Er á leið í forsetastól Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. ágúst 2018 06:00 Ingibjörg er nýkomin af alþjóðaþingi Delta Kappa Gamma sem haldið er annað hvert ár, þar voru 2.000 konur samankomnar. Fréttablaðið/Þórsteinn „Við viljum efla konur í fræðslustörfum, bæði faglega og persónulega og vekjum athygli á ýmsu sem betur má fara en líka því sem gott er gert,“ segir Ingibjörg Jónasdóttir um hlutverk Delta Kappa Gamma. Nú hefur hún tekið að sér forystu í Evrópusamtökunum næstu tvö árin. Þar með gengur hún inn í stjórn alþjóðasamtakanna. Ingibjörg er önnur í röð íslenskra kvenna sem gegnir þessu embætti. Hin var Sigrún Klara Hannesdóttir, doktor í bókasafns- og upplýsingafræði. Samtökin Delta Kappa Gamma voru stofnuð í Austin í Texas árið 1929 af tólf konum sem virkilega þurftu að berjast fyrir réttindum sínum innan kennarasamtaka, að sögn Ingibjargar. Hér á landi eru 13 deildir samtakanna starfandi, sú fyrsta var stofnuð 1975. Ingibjörg segir að tæplega 80 þúsund konur séu í alþjóðasamtökunum. Þau séu fjölmennust í Ameríku og næst komi Kanada. „Evrópa er eitt af fimm svæðum samtakanna. Tengsla netið er mjög mikilvægt og einnig er gott að skipta oft um stjórnir þannig að konur fái tækifæri til að starfa þar,“ segir Ingibjörg og heldur áfram: „Íslenskar konur hafa verið nokkuð öflugar innan Delta Kappa Gamma, unnumtil dæmis af krafti að því að Evrópa yrði sérstakt svæði en það gerðist fyrir 20 árum. Við erum líka óhræddar við að stíga inn í alþjóðahlutann,“ lýsir hún og segir að enn vanti víða mikið á að jafnrétti sé náð og þar geti íslenskar konur lagt sín lóð á vogarskálarnar. „Víða í löndunum er áherslan eingöngu á kennarana en við hér á Íslandi höfum reynt að víkka fókus og í okkar deildum eru til dæmis ráðgjafar, fræðslustjórar, bókasafnsfræðingar og talmeinafræðingar. Við fáum konur á fundi til að segja frá sínum rannsóknaverkefnum eða öðru áhugaverðu. Ein deild skoðaði frá ýmsum hliðum hvernig tekið er á móti nýbúum, svo dæmi sé tekið.“ Sjálf starfaði Ingibjörg sem kennari og síðan í fræðsludeild Búnaðarbankans. Hún kveðst hafa góðan grunn að byggja á í þetta nýja starf. Bæði hafi hún starfað í Delta Kappa Gamma á Íslandi og í nefndum á vegum alþjóðasamtakanna, það styrki hana í að nýta krafta sína innan Evrópusamtakanna. Birtist í Fréttablaðinu Vistaskipti Vísindi Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
„Við viljum efla konur í fræðslustörfum, bæði faglega og persónulega og vekjum athygli á ýmsu sem betur má fara en líka því sem gott er gert,“ segir Ingibjörg Jónasdóttir um hlutverk Delta Kappa Gamma. Nú hefur hún tekið að sér forystu í Evrópusamtökunum næstu tvö árin. Þar með gengur hún inn í stjórn alþjóðasamtakanna. Ingibjörg er önnur í röð íslenskra kvenna sem gegnir þessu embætti. Hin var Sigrún Klara Hannesdóttir, doktor í bókasafns- og upplýsingafræði. Samtökin Delta Kappa Gamma voru stofnuð í Austin í Texas árið 1929 af tólf konum sem virkilega þurftu að berjast fyrir réttindum sínum innan kennarasamtaka, að sögn Ingibjargar. Hér á landi eru 13 deildir samtakanna starfandi, sú fyrsta var stofnuð 1975. Ingibjörg segir að tæplega 80 þúsund konur séu í alþjóðasamtökunum. Þau séu fjölmennust í Ameríku og næst komi Kanada. „Evrópa er eitt af fimm svæðum samtakanna. Tengsla netið er mjög mikilvægt og einnig er gott að skipta oft um stjórnir þannig að konur fái tækifæri til að starfa þar,“ segir Ingibjörg og heldur áfram: „Íslenskar konur hafa verið nokkuð öflugar innan Delta Kappa Gamma, unnumtil dæmis af krafti að því að Evrópa yrði sérstakt svæði en það gerðist fyrir 20 árum. Við erum líka óhræddar við að stíga inn í alþjóðahlutann,“ lýsir hún og segir að enn vanti víða mikið á að jafnrétti sé náð og þar geti íslenskar konur lagt sín lóð á vogarskálarnar. „Víða í löndunum er áherslan eingöngu á kennarana en við hér á Íslandi höfum reynt að víkka fókus og í okkar deildum eru til dæmis ráðgjafar, fræðslustjórar, bókasafnsfræðingar og talmeinafræðingar. Við fáum konur á fundi til að segja frá sínum rannsóknaverkefnum eða öðru áhugaverðu. Ein deild skoðaði frá ýmsum hliðum hvernig tekið er á móti nýbúum, svo dæmi sé tekið.“ Sjálf starfaði Ingibjörg sem kennari og síðan í fræðsludeild Búnaðarbankans. Hún kveðst hafa góðan grunn að byggja á í þetta nýja starf. Bæði hafi hún starfað í Delta Kappa Gamma á Íslandi og í nefndum á vegum alþjóðasamtakanna, það styrki hana í að nýta krafta sína innan Evrópusamtakanna.
Birtist í Fréttablaðinu Vistaskipti Vísindi Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira