Bara eitt líf að spila úr Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 4. ágúst 2018 09:00 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR stendur við bakið á Björgvin. Vísir/Ernir Rúnar Kristinsson, þjálfari meistaraflokks karla í KR, segir félagið munu aðstoða Björgvin Stefánsson í einu og öllu við að ná bata. „Eftir að þetta mál kom upp varðandi Björgvin þá les ég nánast hverja einustu grein sem kemur út og fjallar um neyslu þessara fíknilyfja. Ég held að margar fjölskyldur á Íslandi eigi nána ástvini sem glíma við fíkn og þessi vandi sem hefur hreiðrað um sig hjá ungu fólki er áhyggjuefni. Ég vil reyna eins og ég get að komast til botns í þessu, hvernig er hægt að kljást við þetta, hvað gerir það að verkum að ungt fólk neytir þessara efna. Hvaða afleiðingar það hefur. Ég á sjálfur börn á þessum aldri og vil vita um hvað þetta snýst,“ segir Rúnar. Hann telur skipta sköpum að grípa strax inn í aðstæður og veita stuðning. „Það er mikilvægt að vísa rétta leið. En menn verða að vilja þetta sjálfir. Breyta lífi sínu og lífsmynstri. Og það er eitthvað sem við foreldrar og forráðamenn, þjálfarar, kennarar og leiðbeinendur getum tekið að okkur. Það má aldrei vera spurning um annað en að hjálpa og styðja,“ segir Rúnar og segir aldrei annað hafa komið til greina hvað varðar Björgvin. „Við gerum allt sem við getum hér til að hann snúi lífi sínu á rétta braut. Og það sama á við um aðra yngri og eldri,“ segir hann. „Fótboltinn er mikilvægur en lífið er dýrmætara. Við fáum bara eitt líf að spila úr. Við sem erum eldri og reyndari í lífinu, við áttum okkur á að lífið er stærra en einn fótboltaleikur. Við verðum því að minna svolítið á hvað lífið snýst um,“ segir hann. Rúnar minnir á að það eitt að stíga fram og leita sér aðstoðar sé stórt skref. En aðeins upphafið á baráttunni. „Björgvin er búinn að vera hjá okkur frá því í október og við erum búin að kynnast honum vel. Við æfum enda saman fimm til sex sinnum í viku. Hann er góður strákur með gott hjartalag. En eins og margir aðrir hefur hann glímt við vandamál sem hafa leitt hann út í neyslu á þessum lyfjum sem lausn á einhverjum vanda. Hann hefur komið sterkur til baka. Hann talaði við leikmannahópinn, útskýrði fyrir þeim hvað hann væri að ganga í gegnum. Hann hefur sterkan vilja en orrustan er ekki búin. Við verðum að halda áfram að styðja við hann. Við þekkjum öll innan okkar fjölskyldna þennan vanda og vitum að þetta er böl sem er erfitt að losna við. Menn þurfa virkilega að leggja sig fram. Þetta er hörkuvinna, að halda áfram að berjast og rétta úr kútnum. Vonandi vinnur hann baráttuna,“ segir Rúnar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ætlar að halda sér réttu megin í lífinu KR stóð með Björgvin Stefánssyni eftir að hann misnotaði róandi lyf. Hann leitaði sér aðstoðar og sneri til baka á mánudag, þakkaði pent fyrir sig og skoraði. 4. ágúst 2018 09:00 Ein tafla getur verið banvæn Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs, segir neyslu fíknilyfja hættulega viðbót. Ef fólk taki lyfin að staðaldri verði það líkamlega háð þeim. 4. ágúst 2018 10:00 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari meistaraflokks karla í KR, segir félagið munu aðstoða Björgvin Stefánsson í einu og öllu við að ná bata. „Eftir að þetta mál kom upp varðandi Björgvin þá les ég nánast hverja einustu grein sem kemur út og fjallar um neyslu þessara fíknilyfja. Ég held að margar fjölskyldur á Íslandi eigi nána ástvini sem glíma við fíkn og þessi vandi sem hefur hreiðrað um sig hjá ungu fólki er áhyggjuefni. Ég vil reyna eins og ég get að komast til botns í þessu, hvernig er hægt að kljást við þetta, hvað gerir það að verkum að ungt fólk neytir þessara efna. Hvaða afleiðingar það hefur. Ég á sjálfur börn á þessum aldri og vil vita um hvað þetta snýst,“ segir Rúnar. Hann telur skipta sköpum að grípa strax inn í aðstæður og veita stuðning. „Það er mikilvægt að vísa rétta leið. En menn verða að vilja þetta sjálfir. Breyta lífi sínu og lífsmynstri. Og það er eitthvað sem við foreldrar og forráðamenn, þjálfarar, kennarar og leiðbeinendur getum tekið að okkur. Það má aldrei vera spurning um annað en að hjálpa og styðja,“ segir Rúnar og segir aldrei annað hafa komið til greina hvað varðar Björgvin. „Við gerum allt sem við getum hér til að hann snúi lífi sínu á rétta braut. Og það sama á við um aðra yngri og eldri,“ segir hann. „Fótboltinn er mikilvægur en lífið er dýrmætara. Við fáum bara eitt líf að spila úr. Við sem erum eldri og reyndari í lífinu, við áttum okkur á að lífið er stærra en einn fótboltaleikur. Við verðum því að minna svolítið á hvað lífið snýst um,“ segir hann. Rúnar minnir á að það eitt að stíga fram og leita sér aðstoðar sé stórt skref. En aðeins upphafið á baráttunni. „Björgvin er búinn að vera hjá okkur frá því í október og við erum búin að kynnast honum vel. Við æfum enda saman fimm til sex sinnum í viku. Hann er góður strákur með gott hjartalag. En eins og margir aðrir hefur hann glímt við vandamál sem hafa leitt hann út í neyslu á þessum lyfjum sem lausn á einhverjum vanda. Hann hefur komið sterkur til baka. Hann talaði við leikmannahópinn, útskýrði fyrir þeim hvað hann væri að ganga í gegnum. Hann hefur sterkan vilja en orrustan er ekki búin. Við verðum að halda áfram að styðja við hann. Við þekkjum öll innan okkar fjölskyldna þennan vanda og vitum að þetta er böl sem er erfitt að losna við. Menn þurfa virkilega að leggja sig fram. Þetta er hörkuvinna, að halda áfram að berjast og rétta úr kútnum. Vonandi vinnur hann baráttuna,“ segir Rúnar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ætlar að halda sér réttu megin í lífinu KR stóð með Björgvin Stefánssyni eftir að hann misnotaði róandi lyf. Hann leitaði sér aðstoðar og sneri til baka á mánudag, þakkaði pent fyrir sig og skoraði. 4. ágúst 2018 09:00 Ein tafla getur verið banvæn Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs, segir neyslu fíknilyfja hættulega viðbót. Ef fólk taki lyfin að staðaldri verði það líkamlega háð þeim. 4. ágúst 2018 10:00 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Ætlar að halda sér réttu megin í lífinu KR stóð með Björgvin Stefánssyni eftir að hann misnotaði róandi lyf. Hann leitaði sér aðstoðar og sneri til baka á mánudag, þakkaði pent fyrir sig og skoraði. 4. ágúst 2018 09:00
Ein tafla getur verið banvæn Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs, segir neyslu fíknilyfja hættulega viðbót. Ef fólk taki lyfin að staðaldri verði það líkamlega háð þeim. 4. ágúst 2018 10:00