Ætla sér í úrslitaleik gegn Ajax Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. ágúst 2018 10:30 Þór/KA hefur leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld. vísir/þórir Íslandsmeistarar Þórs/KA eru nú staddar í Norður-Írlandi þar sem þær munu taka þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrirkomulagið er þannig að fjögur lið leika í riðli og kemst efsta lið riðilsins áfram í 32-liða úrslit keppninnar en Þór/KA hefur tvívegis leikið í Meistaradeild Evrópu og fór liðið í bæði skiptin beint í 32-liða úrslit. Þór/KA er í riðli með Norður-Írlandsmeisturum Linfield, Írlandsmeisturum Wexford Youths og hollenska stórveldinu Ajax sem kemur inn í keppnina sem bikarmeistari Hollands. Donni: Ætlum okkur áfram úr riðlinumDonni, þjálfari Þórs/KA.vísir/eyþórÁ heimasíðu Þórs má finna veglega upphitun fyrir keppnina þar sem meðal annars er ítarlegt viðtal við þjálfara liðsins, Halldór Jón Sigurðsson, jafnan kallaður Donni. „Þetta verður mikil reynsla fyrir okkur öll. Fyrir Þór/KA, fyrir stelpurnar, fyrir mig og okkur öll sem standa að þessu. Þetta er búið að vera mikið ferli og mikið umstang fyrir þessa keppni. Þetta er stórt tækifæri fyrir leikmennina að sýna sig og verður án efa mjög gaman,“ segir Donni. Hann kveðst hafa kynnt sér andstæðingana vel og reiknar með Ajax sem sterkasta liðinu. „Við vitum mest um Ajax. Ég er með aðgang að mörgum leikjum hjá þeim. Þær eru sterkasta liðið, eru í efsta styrkleikaflokknum í riðlinum. Það verður klárlega erfiðasti leikurinn. Ef allt er eðlilegt verður það úrslitaleikurinn í riðlinum,“ segir Donni í samtali við Þórsport sem sjá má í heild sinni neðst í fréttinni. Leikið á gervigrasi í kvöldÞór/KA hefur leik í kvöld gegn heimakonum í Linfield og hefst leikurinn klukkan 18:30. Allir leikir riðlakeppninnar fara fram í höfuðborginni Belfast en í kvöld spilar Þór/KA á Seaview leikvangnum þar sem er gervigras. Völlurinn tekur tæplega 3500 manns í sæti.Á heimasíðu Þórs má einnig nálgast upphitunarpistla fyrir hvern leik. Þar segir jafnframt að til standi að sýna leikina beint í gegnum Youtube-síðu félagsins. Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Íslandsmeistarar Þórs/KA eru nú staddar í Norður-Írlandi þar sem þær munu taka þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrirkomulagið er þannig að fjögur lið leika í riðli og kemst efsta lið riðilsins áfram í 32-liða úrslit keppninnar en Þór/KA hefur tvívegis leikið í Meistaradeild Evrópu og fór liðið í bæði skiptin beint í 32-liða úrslit. Þór/KA er í riðli með Norður-Írlandsmeisturum Linfield, Írlandsmeisturum Wexford Youths og hollenska stórveldinu Ajax sem kemur inn í keppnina sem bikarmeistari Hollands. Donni: Ætlum okkur áfram úr riðlinumDonni, þjálfari Þórs/KA.vísir/eyþórÁ heimasíðu Þórs má finna veglega upphitun fyrir keppnina þar sem meðal annars er ítarlegt viðtal við þjálfara liðsins, Halldór Jón Sigurðsson, jafnan kallaður Donni. „Þetta verður mikil reynsla fyrir okkur öll. Fyrir Þór/KA, fyrir stelpurnar, fyrir mig og okkur öll sem standa að þessu. Þetta er búið að vera mikið ferli og mikið umstang fyrir þessa keppni. Þetta er stórt tækifæri fyrir leikmennina að sýna sig og verður án efa mjög gaman,“ segir Donni. Hann kveðst hafa kynnt sér andstæðingana vel og reiknar með Ajax sem sterkasta liðinu. „Við vitum mest um Ajax. Ég er með aðgang að mörgum leikjum hjá þeim. Þær eru sterkasta liðið, eru í efsta styrkleikaflokknum í riðlinum. Það verður klárlega erfiðasti leikurinn. Ef allt er eðlilegt verður það úrslitaleikurinn í riðlinum,“ segir Donni í samtali við Þórsport sem sjá má í heild sinni neðst í fréttinni. Leikið á gervigrasi í kvöldÞór/KA hefur leik í kvöld gegn heimakonum í Linfield og hefst leikurinn klukkan 18:30. Allir leikir riðlakeppninnar fara fram í höfuðborginni Belfast en í kvöld spilar Þór/KA á Seaview leikvangnum þar sem er gervigras. Völlurinn tekur tæplega 3500 manns í sæti.Á heimasíðu Þórs má einnig nálgast upphitunarpistla fyrir hvern leik. Þar segir jafnframt að til standi að sýna leikina beint í gegnum Youtube-síðu félagsins.
Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira