Ósátt við að ráðherra hafni að greiða 911 milljóna rekstrartap Sveinn Arnarsson skrifar 8. ágúst 2018 06:00 Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hlíð hét Elliheimili Akureyrar er það var vígt 29. ágúst 1962 á 100 ára afmæli Akureyrarbæjar. Fréttablaðið/Heiða Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur hafnað kröfu Akureyrarbæjar um að ríkið greiði bænum rúmlega 900 milljónir króna sem bærinn telur ríkið skulda vegna uppsafnaðs halla Öldrunarheimila Akureyrar síðustu sex árin. Akureyrarbær hefur rekið öldrunarheimilin Hlíð og Lögmannshlíð á rammasamningi undanfarin ár. Í bréfi Akureyrarkaupstaðar til velferðarráðuneytisins var þess krafist að ríkið yfirtaki reksturinn í árslok ef það neitaði að greiða uppsafnaðan halla öldrunarheimilanna. Auk aldraðra Akureyringa eiga aldraðir íbúar nágrannasveitarfélaga kost á þjónustu á öldrunarheimilunum samkvæmt sérstökum samningi við nágrannasveitarfélögin. Ríkið hefur sent bænum bréf þess efnis að það neiti að greiða tapið og bendir á að Akureyrarbær hafi tekið ákvörðun um að greiða með rekstri öldrunarheimilanna. „Með því telur ráðuneytið ekki að stofnist krafa á hendur ríkinu. Ráðuneytið hafnar kröfu Akureyrarbæjar um að ríkið greiði bænum uppsafnað rekstrartap,“ segir í bréfi til bæjarins sem tveir starfsmenn ráðuneytisins skrifa fyrir hönd heilbrigðisráðherra.Hilda Jana Björnsdóttir. Fréttablaðið/Auðunn„Við urðum fyrir verulegum vonbrigðum með svarbréf velferðarráðuneytisins og finnst okkur svarið endurspegla þá afstöðu ríkisins að fjárlögin séu æðri faglegum skyldum sem ráðuneytið sjálft setur,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingar í bæjarstjórn Akureyrar. „Við fylgjumst að sjálfsögðu vel með málaferlum Garðabæjar við ríkið vegna sambærilegra deilna. Nú setjumst við yfir málið og íhugum næstu skref, en í okkar huga er mikilvægast að þessi deila bitni ekki á þjónustu við aldraða í bæjarfélaginu,“ bætir Hilda Jana. Forsvarsmenn Akureyrarbæjar munu nú fara ítarlega yfir málið og verður það meðal annars rætt á nýjan leik á fundi bæjarráðs næstkomandi fimmtudag. Málaferli Garðabæjar og ríkis í sambærilegu máli munu verða prófsteinn á það hvort Akureyrarbær leiti réttar síns til að knýja á um að ríkið greiði uppsafnaðan halla öldrunarheimilanna. Íbúar öldrunarheimilanna eru alls 182. Þar af eru hjúkrunarrými fyrir 155, dvalarrými fyrir 10 og 17 hjúkrunarrými fyrir tímabundna dvöl og hvíldardvöl. Um 260 starfsmenn vinna hjá Öldrunarheimilum Akureyrar í um 220 stöðugildum. Rekstur öldrunarheimilanna er um 2,5 milljarðar á ári. Ekki reyndist unnt að ná í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vegna málsins. Hún er stödd erlendis í fríi. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nýr bæjarstjóri á Akureyri: „Landsbyggðin þarf stöðugt að vera að minna á sig“ Ásthildur Sturludóttir var áður bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hún hefur verið ráðin nýr bæjarstjóri á Akureyri. 31. júlí 2018 15:54 L-Listi, Framsókn og Samfylking í meirihluta á Akureyri Oddvitar flokkanna tilkynntu um samkomulag sitt sameiginlega í kvöld. 31. maí 2018 23:03 Lýsa kaldranalegu viðmóti á sængurlegudeild: „Við vorum hundsuð út í eitt“ Andri Freyr Sveinsson og Guðrún Arndís Aradóttir eignuðust sitt fyrsta barn í lok maí síðastliðnum. Fjölskyldan segir kaldranalegt viðmót og afskiptaleysi af hálfu starfsfólks sængurlegudeildar Landspítalans hafa einkennt leguna á deildinni. 