Mistök urðu til þess að þjóðhátíðarlag FM95BLÖ var eignað StopWaitGo Birgir Olgeirsson skrifar 3. ágúst 2018 13:58 Auðunn Blöndal og Jóhanna Guðrún munu flytja lagið á þjóðhátíð í ár. Menningarvefur Ríkisútvarpsins velti fyrr í dag upp þeirri spurningu hvort að þjóðhátíðarlag útvarpsgengisins FM95BLÖ sé stolið. Um er að ræða lagið Ég ætla að sigra eyjuna sem þeir Auðunn Blöndal, Steindi jr., og Egill Einarsson flytja ásamt söngkonunni Jóhönnu Guðrúnu. Lagið var frumflutt á FM957 fyrir ellefu dögum en þá sagði Auðunn að hann hefði heyrt umrætt lag þegar hann var staddur í Suður-Ameríku að taka upp þáttinn Suður-ameríski draumurinn. Kom þar fram að lagið væri ekki þeirra heldur lag sem Auðunn Blöndal heyrði á ferð sinni um Suður Ameríku sem þeir ákváðu að þýða yfir á íslensku og tengja það þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Um er að ræða lagið Obsesion eftir salsahljómsveitina Aventura sem kom út árið 2002.Á menningarvef RÚV var sagt frá því að lagið Ég ætla að sigra eyjuna væri afar líkt laginu Obsesion. Er það alveg rétt því um sama lag er að ræða en bent var á það á vef RÚV að þeir sem skipa StopWaitGo-teymið, sem sáu um upptökur og framleiðslu á FM95BLÖ-útgáfunni, væru skráðir höfundar lagsins á vef YouTube. Auðunn Blöndal segir í samtali við Vísi að um mistök væri að ræða. Þegar lagið var sett inn á YouTube voru gerð þau mistök að segja lagið frá StopWaitGo-genginu þegar hið rétta er að framleiðslan og upptökustjórn er þeirra. Hefur það verið uppfært á vef Youtube eftir að á það var bent á vef RÚV.FM95BLÖ hafa undanfarin ár sent frá sér þjóðhátíðarlög sem eru íslenskaðar útgáfur af þekktum erlendum lögum. Fyrsta árið 2016, þá var lagið Ég fer á þjóðhátíð gefið út sem er íslenskuð útgáfa af laginu Titanium eftir franska plötusnúðinn David Guetta.Árið 2017 varð lagið Total Eclipse of the Heart, sem Bonnie Tyler gerði frægt á níunda áratug síðustu aldar, fyrir valinu og hlaut nafnið Þjóðhátíð bíður.Auðunn Blöndal tjáði sig um málið á Twitter þar sem hann gerði góðlátlegt grín að öllu saman en hann á einnig texta lagsins Án þín sem er íslenskuð útgáfa af laginu Always með bandarísku sveitinni Bon Jovi, en söngvarinn Sverrir Bergmann vann Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2000 með þeirri útgáfu.Ætla að vona að Rúv fari ekki að kafa nánar í hin lögin okkar. Get staðfest að Án þín, Fm95blö-lagið, Þjóðhátíð Bíður og Ég fer á Þjóðhátíð eru öll frumsamin!— Auðunn Blöndal (@Auddib) August 3, 2018 FM95BLÖ Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira
Menningarvefur Ríkisútvarpsins velti fyrr í dag upp þeirri spurningu hvort að þjóðhátíðarlag útvarpsgengisins FM95BLÖ sé stolið. Um er að ræða lagið Ég ætla að sigra eyjuna sem þeir Auðunn Blöndal, Steindi jr., og Egill Einarsson flytja ásamt söngkonunni Jóhönnu Guðrúnu. Lagið var frumflutt á FM957 fyrir ellefu dögum en þá sagði Auðunn að hann hefði heyrt umrætt lag þegar hann var staddur í Suður-Ameríku að taka upp þáttinn Suður-ameríski draumurinn. Kom þar fram að lagið væri ekki þeirra heldur lag sem Auðunn Blöndal heyrði á ferð sinni um Suður Ameríku sem þeir ákváðu að þýða yfir á íslensku og tengja það þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Um er að ræða lagið Obsesion eftir salsahljómsveitina Aventura sem kom út árið 2002.Á menningarvef RÚV var sagt frá því að lagið Ég ætla að sigra eyjuna væri afar líkt laginu Obsesion. Er það alveg rétt því um sama lag er að ræða en bent var á það á vef RÚV að þeir sem skipa StopWaitGo-teymið, sem sáu um upptökur og framleiðslu á FM95BLÖ-útgáfunni, væru skráðir höfundar lagsins á vef YouTube. Auðunn Blöndal segir í samtali við Vísi að um mistök væri að ræða. Þegar lagið var sett inn á YouTube voru gerð þau mistök að segja lagið frá StopWaitGo-genginu þegar hið rétta er að framleiðslan og upptökustjórn er þeirra. Hefur það verið uppfært á vef Youtube eftir að á það var bent á vef RÚV.FM95BLÖ hafa undanfarin ár sent frá sér þjóðhátíðarlög sem eru íslenskaðar útgáfur af þekktum erlendum lögum. Fyrsta árið 2016, þá var lagið Ég fer á þjóðhátíð gefið út sem er íslenskuð útgáfa af laginu Titanium eftir franska plötusnúðinn David Guetta.Árið 2017 varð lagið Total Eclipse of the Heart, sem Bonnie Tyler gerði frægt á níunda áratug síðustu aldar, fyrir valinu og hlaut nafnið Þjóðhátíð bíður.Auðunn Blöndal tjáði sig um málið á Twitter þar sem hann gerði góðlátlegt grín að öllu saman en hann á einnig texta lagsins Án þín sem er íslenskuð útgáfa af laginu Always með bandarísku sveitinni Bon Jovi, en söngvarinn Sverrir Bergmann vann Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2000 með þeirri útgáfu.Ætla að vona að Rúv fari ekki að kafa nánar í hin lögin okkar. Get staðfest að Án þín, Fm95blö-lagið, Þjóðhátíð Bíður og Ég fer á Þjóðhátíð eru öll frumsamin!— Auðunn Blöndal (@Auddib) August 3, 2018
FM95BLÖ Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira