Stjórnvöld í hart gegn stjórnarandstöðu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. ágúst 2018 06:00 Stuðningsmaður MDC sýnir merki flokksins á meðan henni er fylgt inn í fangabíl. 27 meðlimir MDC hafa verið handteknir vegna átaka síðasta miðvikudags í Harare. Stjórnvöld eru sögð ganga fram með mikilli hörku. Vísir/AFP Lögregla í Simbabve lýsti í gær eftir níu háttsettum meðlimum Hreyfingarinnar fyrir lýðræðisumbætur (MDC), stærsta stjórnarandstöðuflokks Simbabve sem laut í lægra haldi gegn Afríska þjóðarbandalagi Simbabve (ZANU-PF) í þingkosningum og naumlega í forsetakosningum síðustu viku. Ríkisblaðið Herald greindi frá þessu. Stjórnarandstæðingarnir eru sakaðir um að hafa kynt undir „ólöglegum mótmælum“ á miðvikudaginn fyrir viku. Átök brutust þá út á milli lögreglu og MDC-liða. Sex mótmælendur létu lífið. Tendai Biti, áður fjármálaráðherra og nú leiðtogi innan MDC, er að auki sakaður um að hafa „með ólöglegum hætti“ greint frá því að Nelson Chamisa, frambjóðandi MDC, hefði unnið forsetakosningarnar. Auk hans var lýst eftir formanninum Morgan Komich, ungliðaleiðtoganum Happymore Chidziva auk sex annarra. Alþjóðlegu samtökin Mannréttindavaktin (HRW) fordæmdu í gær meinta aðför lögreglu og hers Simbabve að stjórnarandstæðingum. Í yfirlýsingu HRW kom meðal annars fram að lögregla, hermenn og óbreyttir, vopnaðir borgarar hafi gengið í skrokk á og áreitt MDC-liða í Harare allt frá kjördegi. Heimildarmaður HRW í Chitungwiza-hverfi sagði til dæmis frá því að hermaður hefði sagt honum, á meðan höggin dundu á honum, að verið væri að refsa honum fyrir að kjósa rangan frambjóðanda. Jafnframt var greint frá því að sex grímuklæddir menn hefðu brotist inn á heimili fyrrnefnds Chidziva og hótað konu þar lífláti.Nelson Chamisa er ekki par sáttur við kjörstjórn landsins.Vísir/APSibusiso Moyo utanríkisráðherra vísaði þessum ásökunum á bug í gær. „Ríkisstjórnin hefur ekki heyrt af neinum barsmíðum eða mannránum. Það berst mikið af röngum upplýsingum af samfélagsmiðlum,“ hafði Herald eftir honum. Ríkisdagblaðið hefur undanfarið birt fjölda frétta þar sem sagt er frá því að kosningarnar hafi verið sanngjarnar og löglegar, en Chamisa og stuðningsmenn hans hafa haldið því fram að niðurstöðunum hafi verið hagrætt. Þá gerðu eftirlitsmenn á vegum ESB alvarlegar athugasemdir við aðdragandann og framkvæmdina. Herald birti í gær frétt um kosningarnar þar sem stóð: „Emmerson Mnangagwa er þjóðarleiðtogi og vinsældir hans sjást augljóslega á þeim fjölda atkvæða sem hann fékk í forsetakosningunum.“ Þá hefur miðillinn að auki tekið viðtöl við MDC-liða, ósátta við Chamisa, sem hafa lýst því yfir að kosningarnar hafi verið sanngjarnar. Chamisa sjálfur hefur hins vegar ekki gefist upp. „Ég er nýbúinn að fara í gegnum sönnunargögnin og eyðublöð frá kjörstöðum um gjörvallt Simbabve. Við UNNUM þessar kosningar afgerandi. Tölur landskjörstjórnar eru falsaðar og þeim hagrætt í hag fráfarandi forseta. Við erum tilbúin fyrir innsetningarathöfnina og myndun nýrrar ríkisstjórnar,“ tísti Chamisa í gær. Ekki er þó útlit fyrir að hann verði settur inn í embætti forseta. Birtist í Fréttablaðinu Simbabve Tengdar fréttir Ólíklegt að hagræðingarásakanir hætti Fyrstu forsetakosningar Simbabve eftir valdatíð Mugabes fóru fram á mánudag. Niðurstöður kynntar í gærkvöldi. Útlit fyrir sigur sitjandi forseta. Stjórnarandstæðingar sögðu að niðurstöðunum yrði hagrætt. 3. ágúst 2018 06:00 Sitjandi forseti lýstur sigurvegari kosninganna í Simbabve Sex liggja í valnum eftir að herinn lét til skarar skríða gegn stjórnarandstæðingum sem hafa mótmælt meintu kosningasvindli. 