26. júní 2018 14:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur hafnað kröfu Akureyrarbæjar um að ríkið greiði bænum rúmlega 900 milljónir króna sem bærinn telur ríkið skulda vegna uppsafnaðs halla Öldrunarheimila Akureyrar síðustu sex árin. Akureyrarbær hefur rekið öldrunarheimilin Hlíð og Lögmannshlíð á rammasamningi undanfarin ár. Í bréfi Akureyrarkaupstaðar til velferðarráðuneytisins var þess krafist að ríkið yfirtaki reksturinn í árslok ef það neitaði að greiða uppsafnaðan halla öldrunarheimilanna. Auk aldraðra Akureyringa eiga aldraðir íbúar nágrannasveitarfélaga kost á þjónustu á öldrunarheimilunum samkvæmt sérstökum samningi við nágrannasveitarfélögin. Ríkið hefur sent bænum bréf þess efnis að það neiti að greiða tapið og bendir á að Akureyrarbær hafi tekið ákvörðun um að greiða með rekstri öldrunarheimilanna. „Með því telur ráðuneytið ekki að stofnist krafa á hendur ríkinu. Ráðuneytið hafnar kröfu Akureyrarbæjar um að ríkið greiði bænum uppsafnað rekstrartap,“ segir í bréfi til bæjarins sem tveir starfsmenn ráðuneytisins skrifa fyrir hönd heilbrigðisráðherra.Hilda Jana Björnsdóttir. Fréttablaðið/Auðunn„Við urðum fyrir verulegum vonbrigðum með svarbréf velferðarráðuneytisins og finnst okkur svarið endurspegla þá afstöðu ríkisins að fjárlögin séu æðri faglegum skyldum sem ráðuneytið sjálft setur,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingar í bæjarstjórn Akureyrar. „Við fylgjumst að sjálfsögðu vel með málaferlum Garðabæjar við ríkið vegna sambærilegra deilna. Nú setjumst við yfir málið og íhugum næstu skref, en í okkar huga er mikilvægast að þessi deila bitni ekki á þjónustu við aldraða í bæjarfélaginu,“ bætir Hilda Jana. Forsvarsmenn Akureyrarbæjar munu nú fara ítarlega yfir málið og verður það meðal annars rætt á nýjan leik á fundi bæjarráðs næstkomandi fimmtudag. Málaferli Garðabæjar og ríkis í sambærilegu máli munu verða prófsteinn á það hvort Akureyrarbær leiti réttar síns til að knýja á um að ríkið greiði uppsafnaðan halla öldrunarheimilanna. Íbúar öldrunarheimilanna eru alls 182. Þar af eru hjúkrunarrými fyrir 155, dvalarrými fyrir 10 og 17 hjúkrunarrými fyrir tímabundna dvöl og hvíldardvöl. Um 260 starfsmenn vinna hjá Öldrunarheimilum Akureyrar í um 220 stöðugildum. Rekstur öldrunarheimilanna er um 2,5 milljarðar á ári. Ekki reyndist unnt að ná í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vegna málsins. Hún er stödd erlendis í fríi.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nýr bæjarstjóri á Akureyri: „Landsbyggðin þarf stöðugt að vera að minna á sig“ Ásthildur Sturludóttir var áður bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hún hefur verið ráðin nýr bæjarstjóri á Akureyri. 31. júlí 2018 15:54 L-Listi, Framsókn og Samfylking í meirihluta á Akureyri Oddvitar flokkanna tilkynntu um samkomulag sitt sameiginlega í kvöld. 31. maí 2018 23:03 Lýsa kaldranalegu viðmóti á sængurlegudeild: „Við vorum hundsuð út í eitt“ Andri Freyr Sveinsson og Guðrún Arndís Aradóttir eignuðust sitt fyrsta barn í lok maí síðastliðnum. Fjölskyldan segir kaldranalegt viðmót og afskiptaleysi af hálfu starfsfólks sængurlegudeildar Landspítalans hafa einkennt leguna á deildinni. 26. júní 2018 14:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Nýr bæjarstjóri á Akureyri: „Landsbyggðin þarf stöðugt að vera að minna á sig“ Ásthildur Sturludóttir var áður bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hún hefur verið ráðin nýr bæjarstjóri á Akureyri. 31. júlí 2018 15:54
L-Listi, Framsókn og Samfylking í meirihluta á Akureyri Oddvitar flokkanna tilkynntu um samkomulag sitt sameiginlega í kvöld. 31. maí 2018 23:03
Lýsa kaldranalegu viðmóti á sængurlegudeild: „Við vorum hundsuð út í eitt“ Andri Freyr Sveinsson og Guðrún Arndís Aradóttir eignuðust sitt fyrsta barn í lok maí síðastliðnum. Fjölskyldan segir kaldranalegt viðmót og afskiptaleysi af hálfu starfsfólks sængurlegudeildar Landspítalans hafa einkennt leguna á deildinni. 26. júní 2018 14:30