Gísli Marteinn deilir við lögreglu um „byltingu gegn hjólreiðum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. ágúst 2018 16:30 Gísli Marteinn Baldursson er mikill áhugamaður um hjólreiðar. Lögregla bað hjólreiðafólk að vanda sig í umferðinni í gær. Vísir/Samsett Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og áhugamaður um hjólreiðar, deilir við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu á Twitter í dag vegna tilkynningar um hjólreiðafólk sem lögregla sendi frá sér í gær. Lögregla hafnar því að taka þátt í „byltingu gegn hjólreiðum“ en segir að færslu gærdagsins hefði mátt „orða betur.“Sjá einnig: Segir lögreglu ala á fordómum í garð hjólreiðafólks Tilkynning lögreglu vakti mikla athygli í gær en í henni var hjólreiðafólk hvatt til að „gera betur í umferðinni“ vegna tíðra kvartana sem lögreglu hafa borist vegna þess. Páll Guðjónsson, ritari Landssamtaka hjólreiðamanna, gagnrýndi ummælin í samtali við Vísi í gær og sagði lögreglu ala á fordómum í garð hjólreiðafólks. Gísli er sama sinnis og segir það sorglegt að lögregla taki þátt í „herferð Moggans gegn hjólum“ og vísar auk þess í meinta andstöðu Morgunblaðsins við aðalskipulag Reykjavíkurborgar fyrir árið 2030. Í skipulaginu er m.a. gert ráð fyrir þéttingu byggðar og aukinni áherslu á almennings- og vistvænar samgöngur, þar á meðal hjólreiðar. „Mogginn mun tapa þessu stríði sínu en vont að löggan vilji tapa trúverðugleikanum með þeim,“ skrifar Gísli.Sorglegt að @logreglan taki þátt í herferð Moggans gegn hjólum og #meiriborg. Blaðið hótaði að #ar2030 yrði aldrei samþykkt og hvatti svo borgarbúa til að gera byltingu gegn hjólreiðum. Mogginn mun tapa þessu stríði sínu en vont að löggan vilji tapa trúverðugleikanum með þeim.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) August 2, 2018 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu svarar þessum ummælum Gísla og segir enga andúð á reiðhjólafólki að finna innan raða lögreglu. „Afar sorglegt að þú skulir spyrða okkur saman við slíka herferð án þess svo mikið sem að hafa rætt málið við okkur. Vinsamlegast ekki væna okkur um slíkt,“ skrifar lögregla á opinberum Twitter-reikningi sínum.Sæll Gísli - afar sorglegt að þú skulir spyrða okkur saman við slíka herferð án þess svo mikið sem að hafa rætt málið við okkur. Vinsamlegast ekki væna okkur um slíkt. Hér á bæ er enginn andúð gegn reiðhjólafólki - þvert á móti, enda margir innan lögreglunnar sem hjóla mikið.— LRH (@logreglan) August 2, 2018 Umræðum Gísla og lögreglu virðist þó lykta með sættum. Lögregla viðurkennir að færslu gærdagsins hefði eflaust mátt orða betur og Gísli þakkar lögreglu á móti fyrir góð svör.Æi, að draga fólk í dilka með þeim hætti er tæpast gott. Komum umræðunni frekar á hærra plan. Vafalaust hefði færslan í gær getað verið betur orðuð - en efni hennar er samt mikilvægt.— LRH (@logreglan) August 2, 2018 Lögreglumál Samgöngur Tengdar fréttir Segir lögreglu ala á fordómum gegn hjólreiðafólki Stjórnarmeðlimur Landssamtaka hjólreiðamanna segir lögreglu ala á fordómum gegn hjólreiðafólki með nýlegri Facebook færslu sinni. 1. ágúst 2018 18:50 Leggja til að hjólreiðar verði bannaðar á umferðarþungum vegum í þéttbýli Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur beint þeirri tillögu til innanríkisráðuneytisins að skoðað verði að banna hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbýli þar sem umferðarþungi og hraði er mikill. 15. mars 2017 19:36 Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera betur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar kvartanir vegna reiðhjólafólks í sumar. 1. ágúst 2018 10:51 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og áhugamaður um hjólreiðar, deilir við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu á Twitter í dag vegna tilkynningar um hjólreiðafólk sem lögregla sendi frá sér í gær. Lögregla hafnar því að taka þátt í „byltingu gegn hjólreiðum“ en segir að færslu gærdagsins hefði mátt „orða betur.