Fótbolti

Flautumark tryggði sigurinn gegn Færeyjum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Íslenski hópurinn í stuði.
Íslenski hópurinn í stuði. vísir/ksí
Íslenska landsliðið í fótbolta karla skipað leikmönnum sextán ára og yngri vann 2-1 sigur á Færeyjum á Norðurlandamótinu U16 ára.

Spilað er í Færeyjum en fyrsti andstæðingur strákanna var gegn heimamönnum og þeir reyndust heldur betur erfðir andstæðingar.

Heimamenn komust yfir með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Ísland brenndi af víti í fyrri hálfleik. Kristall Máni Ingason, leikmaður FCK, jafnaði metin fyrir Ísland í síðari hálfleik.

Er komið var fram í uppbótartíma kom sigurmarkið. Eftir aukaspyrnu utan af kanti náði Skagamaðurinn Oliver Stefánsson að koma fæti í boltann og tryggja Íslandi sigur.

Ísland mætir Kína á þriðjudaginn klukkan ellefu en Kína er gestalið á mótinu. Sigurmark Íslands má svo sjá hér að neðan.

Byrjunarlið Íslands:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×