Óvæntur sigur Henry Cejudo á Demetrious Johnson Pétur Marinó Jónsson skrifar 5. ágúst 2018 06:35 UFC 227 fór fram í nótt í Los Angeles þar sem tveir titilbardagar voru á dagskrá. Henry Cejudo náði ansi óvæntum sigri á Demetrious Johnson og T.J. Dillashaw varði titilinn sinn. Það er kominn nýr meistari í fluguvigt UFC. Fyrir bardagakvöldið í nótt hafði aðeins einn maður haldið titlinum í fluguvigt en nú hefur Henry Cejudo ritað nafn sitt á spjöld sögunnar. Sigursælasti meistari í sögu UFC, Demetrious Johnson, tapaði fyrir Henry Cejudo í nótt eftir klofna dómaraákvörðun. Bardaginn var gríðarlega jafn og taktískur en Cejudo fór með sigur af hólmi. Cejudo er þar með fyrsti maðurinn til að vinna gullverðlaun á Ólympíuleikunum og titil í UFC. Þetta var aftur á móti fyrsta tap Johnson í fluguvigt og fyrsta tap hans síðan í október 2011. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir T.J. Dillashaw og Cody Garbrandt um bantamvigtartitilinn. Fyrri bardagi þeirra endaði með rothöggi í 2. lotu Dillashaw í vil og var það sama uppi á teningnum í þetta sinn. Er þeir skiptust á höggum í 1. lotu vankaðist Garbrandt og tókst Dillashaw að klára bardagann með tæknilegu rothöggi í 1. lotu. Garbrandt reyndi allt sem hann gat til að þrauka en Dillashaw var of öflugur. Þar með hefur Dillashaw klárað Garbrandt tvisvar á tæpu ári og þarf ansi margt að breytast til að Garbrandt fái annað tækifæri á titlinum á meðan Dillashaw er meistari. Bardagakvöldið var skemmtilegt en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Nær Cody Garbrandt að endurheimta beltið? UFC 227 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Besti bardagamaður heims fer í enn eina titilvörnina og fyrrum meistari reynir að endurheimta tapað belti. 4. ágúst 2018 17:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í 5. gír í seinni Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sjá meira
UFC 227 fór fram í nótt í Los Angeles þar sem tveir titilbardagar voru á dagskrá. Henry Cejudo náði ansi óvæntum sigri á Demetrious Johnson og T.J. Dillashaw varði titilinn sinn. Það er kominn nýr meistari í fluguvigt UFC. Fyrir bardagakvöldið í nótt hafði aðeins einn maður haldið titlinum í fluguvigt en nú hefur Henry Cejudo ritað nafn sitt á spjöld sögunnar. Sigursælasti meistari í sögu UFC, Demetrious Johnson, tapaði fyrir Henry Cejudo í nótt eftir klofna dómaraákvörðun. Bardaginn var gríðarlega jafn og taktískur en Cejudo fór með sigur af hólmi. Cejudo er þar með fyrsti maðurinn til að vinna gullverðlaun á Ólympíuleikunum og titil í UFC. Þetta var aftur á móti fyrsta tap Johnson í fluguvigt og fyrsta tap hans síðan í október 2011. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir T.J. Dillashaw og Cody Garbrandt um bantamvigtartitilinn. Fyrri bardagi þeirra endaði með rothöggi í 2. lotu Dillashaw í vil og var það sama uppi á teningnum í þetta sinn. Er þeir skiptust á höggum í 1. lotu vankaðist Garbrandt og tókst Dillashaw að klára bardagann með tæknilegu rothöggi í 1. lotu. Garbrandt reyndi allt sem hann gat til að þrauka en Dillashaw var of öflugur. Þar með hefur Dillashaw klárað Garbrandt tvisvar á tæpu ári og þarf ansi margt að breytast til að Garbrandt fái annað tækifæri á titlinum á meðan Dillashaw er meistari. Bardagakvöldið var skemmtilegt en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Nær Cody Garbrandt að endurheimta beltið? UFC 227 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Besti bardagamaður heims fer í enn eina titilvörnina og fyrrum meistari reynir að endurheimta tapað belti. 4. ágúst 2018 17:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í 5. gír í seinni Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sjá meira
Nær Cody Garbrandt að endurheimta beltið? UFC 227 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Besti bardagamaður heims fer í enn eina titilvörnina og fyrrum meistari reynir að endurheimta tapað belti. 4. ágúst 2018 17:00