Google hannar leitarvél með ritskoðun fyrir Kínverja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. ágúst 2018 06:00 Verkefnið er umdeilt innan fyrirtækisins. Vísir/Getty Google vinnur nú að nýrri leitarvél fyrir kínverskan markað. Samnefnd leitarvél fyrirtækisins er á svarta listanum þar í landi, er sum sé á bak við Netkínamúrinn svokallaða líkt og fjölmargar aðrar síður sem sýna eða veita aðgang að efni sem kínverska ríkisstjórnin telur óæskilegt. The Intercept greindi frá málinu í gær en miðillinn hefur í fórum sínum lekin skjöl frá stórfyrirtækinu um verkefnin. Innan Google er verkefnið kallað Drekafluga og hefur verið unnið að því síðan síðasta vor. Aukinn þungi var svo settur í verkefnið eftir að framkvæmdastjórinn Sundar Pichai fundaði með kínverskum embættismönnum í desember. Ekki á að verða hægt að finna neitt sem kínverska ríkisstjórnin vill ekki að almenningur þar í landi fletti upp. Yfirvöld hafa til að mynda bannað vefsíður sem innihalda upplýsingar um andstæðinga stjórnvalda, tjáningarfrelsi og atburðina á Torgi hins himneska friðar 1989. Google mun því setja síu í leitarvél sína svo niðurstöður sem nú þegar eru á bak við Netkínamúrinn finnist ekki. Þá mun ekki heldur verða hægt að fletta upp ákveðnum bannorðum. Verði það reynt, samkvæmt skjölunum sem Intercept hefur, munu engar niðurstöður birtast. Google vildi ekki svara spurningum Intercept um málið en heimildarmaður, sem vildi ekki láta nafns síns getið þar sem þau sem starfa að verkefninu mega ekki ræða við fjölmiðla, sagði samstarfsmenn sína hafa áhyggjur af því að verkefnið stangist á við almenna siðferðiskennd. Starfsmaðurinn sagðist sjálfur andsnúinn því að stórfyrirtæki ynnu með yfirvöldum að kúgun sem þessari. Ritskoðun Kínverja og aðstoð Google gæti verið slæmt fordæmi fyrir önnur ríki. Birtist í Fréttablaðinu Google Tækni Tengdar fréttir Google lætur undan þrýstingi vegna hergagnasamninga eftir míotmæli starfsmanna Internetrisinn Google segist ekki ætla að endurnýja samning við bandaríska varnarmálaráðuneytið um þróun gervigreinar fyrir hernað. 2. júní 2018 14:32 ESB sektar Google um 4,3 milljarða evra vegna Android Evrópusambandið hefur ákveðið að sekta bandaríska tæknirisann Google um 4,3 milljarða evra vegna Android-stýrikerfisins. 18. júlí 2018 11:30 Google reynir að koma sér í mjúkinn hjá Kínverjum með risafjárfestingu Google mun greiða 550 milljónir dollara fyrir minna en 1 prósents hlut í JD.com sem er næststærsta smásöluverslanafyrirtæki í Kína á netinu. 18. júní 2018 15:45 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Google vinnur nú að nýrri leitarvél fyrir kínverskan markað. Samnefnd leitarvél fyrirtækisins er á svarta listanum þar í landi, er sum sé á bak við Netkínamúrinn svokallaða líkt og fjölmargar aðrar síður sem sýna eða veita aðgang að efni sem kínverska ríkisstjórnin telur óæskilegt. The Intercept greindi frá málinu í gær en miðillinn hefur í fórum sínum lekin skjöl frá stórfyrirtækinu um verkefnin. Innan Google er verkefnið kallað Drekafluga og hefur verið unnið að því síðan síðasta vor. Aukinn þungi var svo settur í verkefnið eftir að framkvæmdastjórinn Sundar Pichai fundaði með kínverskum embættismönnum í desember. Ekki á að verða hægt að finna neitt sem kínverska ríkisstjórnin vill ekki að almenningur þar í landi fletti upp. Yfirvöld hafa til að mynda bannað vefsíður sem innihalda upplýsingar um andstæðinga stjórnvalda, tjáningarfrelsi og atburðina á Torgi hins himneska friðar 1989. Google mun því setja síu í leitarvél sína svo niðurstöður sem nú þegar eru á bak við Netkínamúrinn finnist ekki. Þá mun ekki heldur verða hægt að fletta upp ákveðnum bannorðum. Verði það reynt, samkvæmt skjölunum sem Intercept hefur, munu engar niðurstöður birtast. Google vildi ekki svara spurningum Intercept um málið en heimildarmaður, sem vildi ekki láta nafns síns getið þar sem þau sem starfa að verkefninu mega ekki ræða við fjölmiðla, sagði samstarfsmenn sína hafa áhyggjur af því að verkefnið stangist á við almenna siðferðiskennd. Starfsmaðurinn sagðist sjálfur andsnúinn því að stórfyrirtæki ynnu með yfirvöldum að kúgun sem þessari. Ritskoðun Kínverja og aðstoð Google gæti verið slæmt fordæmi fyrir önnur ríki.
Birtist í Fréttablaðinu Google Tækni Tengdar fréttir Google lætur undan þrýstingi vegna hergagnasamninga eftir míotmæli starfsmanna Internetrisinn Google segist ekki ætla að endurnýja samning við bandaríska varnarmálaráðuneytið um þróun gervigreinar fyrir hernað. 2. júní 2018 14:32 ESB sektar Google um 4,3 milljarða evra vegna Android Evrópusambandið hefur ákveðið að sekta bandaríska tæknirisann Google um 4,3 milljarða evra vegna Android-stýrikerfisins. 18. júlí 2018 11:30 Google reynir að koma sér í mjúkinn hjá Kínverjum með risafjárfestingu Google mun greiða 550 milljónir dollara fyrir minna en 1 prósents hlut í JD.com sem er næststærsta smásöluverslanafyrirtæki í Kína á netinu. 18. júní 2018 15:45 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Google lætur undan þrýstingi vegna hergagnasamninga eftir míotmæli starfsmanna Internetrisinn Google segist ekki ætla að endurnýja samning við bandaríska varnarmálaráðuneytið um þróun gervigreinar fyrir hernað. 2. júní 2018 14:32
ESB sektar Google um 4,3 milljarða evra vegna Android Evrópusambandið hefur ákveðið að sekta bandaríska tæknirisann Google um 4,3 milljarða evra vegna Android-stýrikerfisins. 18. júlí 2018 11:30
Google reynir að koma sér í mjúkinn hjá Kínverjum með risafjárfestingu Google mun greiða 550 milljónir dollara fyrir minna en 1 prósents hlut í JD.com sem er næststærsta smásöluverslanafyrirtæki í Kína á netinu. 18. júní 2018 15:45