Nær Cody Garbrandt að endurheimta beltið? Pétur Marinó Jónsson skrifar 4. ágúst 2018 17:00 Dillashaw fagnar í fyrri bardaga þeirra. Vísir/Getty UFC 227 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Besti bardagamaður heims fer í enn eina titilvörnina og fyrrum meistari reynir að endurheimta tapað belti. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir T.J. Dillashaw og Cody Garbrandt. Um endurat (e. rematch) er að ræða en þeir mættust í nóvember í fyrra. Þá var Garbrandt meistari en Dillashaw varð aftur bantamvigtarmeistari eftir rothögg í 2. lotu eins og má sjá hér. Fyrir akkúrat níu mánuðum síðan var Cody Garbrandt á leið í sína fyrstu titilvörn. Titilvörnin fór ekki eins og vonir stóðu til og fær hann nú annað tækifæri til að endurheimta beltið. Óhætt er að segja að sagan sé ekki með Garbrandt. Þegar fyrrum meistari fær strax annað tækifæri gegn ríkjandi meistara (án þess að hvorugur berjist við aðra andstæðinga) hefur fyrrum meistarinn alltaf tapað síðan 2004. Randy Couture tapaði léttþungavigtarbeltinu sínu til Vitor Belfort í janúar 2004. Hann fékk þó tækifæri á að endurheimta beltið nokkrum mánuðum síðar og sigraði þá Belfort. Síðan þá hafa fimm fyrrum meistarar reynt hið sama en alltaf mistekist. Nú síðast sáum við Joanna Jedrzejczyk reyna að endurheimta beltið af Rose Namajunas en eins og svo oft áður hélt meistarinn titlinum. Garbrandt er því ekki með söguna með sér og gæti verið kominn í leiðinlega stöðu tapi hann í kvöld. Það yrði hans annað tap gegn ríkjandi meistara og yrði það því ansi ólíklegt að Garbrandt fengi aftur séns á beltinu á meðan Dillashaw er meistari. Það er því ansi mikið undir fyrir Garbrandt. Garbrandt á þó góðan séns í kvöld enda var hann ekki langt frá því að rota Dillashaw í fyrra. Bardaginn verður væntanlega gríðarlega jafn eins og fyrri bardaginn og gætu smá mistök reynst ansi dýrkeypt. Eins og áður segir mun besti bardagamaður heims, Demetrious Johnson, berjast í kvöld. Hann mætir Henry Cejudo en sá bardagi er einnig endurat. Fyrri bardagi þeirra var ekki eins jafn eins og viðureign Dillashaw og Garbrandt. Johnson kláraði Cejudo með höggum eftir tæpar þrjár mínútur í fyrstu lotu og spurning hvort Cejudo geti staðið betur í honum í þetta sinn. Cejudo tók gull á Ólympíuleikunum 2008 í frjálsri glímu og ætlar sér nú að taka gullið í fluguvigt UFC. UFC 227 fer fram í kvöld í Los Angeles en bein útsending hefst kl. 2 í nótt á Stöð 2 Sport 2. MMA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sjá meira
UFC 227 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Besti bardagamaður heims fer í enn eina titilvörnina og fyrrum meistari reynir að endurheimta tapað belti. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir T.J. Dillashaw og Cody Garbrandt. Um endurat (e. rematch) er að ræða en þeir mættust í nóvember í fyrra. Þá var Garbrandt meistari en Dillashaw varð aftur bantamvigtarmeistari eftir rothögg í 2. lotu eins og má sjá hér. Fyrir akkúrat níu mánuðum síðan var Cody Garbrandt á leið í sína fyrstu titilvörn. Titilvörnin fór ekki eins og vonir stóðu til og fær hann nú annað tækifæri til að endurheimta beltið. Óhætt er að segja að sagan sé ekki með Garbrandt. Þegar fyrrum meistari fær strax annað tækifæri gegn ríkjandi meistara (án þess að hvorugur berjist við aðra andstæðinga) hefur fyrrum meistarinn alltaf tapað síðan 2004. Randy Couture tapaði léttþungavigtarbeltinu sínu til Vitor Belfort í janúar 2004. Hann fékk þó tækifæri á að endurheimta beltið nokkrum mánuðum síðar og sigraði þá Belfort. Síðan þá hafa fimm fyrrum meistarar reynt hið sama en alltaf mistekist. Nú síðast sáum við Joanna Jedrzejczyk reyna að endurheimta beltið af Rose Namajunas en eins og svo oft áður hélt meistarinn titlinum. Garbrandt er því ekki með söguna með sér og gæti verið kominn í leiðinlega stöðu tapi hann í kvöld. Það yrði hans annað tap gegn ríkjandi meistara og yrði það því ansi ólíklegt að Garbrandt fengi aftur séns á beltinu á meðan Dillashaw er meistari. Það er því ansi mikið undir fyrir Garbrandt. Garbrandt á þó góðan séns í kvöld enda var hann ekki langt frá því að rota Dillashaw í fyrra. Bardaginn verður væntanlega gríðarlega jafn eins og fyrri bardaginn og gætu smá mistök reynst ansi dýrkeypt. Eins og áður segir mun besti bardagamaður heims, Demetrious Johnson, berjast í kvöld. Hann mætir Henry Cejudo en sá bardagi er einnig endurat. Fyrri bardagi þeirra var ekki eins jafn eins og viðureign Dillashaw og Garbrandt. Johnson kláraði Cejudo með höggum eftir tæpar þrjár mínútur í fyrstu lotu og spurning hvort Cejudo geti staðið betur í honum í þetta sinn. Cejudo tók gull á Ólympíuleikunum 2008 í frjálsri glímu og ætlar sér nú að taka gullið í fluguvigt UFC. UFC 227 fer fram í kvöld í Los Angeles en bein útsending hefst kl. 2 í nótt á Stöð 2 Sport 2.
MMA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sjá meira