“Sjá einnig: Segir lögreglu ala á fordómum í garð hjólreiðafólks Tilkynning lögreglu vakti mikla athygli í gær en í henni var hjólreiðafólk hvatt til að „gera betur í umferðinni“ vegna tíðra kvartana sem lögreglu hafa borist vegna þess. Páll Guðjónsson, ritari Landssamtaka hjólreiðamanna, gagnrýndi ummælin í samtali við Vísi í gær og sagði lögreglu ala á fordómum í garð hjólreiðafólks. Gísli er sama sinnis og segir það sorglegt að lögregla taki þátt í „herferð Moggans gegn hjólum“ og vísar auk þess í meinta andstöðu Morgunblaðsins við aðalskipulag Reykjavíkurborgar fyrir árið 2030. Í skipulaginu er m.a. gert ráð fyrir þéttingu byggðar og aukinni áherslu á almennings- og vistvænar samgöngur, þar á meðal hjólreiðar. „Mogginn mun tapa þessu stríði sínu en vont að löggan vilji tapa trúverðugleikanum með þeim,“ skrifar Gísli.Sorglegt að @logreglan taki þátt í herferð Moggans gegn hjólum og #meiriborg. Blaðið hótaði að #ar2030 yrði aldrei samþykkt og hvatti svo borgarbúa til að gera byltingu gegn hjólreiðum. Mogginn mun tapa þessu stríði sínu en vont að löggan vilji tapa trúverðugleikanum með þeim.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) August 2, 2018 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu svarar þessum ummælum Gísla og segir enga andúð á reiðhjólafólki að finna innan raða lögreglu. „Afar sorglegt að þú skulir spyrða okkur saman við slíka herferð án þess svo mikið sem að hafa rætt málið við okkur. Vinsamlegast ekki væna okkur um slíkt,“ skrifar lögregla á opinberum Twitter-reikningi sínum.Sæll Gísli - afar sorglegt að þú skulir spyrða okkur saman við slíka herferð án þess svo mikið sem að hafa rætt málið við okkur. Vinsamlegast ekki væna okkur um slíkt. Hér á bæ er enginn andúð gegn reiðhjólafólki - þvert á móti, enda margir innan lögreglunnar sem hjóla mikið.— LRH (@logreglan) August 2, 2018 Umræðum Gísla og lögreglu virðist þó lykta með sættum. Lögregla viðurkennir að færslu gærdagsins hefði eflaust mátt orða betur og Gísli þakkar lögreglu á móti fyrir góð svör.Æi, að draga fólk í dilka með þeim hætti er tæpast gott. Komum umræðunni frekar á hærra plan. Vafalaust hefði færslan í gær getað verið betur orðuð - en efni hennar er samt mikilvægt.— LRH (@logreglan) August 2, 2018
Lögreglumál Samgöngur Tengdar fréttir Segir lögreglu ala á fordómum gegn hjólreiðafólki Stjórnarmeðlimur Landssamtaka hjólreiðamanna segir lögreglu ala á fordómum gegn hjólreiðafólki með nýlegri Facebook færslu sinni. 1. ágúst 2018 18:50 Leggja til að hjólreiðar verði bannaðar á umferðarþungum vegum í þéttbýli Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur beint þeirri tillögu til innanríkisráðuneytisins að skoðað verði að banna hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbýli þar sem umferðarþungi og hraði er mikill. 15. mars 2017 19:36 Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera betur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar kvartanir vegna reiðhjólafólks í sumar. 1. ágúst 2018 10:51 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Segir lögreglu ala á fordómum gegn hjólreiðafólki Stjórnarmeðlimur Landssamtaka hjólreiðamanna segir lögreglu ala á fordómum gegn hjólreiðafólki með nýlegri Facebook færslu sinni. 1. ágúst 2018 18:50
Leggja til að hjólreiðar verði bannaðar á umferðarþungum vegum í þéttbýli Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur beint þeirri tillögu til innanríkisráðuneytisins að skoðað verði að banna hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbýli þar sem umferðarþungi og hraði er mikill. 15. mars 2017 19:36
Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera betur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar kvartanir vegna reiðhjólafólks í sumar. 1. ágúst 2018 10:51