Segir lögreglu ala á fordómum gegn hjólreiðafólki Bergþór Másson skrifar 1. ágúst 2018 18:50 Hjólreiðafólk í Reykjavík. Vísir/Hanna Páll Guðjónsson, stjórnarmaður Landssamtaka hjólreiðamanna, segir færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um kvartanir vegna hjólreiðafólks ala á fordómum gegn hjólreiðafólki. Í dag greindi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu frá því á Facebook síðu sinni að fjölmargar kvartanir vegna hjólreiðafólks hafa borist í sumar. Í færslunni birti lögreglan myndband Samgöngustofu sem fer yfir þau atriði sem mestu máli skipta þegar hjólað er á gangstígum. Sjá einnig: Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera beturPáll Guðjónsson, stjórnarmaður og ritari Landssamtaka hjólreiðamanna, segir í samtali við Vísi að skrif lögreglunnar á Facebook sem fylgdu með fræðslumyndbandinu séu algjörlega misheppnuð. „Ég veit ekki hvort að þetta hafi verið vondur dagur hjá þessari samfélagsmiðlastjörnu þeirra eða hvað sem það er, eða hvort að hún þurfi bara að fara í þjálfun í mannlegum samskiptum, það er verið að ala á fordómum gagnvart hóp með því að vera að endurtaka svona slúður og nota þennan tón.“Páll Guðjónsson, stjórnarmaður Landssamtaka hjólreiðamannaFacebookÍ færslu lögreglunnar kemur fram að „ábendingar eða kvartanir um reiðhjólafólk sem fer ógætilega hafa borist frá vegfarendum í öllum sveitarfélögum í umdæminu og segir það sína sögu.“ Páll segir að þar sé lögreglan að slá fram einhverjum fullyrðingum frá fólki sem hringir daglega. „Það að einhver segir það sama aftur og aftur, stundum daglega, það gerir fullyrðinguna ekki sanna, það þarf að sýna fram á þetta með öðrum hætti, þetta er bara slúður sem þau eru að endurtaka og það er bara ekki smart.“ Páll segir þjóðina búa við mörg stór vandamál svosem hlýnun jarðar, mengun og lífsstílsjúkdóma og segir hann að auknar hljóðreiðar séu hluti af lausninni á öllum þessum vandamálum, og að lögregla eigi ekki að ala á fordómum gegn þeim. Hér má sjá umrædda Facebook færslu lögreglunnar. Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera betur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar kvartanir vegna reiðhjólafólks í sumar. 1. ágúst 2018 10:51 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Páll Guðjónsson, stjórnarmaður Landssamtaka hjólreiðamanna, segir færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um kvartanir vegna hjólreiðafólks ala á fordómum gegn hjólreiðafólki. Í dag greindi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu frá því á Facebook síðu sinni að fjölmargar kvartanir vegna hjólreiðafólks hafa borist í sumar. Í færslunni birti lögreglan myndband Samgöngustofu sem fer yfir þau atriði sem mestu máli skipta þegar hjólað er á gangstígum. Sjá einnig: Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera beturPáll Guðjónsson, stjórnarmaður og ritari Landssamtaka hjólreiðamanna, segir í samtali við Vísi að skrif lögreglunnar á Facebook sem fylgdu með fræðslumyndbandinu séu algjörlega misheppnuð. „Ég veit ekki hvort að þetta hafi verið vondur dagur hjá þessari samfélagsmiðlastjörnu þeirra eða hvað sem það er, eða hvort að hún þurfi bara að fara í þjálfun í mannlegum samskiptum, það er verið að ala á fordómum gagnvart hóp með því að vera að endurtaka svona slúður og nota þennan tón.“Páll Guðjónsson, stjórnarmaður Landssamtaka hjólreiðamannaFacebookÍ færslu lögreglunnar kemur fram að „ábendingar eða kvartanir um reiðhjólafólk sem fer ógætilega hafa borist frá vegfarendum í öllum sveitarfélögum í umdæminu og segir það sína sögu.“ Páll segir að þar sé lögreglan að slá fram einhverjum fullyrðingum frá fólki sem hringir daglega. „Það að einhver segir það sama aftur og aftur, stundum daglega, það gerir fullyrðinguna ekki sanna, það þarf að sýna fram á þetta með öðrum hætti, þetta er bara slúður sem þau eru að endurtaka og það er bara ekki smart.“ Páll segir þjóðina búa við mörg stór vandamál svosem hlýnun jarðar, mengun og lífsstílsjúkdóma og segir hann að auknar hljóðreiðar séu hluti af lausninni á öllum þessum vandamálum, og að lögregla eigi ekki að ala á fordómum gegn þeim. Hér má sjá umrædda Facebook færslu lögreglunnar.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera betur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar kvartanir vegna reiðhjólafólks í sumar. 1. ágúst 2018 10:51 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera betur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar kvartanir vegna reiðhjólafólks í sumar. 1. ágúst 2018 10:51