Er á leið í forsetastól Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. ágúst 2018 06:00 Ingibjörg er nýkomin af alþjóðaþingi Delta Kappa Gamma sem haldið er annað hvert ár, þar voru 2.000 konur samankomnar. Fréttablaðið/Þórsteinn „Við viljum efla konur í fræðslustörfum, bæði faglega og persónulega og vekjum athygli á ýmsu sem betur má fara en líka því sem gott er gert,“ segir Ingibjörg Jónasdóttir um hlutverk Delta Kappa Gamma. Nú hefur hún tekið að sér forystu í Evrópusamtökunum næstu tvö árin. Þar með gengur hún inn í stjórn alþjóðasamtakanna. Ingibjörg er önnur í röð íslenskra kvenna sem gegnir þessu embætti. Hin var Sigrún Klara Hannesdóttir, doktor í bókasafns- og upplýsingafræði. Samtökin Delta Kappa Gamma voru stofnuð í Austin í Texas árið 1929 af tólf konum sem virkilega þurftu að berjast fyrir réttindum sínum innan kennarasamtaka, að sögn Ingibjargar. Hér á landi eru 13 deildir samtakanna starfandi, sú fyrsta var stofnuð 1975. Ingibjörg segir að tæplega 80 þúsund konur séu í alþjóðasamtökunum. Þau séu fjölmennust í Ameríku og næst komi Kanada. „Evrópa er eitt af fimm svæðum samtakanna. Tengsla netið er mjög mikilvægt og einnig er gott að skipta oft um stjórnir þannig að konur fái tækifæri til að starfa þar,“ segir Ingibjörg og heldur áfram: „Íslenskar konur hafa verið nokkuð öflugar innan Delta Kappa Gamma, unnumtil dæmis af krafti að því að Evrópa yrði sérstakt svæði en það gerðist fyrir 20 árum. Við erum líka óhræddar við að stíga inn í alþjóðahlutann,“ lýsir hún og segir að enn vanti víða mikið á að jafnrétti sé náð og þar geti íslenskar konur lagt sín lóð á vogarskálarnar. „Víða í löndunum er áherslan eingöngu á kennarana en við hér á Íslandi höfum reynt að víkka fókus og í okkar deildum eru til dæmis ráðgjafar, fræðslustjórar, bókasafnsfræðingar og talmeinafræðingar. Við fáum konur á fundi til að segja frá sínum rannsóknaverkefnum eða öðru áhugaverðu. Ein deild skoðaði frá ýmsum hliðum hvernig tekið er á móti nýbúum, svo dæmi sé tekið.“ Sjálf starfaði Ingibjörg sem kennari og síðan í fræðsludeild Búnaðarbankans. Hún kveðst hafa góðan grunn að byggja á í þetta nýja starf. Bæði hafi hún starfað í Delta Kappa Gamma á Íslandi og í nefndum á vegum alþjóðasamtakanna, það styrki hana í að nýta krafta sína innan Evrópusamtakanna. Birtist í Fréttablaðinu Vistaskipti Vísindi Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Fleiri fréttir Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sjá meira
„Við viljum efla konur í fræðslustörfum, bæði faglega og persónulega og vekjum athygli á ýmsu sem betur má fara en líka því sem gott er gert,“ segir Ingibjörg Jónasdóttir um hlutverk Delta Kappa Gamma. Nú hefur hún tekið að sér forystu í Evrópusamtökunum næstu tvö árin. Þar með gengur hún inn í stjórn alþjóðasamtakanna. Ingibjörg er önnur í röð íslenskra kvenna sem gegnir þessu embætti. Hin var Sigrún Klara Hannesdóttir, doktor í bókasafns- og upplýsingafræði. Samtökin Delta Kappa Gamma voru stofnuð í Austin í Texas árið 1929 af tólf konum sem virkilega þurftu að berjast fyrir réttindum sínum innan kennarasamtaka, að sögn Ingibjargar. Hér á landi eru 13 deildir samtakanna starfandi, sú fyrsta var stofnuð 1975. Ingibjörg segir að tæplega 80 þúsund konur séu í alþjóðasamtökunum. Þau séu fjölmennust í Ameríku og næst komi Kanada. „Evrópa er eitt af fimm svæðum samtakanna. Tengsla netið er mjög mikilvægt og einnig er gott að skipta oft um stjórnir þannig að konur fái tækifæri til að starfa þar,“ segir Ingibjörg og heldur áfram: „Íslenskar konur hafa verið nokkuð öflugar innan Delta Kappa Gamma, unnumtil dæmis af krafti að því að Evrópa yrði sérstakt svæði en það gerðist fyrir 20 árum. Við erum líka óhræddar við að stíga inn í alþjóðahlutann,“ lýsir hún og segir að enn vanti víða mikið á að jafnrétti sé náð og þar geti íslenskar konur lagt sín lóð á vogarskálarnar. „Víða í löndunum er áherslan eingöngu á kennarana en við hér á Íslandi höfum reynt að víkka fókus og í okkar deildum eru til dæmis ráðgjafar, fræðslustjórar, bókasafnsfræðingar og talmeinafræðingar. Við fáum konur á fundi til að segja frá sínum rannsóknaverkefnum eða öðru áhugaverðu. Ein deild skoðaði frá ýmsum hliðum hvernig tekið er á móti nýbúum, svo dæmi sé tekið.“ Sjálf starfaði Ingibjörg sem kennari og síðan í fræðsludeild Búnaðarbankans. Hún kveðst hafa góðan grunn að byggja á í þetta nýja starf. Bæði hafi hún starfað í Delta Kappa Gamma á Íslandi og í nefndum á vegum alþjóðasamtakanna, það styrki hana í að nýta krafta sína innan Evrópusamtakanna.
Birtist í Fréttablaðinu Vistaskipti Vísindi Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Fleiri fréttir Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sjá meira