2. ágúst 2018 23:20 Hvergi af baki dottinn Forsetakosningar í Simbabve draga dilk á eftir sér. Stjórnarandstæðingurinn segir niðurstöðurnar falsaðar og ætlar í mál. Forsetinn vísar ásökunum á bug. 4. ágúst 2018 09:00 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Lögregla í Simbabve lýsti í gær eftir níu háttsettum meðlimum Hreyfingarinnar fyrir lýðræðisumbætur (MDC), stærsta stjórnarandstöðuflokks Simbabve sem laut í lægra haldi gegn Afríska þjóðarbandalagi Simbabve (ZANU-PF) í þingkosningum og naumlega í forsetakosningum síðustu viku. Ríkisblaðið Herald greindi frá þessu. Stjórnarandstæðingarnir eru sakaðir um að hafa kynt undir „ólöglegum mótmælum“ á miðvikudaginn fyrir viku. Átök brutust þá út á milli lögreglu og MDC-liða. Sex mótmælendur létu lífið. Tendai Biti, áður fjármálaráðherra og nú leiðtogi innan MDC, er að auki sakaður um að hafa „með ólöglegum hætti“ greint frá því að Nelson Chamisa, frambjóðandi MDC, hefði unnið forsetakosningarnar. Auk hans var lýst eftir formanninum Morgan Komich, ungliðaleiðtoganum Happymore Chidziva auk sex annarra. Alþjóðlegu samtökin Mannréttindavaktin (HRW) fordæmdu í gær meinta aðför lögreglu og hers Simbabve að stjórnarandstæðingum. Í yfirlýsingu HRW kom meðal annars fram að lögregla, hermenn og óbreyttir, vopnaðir borgarar hafi gengið í skrokk á og áreitt MDC-liða í Harare allt frá kjördegi. Heimildarmaður HRW í Chitungwiza-hverfi sagði til dæmis frá því að hermaður hefði sagt honum, á meðan höggin dundu á honum, að verið væri að refsa honum fyrir að kjósa rangan frambjóðanda. Jafnframt var greint frá því að sex grímuklæddir menn hefðu brotist inn á heimili fyrrnefnds Chidziva og hótað konu þar lífláti.Nelson Chamisa er ekki par sáttur við kjörstjórn landsins.Vísir/APSibusiso Moyo utanríkisráðherra vísaði þessum ásökunum á bug í gær. „Ríkisstjórnin hefur ekki heyrt af neinum barsmíðum eða mannránum. Það berst mikið af röngum upplýsingum af samfélagsmiðlum,“ hafði Herald eftir honum. Ríkisdagblaðið hefur undanfarið birt fjölda frétta þar sem sagt er frá því að kosningarnar hafi verið sanngjarnar og löglegar, en Chamisa og stuðningsmenn hans hafa haldið því fram að niðurstöðunum hafi verið hagrætt. Þá gerðu eftirlitsmenn á vegum ESB alvarlegar athugasemdir við aðdragandann og framkvæmdina. Herald birti í gær frétt um kosningarnar þar sem stóð: „Emmerson Mnangagwa er þjóðarleiðtogi og vinsældir hans sjást augljóslega á þeim fjölda atkvæða sem hann fékk í forsetakosningunum.“ Þá hefur miðillinn að auki tekið viðtöl við MDC-liða, ósátta við Chamisa, sem hafa lýst því yfir að kosningarnar hafi verið sanngjarnar. Chamisa sjálfur hefur hins vegar ekki gefist upp. „Ég er nýbúinn að fara í gegnum sönnunargögnin og eyðublöð frá kjörstöðum um gjörvallt Simbabve. Við UNNUM þessar kosningar afgerandi. Tölur landskjörstjórnar eru falsaðar og þeim hagrætt í hag fráfarandi forseta. Við erum tilbúin fyrir innsetningarathöfnina og myndun nýrrar ríkisstjórnar,“ tísti Chamisa í gær. Ekki er þó útlit fyrir að hann verði settur inn í embætti forseta.
Birtist í Fréttablaðinu Simbabve Tengdar fréttir Ólíklegt að hagræðingarásakanir hætti Fyrstu forsetakosningar Simbabve eftir valdatíð Mugabes fóru fram á mánudag. Niðurstöður kynntar í gærkvöldi. Útlit fyrir sigur sitjandi forseta. Stjórnarandstæðingar sögðu að niðurstöðunum yrði hagrætt. 3. ágúst 2018 06:00 Sitjandi forseti lýstur sigurvegari kosninganna í Simbabve Sex liggja í valnum eftir að herinn lét til skarar skríða gegn stjórnarandstæðingum sem hafa mótmælt meintu kosningasvindli. 2. ágúst 2018 23:20 Hvergi af baki dottinn Forsetakosningar í Simbabve draga dilk á eftir sér. Stjórnarandstæðingurinn segir niðurstöðurnar falsaðar og ætlar í mál. Forsetinn vísar ásökunum á bug. 4. ágúst 2018 09:00 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Ólíklegt að hagræðingarásakanir hætti Fyrstu forsetakosningar Simbabve eftir valdatíð Mugabes fóru fram á mánudag. Niðurstöður kynntar í gærkvöldi. Útlit fyrir sigur sitjandi forseta. Stjórnarandstæðingar sögðu að niðurstöðunum yrði hagrætt. 3. ágúst 2018 06:00
Sitjandi forseti lýstur sigurvegari kosninganna í Simbabve Sex liggja í valnum eftir að herinn lét til skarar skríða gegn stjórnarandstæðingum sem hafa mótmælt meintu kosningasvindli. 2. ágúst 2018 23:20
Hvergi af baki dottinn Forsetakosningar í Simbabve draga dilk á eftir sér. Stjórnarandstæðingurinn segir niðurstöðurnar falsaðar og ætlar í mál. Forsetinn vísar ásökunum á bug. 4. ágúst 2018 09:00