Hvergi af baki dottinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. ágúst 2018 09:00 Nelson Chamisa er ekki par sáttur við kjörstjórn landsins. Vísir/AP Simbabve Nelson Chamisa, leiðtogi Hreyfingarinnar fyrir lýðræðisumbætur (MDC), viðurkennir ekki úrslit forsetakosninga Simbabve. Chamisa laut í lægra haldi fyrir Emmerson Mnangagwa, sitjandi forseta og frambjóðanda Afríska þjóðarbandalags Simbabve (ZANU-PF). Tilkynnt var um úrslitin á fimmtudagskvöld en kosið var á mánudag. Chamisa fékk 44,3 prósent atkvæða, Mnangagwa 50,8 prósent og slapp þannig við aðra umferð kosninga. „Þessi skandall landskjörstjórnar, að birta ósannreyndar og falskar niðurstöður, er harmleikur. Kjörstjórn neitaði eftirlitsfulltrúum okkar um aðgang að niðurstöðunum áður en þær voru kynntar almenningi. Kjörstjórn verður að birta raunverulegar og sannreyndar niðurstöður sem báðir flokkar samþykkja. Þessi skortur á gagnsæi, sannleika, almennu siðferði og samfélagslegum gildum er ótrúlegur,“ tísti stjórnarandstöðuleiðtoginn í gær. Chamisa sagði á blaðamannafundi að hann myndi leita allra leiða til þess að fá niðurstöðunni hnekkt. Hann væri tilbúinn að fara fyrir dómstóla með málið. Flokkur hans, MDC, hafði fullyrt eftir kosningarnar að Chamisa væri sigurvegari. Chamisa sagði til að mynda sjálfur að ef Mnangagwa hefði í raun unnið hefðu niðurstöðurnar verið kynntar fyrr. Landskjörstjórn hafi tafið tilkynninguna til þess að „eiga við tölurnar“. Mnangagwa hafnaði öllum ásökunum um svindl í gær og sagðist einfaldlega hafa unnið á sanngjarnan hátt. Hann gagnrýndi það þó að lögregla hafi komið í veg fyrir að blaðamenn fengju að sækja blaðamannafund andstæðingsins Chamisa. „Það sem gerðist á Bronte-hótelinu á ekki að eiga sér stað í okkar samfélagi og við erum nú að rannsaka málið,“ tísti Mnangagwa. Eftirlitsaðilar á vegum Evrópusambandsins sögðu á miðvikudag að ýmislegt hefði mátt betur fara. Fjölmiðlar hafi hvergi nærri verið hlutlausir, hræðsluáróðri hafi verið beint að kjósendum og þá sé landskjörstjórn rúin trausti. Simbabveski miðillinn Newsday greindi frá því í gær að kjörstjórn hafi til að mynda lýst þingframbjóðanda ZANU-PF í Chegutu West sigurvegara en eftir að hafa farið fram á að sjá tölurnar var frambjóðandi MDC lýstur réttmætur sigurvegari. Stræti Harare voru, samkvæmt simbabveskum fjölmiðlum, óvenju hljóðlát í gær þrátt fyrir að borgin sé helsta vígi MDC. Lögreglumenn voru á hverju strái en líklega voru MDC-liðar hræddir við að mótmæla eftir atburði miðvikudagsins. Brutust þá út átök milli mótmælenda og lögreglu sem kostuðu sex mótmælendur lífið. Birtist í Fréttablaðinu Simbabve Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Simbabve Nelson Chamisa, leiðtogi Hreyfingarinnar fyrir lýðræðisumbætur (MDC), viðurkennir ekki úrslit forsetakosninga Simbabve. Chamisa laut í lægra haldi fyrir Emmerson Mnangagwa, sitjandi forseta og frambjóðanda Afríska þjóðarbandalags Simbabve (ZANU-PF). Tilkynnt var um úrslitin á fimmtudagskvöld en kosið var á mánudag. Chamisa fékk 44,3 prósent atkvæða, Mnangagwa 50,8 prósent og slapp þannig við aðra umferð kosninga. „Þessi skandall landskjörstjórnar, að birta ósannreyndar og falskar niðurstöður, er harmleikur. Kjörstjórn neitaði eftirlitsfulltrúum okkar um aðgang að niðurstöðunum áður en þær voru kynntar almenningi. Kjörstjórn verður að birta raunverulegar og sannreyndar niðurstöður sem báðir flokkar samþykkja. Þessi skortur á gagnsæi, sannleika, almennu siðferði og samfélagslegum gildum er ótrúlegur,“ tísti stjórnarandstöðuleiðtoginn í gær. Chamisa sagði á blaðamannafundi að hann myndi leita allra leiða til þess að fá niðurstöðunni hnekkt. Hann væri tilbúinn að fara fyrir dómstóla með málið. Flokkur hans, MDC, hafði fullyrt eftir kosningarnar að Chamisa væri sigurvegari. Chamisa sagði til að mynda sjálfur að ef Mnangagwa hefði í raun unnið hefðu niðurstöðurnar verið kynntar fyrr. Landskjörstjórn hafi tafið tilkynninguna til þess að „eiga við tölurnar“. Mnangagwa hafnaði öllum ásökunum um svindl í gær og sagðist einfaldlega hafa unnið á sanngjarnan hátt. Hann gagnrýndi það þó að lögregla hafi komið í veg fyrir að blaðamenn fengju að sækja blaðamannafund andstæðingsins Chamisa. „Það sem gerðist á Bronte-hótelinu á ekki að eiga sér stað í okkar samfélagi og við erum nú að rannsaka málið,“ tísti Mnangagwa. Eftirlitsaðilar á vegum Evrópusambandsins sögðu á miðvikudag að ýmislegt hefði mátt betur fara. Fjölmiðlar hafi hvergi nærri verið hlutlausir, hræðsluáróðri hafi verið beint að kjósendum og þá sé landskjörstjórn rúin trausti. Simbabveski miðillinn Newsday greindi frá því í gær að kjörstjórn hafi til að mynda lýst þingframbjóðanda ZANU-PF í Chegutu West sigurvegara en eftir að hafa farið fram á að sjá tölurnar var frambjóðandi MDC lýstur réttmætur sigurvegari. Stræti Harare voru, samkvæmt simbabveskum fjölmiðlum, óvenju hljóðlát í gær þrátt fyrir að borgin sé helsta vígi MDC. Lögreglumenn voru á hverju strái en líklega voru MDC-liðar hræddir við að mótmæla eftir atburði miðvikudagsins. Brutust þá út átök milli mótmælenda og lögreglu sem kostuðu sex mótmælendur lífið.
Birtist í Fréttablaðinu Simbabve Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent