Samkvæmt lögreglunni á svæðinu særðust allt að 70 manns, þar sem hluti brúarinnar hrundi við sprenginguna. Lögregla telur að árekstur hafi valdið sprengingunni. Meðal hinna særðu voru 11 lögreglumenn sem sinntu viðbragðsstörfum í tengslum við annað bílslys sem orðið hafði á svæðinu.
Ítalska fréttastofan Sky TG24 greindi frá því að eldurinn sem kviknaði í kjölfar sprengingarinnar hefði dreift úr sér og valdið töluverðum skemmdum á bílum sem lagt var í bílastæðahúsi undir brúnni þar sem sprengingin varð.
Nærstaddir kveðast margir hafa orðið fyrir glerbrotum sem skutust um svæðið þegar bílarnir og rúður í nálægum byggingum sprungu.
Viðbragðsaðilum, lögreglu og slökkviliði, tókst að ráða niðurlögum eldsins sem fylgdi í kjölfar sprengingarinnar um það bil þremur klukkustundum eftir sprenginguna.
Hraðbrautum norðan við Bologna, skömmu frá þar sem sprengingin átti sér stað, hefur verið lokað um óákveðinn tíma.
#BorgoPanigale #6ago 15.00, squadre #vigilidelfuoco al lavoro: inviate sul posto sezioni operative, nucleo #usar e #cinofili. In corso la ricognizione aerea elicottero reparto volo di Bologna pic.twitter.com/TtPdGSFWz1
— Vigili del Fuoco (@emergenzavvf) August 6, 2018