það verður Sarajevó eða Atalanta. Það er alltaf meiri fiðringur fyrir Evrópuleiki en aðra leiki og við hlökkum mikið til þessa leiks. Við erum orðnir reynslumiklir, margir í leikmannahópnum, á þessum vettvangi og við bættum við okkur leikmönnum fyrir þetta keppnistímabil sem eiga þó nokkra Evrópuleiki undir beltinu. Það ætti að koma okkur til góða í þessu erfiða verkefni,“ sagði Davíð Þór enn fremur. Valur mætir svo Santa Coloma frá Andorra á Origo-vellinum að Hlíðarenda, en þar þurfa Valsmenn að snúa taflinu sér í hag eftir svekkjandi 1-0-tap ytra. Ólafur Jóhannesson getur ekki stýrt liði sínu í þessum leik þar sem hann afplánar tveggja leikja bann fyrir að ýja að því að maðkur væri í mysunni hjá UEFA þegar liðið féll úr leik fyrir Rosenborg í forkeppni Meistaradeildarinnar. Stjarnan fer með veika von til Danmerkur þar sem liðið mætir FB Köbenhavn, en liðið laut í lægra haldi í fyrri leiknum á Samsung-vellinum. Þar reið danski landsliðsmaðurinn Viktor Fischer baggamuninn, en hann lagði upp fyrra mark danska liðsins og skoraði það seinna eftir að hafa komið inn á sem varamaður í hálfleik. Lokatölur urðu 2-0 og vonandi að Stjarnan nái að velgja danska liðinu undir uggum.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - FH | Toppslagur í Laugardalnum „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó