Sýndi ungur afburðagáfur Hjörvar Ólafsson skrifar 4. ágúst 2018 09:00 Kári var með 19,9 stig, 4,6 fráköst og 4,9 stoðsendingar að meðaltali í leik með Haukum í fyrra. Vísir/ANdri Körfubolti Kári Jónsson tók risastórt skref á ferli sínum þegar hann skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning og það var ekkert smálið sem verður fyrsti vettvangur hans í frumraun hans sem atvinnumaður. Hafnfirðingurinn samdi nefnilega við spænska stórliðið Barcelona, en hann mun æfa og spila með B-liði félagsins sem leikur í spænsku B-deildinni fyrst um sinn. Kári, sem er tvítugur, lék undir stjórn Finns Freys Stefánssonar þegar hann sló í gegn með U-20 ára landsliðinu í fyrra og hittifyrra. Íslenska liðið fór upp úr B-deild mótsins árið 2016 og lenti svo í áttunda sæti í A-deildinni árið eftir. Finnur Freyr telur að góð spilamennska hans þar hafi vakið athygli útsendara Katalónanna. „Það var fljótlega ljóst að Kári hafði einstakar körfuboltagáfur og að hann skildi leikinn afburða vel. Ég byrjaði að kljást við hann í yngri flokkunum og maður sá það strax að hann myndi komast langt. Hann hafði gríðarlegan leikskilning og þegar ég þjálfaði hann í U-15 og U-16 ára landsliðunum var hann með mjög þroskaðar pælingar um taktík og hvernig leikmenn myndu blómstra inni á vellinum,“ sagði Finnur Freyr um Kára. „Kári sýndi það þegar hann spilaði með okkur á Evrópumóti leikmanna yngri en 20 ára að hann er í sama gæðaflokki og sterkustu leikmenn í Evrópu í hans aldursflokki. Þarna voru ekki þeir leikmenn sem voru komnir að hjá NBA-liðum, en sterkustu leikmenn sem leika í Evrópu á þessum aldri og Kári stóðst þeim fyllilega snúning. Það kom honum á kortið og hann er að njóta góðs af því. Auk þess sem sú staðreynd að við fórum tvívegis á EuroBasket í A-landsliðinu varð til þess að útsendarar fóru að líta til íslenskra leikmanna,“ sagði Finnur um þróun Kára sem leikmanns. „Það sem hann skortir aðallega er líkamlegur styrkur og því mun hann klárlega bæta við sig hjá Barcelona. Hann mun fara í gegnum sama módel og aðalliðið hjá B-liðinu og vera í umhverfi þar sem hann á alla möguleika á að taka næsta skref sem leikmaður. Það er auðvitað mikill munur á gæðum leikmanna í A- og B-liðunum, en það er samgangur á milli liða og hann er að fara að æfa að einhverju leyti með aðalliðinu og hann mun græða helling á því,“ sagði Finnur um þetta skref Kára. „Það er nokkuð langur vegur á milli þess að leika með B-liði Barcelona og að koma sér að hjá aðalliðinu. En vonandi notar Kári þetta sem stökkpall til þess að komast enn lengra. Það er hins vegar ekkert slor að vera farinn að leika í spænsku B-deildinni á þeim aldri sem hann er á og það verður spennandi að sjá hann leika þar næsta vetur. Honum eru allir vegir færir í framtíðinni ef hann heldur rétt á spilunum,“ sagði Finnur um komandi keppnistímabil hjá Kára. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Sjá meira
Körfubolti Kári Jónsson tók risastórt skref á ferli sínum þegar hann skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning og það var ekkert smálið sem verður fyrsti vettvangur hans í frumraun hans sem atvinnumaður. Hafnfirðingurinn samdi nefnilega við spænska stórliðið Barcelona, en hann mun æfa og spila með B-liði félagsins sem leikur í spænsku B-deildinni fyrst um sinn. Kári, sem er tvítugur, lék undir stjórn Finns Freys Stefánssonar þegar hann sló í gegn með U-20 ára landsliðinu í fyrra og hittifyrra. Íslenska liðið fór upp úr B-deild mótsins árið 2016 og lenti svo í áttunda sæti í A-deildinni árið eftir. Finnur Freyr telur að góð spilamennska hans þar hafi vakið athygli útsendara Katalónanna. „Það var fljótlega ljóst að Kári hafði einstakar körfuboltagáfur og að hann skildi leikinn afburða vel. Ég byrjaði að kljást við hann í yngri flokkunum og maður sá það strax að hann myndi komast langt. Hann hafði gríðarlegan leikskilning og þegar ég þjálfaði hann í U-15 og U-16 ára landsliðunum var hann með mjög þroskaðar pælingar um taktík og hvernig leikmenn myndu blómstra inni á vellinum,“ sagði Finnur Freyr um Kára. „Kári sýndi það þegar hann spilaði með okkur á Evrópumóti leikmanna yngri en 20 ára að hann er í sama gæðaflokki og sterkustu leikmenn í Evrópu í hans aldursflokki. Þarna voru ekki þeir leikmenn sem voru komnir að hjá NBA-liðum, en sterkustu leikmenn sem leika í Evrópu á þessum aldri og Kári stóðst þeim fyllilega snúning. Það kom honum á kortið og hann er að njóta góðs af því. Auk þess sem sú staðreynd að við fórum tvívegis á EuroBasket í A-landsliðinu varð til þess að útsendarar fóru að líta til íslenskra leikmanna,“ sagði Finnur um þróun Kára sem leikmanns. „Það sem hann skortir aðallega er líkamlegur styrkur og því mun hann klárlega bæta við sig hjá Barcelona. Hann mun fara í gegnum sama módel og aðalliðið hjá B-liðinu og vera í umhverfi þar sem hann á alla möguleika á að taka næsta skref sem leikmaður. Það er auðvitað mikill munur á gæðum leikmanna í A- og B-liðunum, en það er samgangur á milli liða og hann er að fara að æfa að einhverju leyti með aðalliðinu og hann mun græða helling á því,“ sagði Finnur um þetta skref Kára. „Það er nokkuð langur vegur á milli þess að leika með B-liði Barcelona og að koma sér að hjá aðalliðinu. En vonandi notar Kári þetta sem stökkpall til þess að komast enn lengra. Það er hins vegar ekkert slor að vera farinn að leika í spænsku B-deildinni á þeim aldri sem hann er á og það verður spennandi að sjá hann leika þar næsta vetur. Honum eru allir vegir færir í framtíðinni ef hann heldur rétt á spilunum,“ sagði Finnur um komandi keppnistímabil hjá Kára.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum