Sport

Aníta komin í undanúrslit á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir. Vísir/EPA
Aníta Hinriksdóttir er komin í undanúrslit í 800 metra hlaupi á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Berlín í Þýskalandi.

Það nægði Anítu að ná fimmta besta tímanum í sínum riðli í undanrásunum en hún var ein af fjórum sem komust áfram á tíma.

Þrjár efstu komust áfram úr hverjum riðli en að auki þær fjórar sem voru með bestan tíma af þeim sem náðu ekki eina af þremur efstu sætunum.

Aníta kom í mark á 2:02.15 mínútum sem var þriðji besi u tíminn hjá þeim sem náðu ekki inn á topp þrjú í sínum riðli.

Litháinn Egle Balciunaite sem var næst á eftir Anítu í hennar riðli komst líka áfram á tíma.

Aníta var með ellefta besta tímann í undanrásunum þegar við tökum saman alla tímanna sem þýðir að fimm stelpur komust áfram á lakari tíma en okkar kona.

Það má sjá öll úrslitin með því að smella hér og samantektina hér.

Undanúrslitahlaupið fer fram annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×