Refsiaðgerðir gegn Íran taka gildi í nótt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. ágúst 2018 20:09 Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst fylgja refsiaðgerðum gegn Íran eftir til fulls. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann hyggst fylgja eftir refsiaðgerðum gegn Íran, eftir að Bandaríkin drógu sig úr alþjóðlegu kjarnorkusamkomulagi í vor sem undirritað var árið 2015 en það var í stjórnartíð Baracks Obama. Í refsiaðgerðunum felast viðskiptaþvinganir gegn Íran, þá helst bílaiðnaðinum þar í landi. Þá koma refsiaðgerðirnar illa við viðskipti með gull og aðra málma. Þvinganirnar taka gildi klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma.BBC greinir frá því að Trump segist vera fullviss um að fjárhagslegar þrýstiaðgerðir sem þessar muni á endanum þvinga írönsk stjórnvöld til að ganga að samningaborðinu að nýju og láta af „illum gjörðum“ sínum. Þá varaði forsetinn við því að einstaklingar eða stofnanir sem virða ekki viðskiptabannið muni eiga von á „alvarlegum afleiðingum.“„Viðræður krefjast heiðarleika“Forseti Írans, Hassan Rouhani, kallaði aðgerðir Trumps „sálfræðihernað“ og taldi litlar líkur á því að samningar næðust á milli ríkjanna áður en refsiaðgerðirnar tækju gildi. „Við erum alltaf opin fyrir viðræðum og lipurð í alþjóðlegum samskiptum en það er eitthvað sem krefst heiðarleika,“ bætti Rouhani við og skaut þannig föstum skotum á Trump. Bretland, Frakkland og Þýskaland, sem einnig áttu aðild að kjarnorkusamningnum hafa lýst því yfir að þau harmi aðgerðir Bandaríkjamanna. Utanríkisráðherrar ríkjanna þriggja gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem ítrekað var að samkomulagið væri „nauðsynlegt“ fyrir öryggi og frið í heiminum. Þessi ríki hafa einnig lýst því yfir að þau hyggist heiðra samkomulagið. Auk Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og Þýskalands voru Rússland og Kína aðilar að samkomulaginu, en þessi ríki hafa ekki tjáð sig opinberlega um ákvörðun forsetans.Hassan Rouhani, forseti Írans, gefur lítið fyrir orð Trumps um samningaviðræður.Vísir/GettyEnn frekari refsiaðgerðir í sjónmáliEnn frekari refsiaðgerðir taka svo gildi þann 5. nóvember, náist ekkert samkomulag milli ríkjanna. Þær aðgerðir munu ná til íranskra orkufyrirtækja, skipaframleiðenda og olíuiðnaðarins í landinu. Auk þess munu aðgerðirnar ná yfir alþjóðleg fjármálaviðskipti erlendra fjármálastofnanna við seðlabanka Írans. „Ég er ánægður að mörg alþjóðleg fyrirtæki hafi þegar tilkynnt áform sín um að yfirgefa íranska markaðinn og þó nokkur ríki munu draga úr eða hætta með öllu innflutningi sínum á íranskri hráolíu,“ segir í tilkynningu frá Bandaríkjaforseta. „Við hvetjum allar þjóðir til að fara að okkar fordæmi og gera írönskum stjórnvöldum það ljóst að þau hafa einungis tvo valkosti; annaðhvort breyta þau ógnandi og ótraustvekjandi hegðun sinni ellegar halda áfram að ýta undir efnahagslega einangrun eigin ríkis.“Trump segir samkomulagið „einhliða.“ Kjarnorkusamkomulagið frá 2015 fólst í því að Íran myndi láta af vafasömum athöfnum sínum í tengslum við kjarnorkuvígbúnað í skiptum fyrir tilslakanir áðurnefndra ríkja á viðskiptaþvingunum gegn landinu. Barack Obama, þáverandi forseti Bandaríkjanna, taldi að samningurinn myndi koma í veg fyrir að Íranir þróuðu kjarnorkuvopn og að það minnkaði líkurnar á kjarnorkustríði í heiminum. Trump hefur aftur á móti haldið því fram að samkomulagið sé „hræðilegt“ og „einhliða“. Donald Tump (t.v.) er ósammála forvera sínum í starfi, Barack Obama (t.h.), þegar kemur að kjarnorkusamkomulaginu við Íran.Vísir/Getty Bandaríkin Donald Trump Stj.mál Tengdar fréttir Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44 Trump segist tilbúinn að hitta forseta Írans Aðeins vika er síðan Bandaríkjaforseti hafði í hótunum við Íransforseta á Twitter. 30. júlí 2018 22:32 Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Benjamin netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. 30. apríl 2018 18:09 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann hyggst fylgja eftir refsiaðgerðum gegn Íran, eftir að Bandaríkin drógu sig úr alþjóðlegu kjarnorkusamkomulagi í vor sem undirritað var árið 2015 en það var í stjórnartíð Baracks Obama. Í refsiaðgerðunum felast viðskiptaþvinganir gegn Íran, þá helst bílaiðnaðinum þar í landi. Þá koma refsiaðgerðirnar illa við viðskipti með gull og aðra málma. Þvinganirnar taka gildi klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma.BBC greinir frá því að Trump segist vera fullviss um að fjárhagslegar þrýstiaðgerðir sem þessar muni á endanum þvinga írönsk stjórnvöld til að ganga að samningaborðinu að nýju og láta af „illum gjörðum“ sínum. Þá varaði forsetinn við því að einstaklingar eða stofnanir sem virða ekki viðskiptabannið muni eiga von á „alvarlegum afleiðingum.“„Viðræður krefjast heiðarleika“Forseti Írans, Hassan Rouhani, kallaði aðgerðir Trumps „sálfræðihernað“ og taldi litlar líkur á því að samningar næðust á milli ríkjanna áður en refsiaðgerðirnar tækju gildi. „Við erum alltaf opin fyrir viðræðum og lipurð í alþjóðlegum samskiptum en það er eitthvað sem krefst heiðarleika,“ bætti Rouhani við og skaut þannig föstum skotum á Trump. Bretland, Frakkland og Þýskaland, sem einnig áttu aðild að kjarnorkusamningnum hafa lýst því yfir að þau harmi aðgerðir Bandaríkjamanna. Utanríkisráðherrar ríkjanna þriggja gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem ítrekað var að samkomulagið væri „nauðsynlegt“ fyrir öryggi og frið í heiminum. Þessi ríki hafa einnig lýst því yfir að þau hyggist heiðra samkomulagið. Auk Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og Þýskalands voru Rússland og Kína aðilar að samkomulaginu, en þessi ríki hafa ekki tjáð sig opinberlega um ákvörðun forsetans.Hassan Rouhani, forseti Írans, gefur lítið fyrir orð Trumps um samningaviðræður.Vísir/GettyEnn frekari refsiaðgerðir í sjónmáliEnn frekari refsiaðgerðir taka svo gildi þann 5. nóvember, náist ekkert samkomulag milli ríkjanna. Þær aðgerðir munu ná til íranskra orkufyrirtækja, skipaframleiðenda og olíuiðnaðarins í landinu. Auk þess munu aðgerðirnar ná yfir alþjóðleg fjármálaviðskipti erlendra fjármálastofnanna við seðlabanka Írans. „Ég er ánægður að mörg alþjóðleg fyrirtæki hafi þegar tilkynnt áform sín um að yfirgefa íranska markaðinn og þó nokkur ríki munu draga úr eða hætta með öllu innflutningi sínum á íranskri hráolíu,“ segir í tilkynningu frá Bandaríkjaforseta. „Við hvetjum allar þjóðir til að fara að okkar fordæmi og gera írönskum stjórnvöldum það ljóst að þau hafa einungis tvo valkosti; annaðhvort breyta þau ógnandi og ótraustvekjandi hegðun sinni ellegar halda áfram að ýta undir efnahagslega einangrun eigin ríkis.“Trump segir samkomulagið „einhliða.“ Kjarnorkusamkomulagið frá 2015 fólst í því að Íran myndi láta af vafasömum athöfnum sínum í tengslum við kjarnorkuvígbúnað í skiptum fyrir tilslakanir áðurnefndra ríkja á viðskiptaþvingunum gegn landinu. Barack Obama, þáverandi forseti Bandaríkjanna, taldi að samningurinn myndi koma í veg fyrir að Íranir þróuðu kjarnorkuvopn og að það minnkaði líkurnar á kjarnorkustríði í heiminum. Trump hefur aftur á móti haldið því fram að samkomulagið sé „hræðilegt“ og „einhliða“. Donald Tump (t.v.) er ósammála forvera sínum í starfi, Barack Obama (t.h.), þegar kemur að kjarnorkusamkomulaginu við Íran.Vísir/Getty
Bandaríkin Donald Trump Stj.mál Tengdar fréttir Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44 Trump segist tilbúinn að hitta forseta Írans Aðeins vika er síðan Bandaríkjaforseti hafði í hótunum við Íransforseta á Twitter. 30. júlí 2018 22:32 Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Benjamin netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. 30. apríl 2018 18:09 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44
Trump segist tilbúinn að hitta forseta Írans Aðeins vika er síðan Bandaríkjaforseti hafði í hótunum við Íransforseta á Twitter. 30. júlí 2018 22:32
Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Benjamin netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. 30. apríl 2018 18:09