Twitter ætlar ekki að banna alræmdan samsæriskenningasmið Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2018 10:39 Alex Jones hefur notað samfélagsmiðla til að básúna vanstilltar samsæriskenningar sínar. Vísir/EPA Þrátt fyrir að Alex Jones, stjórnandi samsæriskenningasíðunnar Infowars, hafi sakað foreldra myrtra barna um að vera leikara og dreift staðlausum stöfum um harmleiki eins og hryðjuverkin 11. september í New York ætlar samfélagsmiðilinn Twitter ekki að banna hann líkt og önnur stór tæknifyrirtæki hafa gert. Twitter telur Jones ekki hafa brotið reglur miðilsins. Youtube og Facebook eru á meðal þeirra miðla sem hafa lokað reikningum Infowars með þeim rökum að miðillinn stundi hatursorðræðu. Jones og fjöldi íhaldsmanna hafa sakað samfélagsmiðlarisana um að ritskoða efni sem er þeim ekki þóknanlegt. Jack Dorsey, forstjóri Twitter, segir hins vegar að Jones og Infowars verði ekki bannað á sínum miðli. Ástæðan sé sú að Jones hafi ekki brotið reglur Twitter. Sagði hann að það væri rangt að láta undan utanaðkomandi þrýstingi frekar en halda sig við reglurnar. Margir hafa orðið til að gagnrýna þau rök Dorsey og benda á tilfelli þar sem notendur hafa verið bannaðir, að þeirra mati fyrir minni sakir en bornar hafa verið á Jones og Infowars. Foreldrar myrtra barna áreittir vegna lyga Jones Jones er alræmdur fyrir lygar og framandlegar samsæriskenningar en hann hefur engu að síður safnað fjölda fylgjenda á samfélagsmiðlum. Hann sakaði demókrata í Bandaríkjunum um að ætla að hefja borgarastríð á þjóðhátíðardaginn 4. júlí, hann hefur sagt að „kynseginhyggja“ (e. transgenderism) sé hluti af áætlun bandarísku leyniþjónustunnar um að „fækka mannkyninu“ og að samþykkt á geðsjúkdómum sé „ill barnaníðingaáætlun um að kynlífsvæða og eyðileggja börn“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Foreldrar tveggja barna sem voru myrt í fjöldamorðinu í Sandy Hook-grunnskólanum í Bandaríkjunum árið 2012 hafa stefnt Jones fyrir ærumeiðingar. Jones hefur ítrekað haldið því fram að árásin hafi aldrei átt sér stað heldur hafi bandaríska alríkisstjórnin sett hana á svið með leikurum til að hafa átyllu til að taka skotvopn af fólki. Lygar Jones um árásina hafa meðal annars leitt til þess að foreldrarnir hafa orðið fyrir áreitni fylgjenda Infowars bæði á netinu og í persónu. Það leiddi til þess að foreldrar grátbáðu Mark Zucerkberg, forstjóra Facebook, um að loka á samsæriskenningar Jones og Infowars. Bandaríkin Twitter Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43 Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Eftir að börnin þeirra voru myrt í fjöldamorði í grunnskóla árið 2012 hafa foreldrarnir mátt þola áreiti samsæriskenningasmiða og trölla. 17. apríl 2018 18:38 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. 6. ágúst 2018 12:14 Infowars bregst illa við banninu Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones og vefsíða hans, Infowars, eru ógn við áform valdaelítunnar um að stofna tjáningarfrelsislaust heimsveldi. 8. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Þrátt fyrir að Alex Jones, stjórnandi samsæriskenningasíðunnar Infowars, hafi sakað foreldra myrtra barna um að vera leikara og dreift staðlausum stöfum um harmleiki eins og hryðjuverkin 11. september í New York ætlar samfélagsmiðilinn Twitter ekki að banna hann líkt og önnur stór tæknifyrirtæki hafa gert. Twitter telur Jones ekki hafa brotið reglur miðilsins. Youtube og Facebook eru á meðal þeirra miðla sem hafa lokað reikningum Infowars með þeim rökum að miðillinn stundi hatursorðræðu. Jones og fjöldi íhaldsmanna hafa sakað samfélagsmiðlarisana um að ritskoða efni sem er þeim ekki þóknanlegt. Jack Dorsey, forstjóri Twitter, segir hins vegar að Jones og Infowars verði ekki bannað á sínum miðli. Ástæðan sé sú að Jones hafi ekki brotið reglur Twitter. Sagði hann að það væri rangt að láta undan utanaðkomandi þrýstingi frekar en halda sig við reglurnar. Margir hafa orðið til að gagnrýna þau rök Dorsey og benda á tilfelli þar sem notendur hafa verið bannaðir, að þeirra mati fyrir minni sakir en bornar hafa verið á Jones og Infowars. Foreldrar myrtra barna áreittir vegna lyga Jones Jones er alræmdur fyrir lygar og framandlegar samsæriskenningar en hann hefur engu að síður safnað fjölda fylgjenda á samfélagsmiðlum. Hann sakaði demókrata í Bandaríkjunum um að ætla að hefja borgarastríð á þjóðhátíðardaginn 4. júlí, hann hefur sagt að „kynseginhyggja“ (e. transgenderism) sé hluti af áætlun bandarísku leyniþjónustunnar um að „fækka mannkyninu“ og að samþykkt á geðsjúkdómum sé „ill barnaníðingaáætlun um að kynlífsvæða og eyðileggja börn“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Foreldrar tveggja barna sem voru myrt í fjöldamorðinu í Sandy Hook-grunnskólanum í Bandaríkjunum árið 2012 hafa stefnt Jones fyrir ærumeiðingar. Jones hefur ítrekað haldið því fram að árásin hafi aldrei átt sér stað heldur hafi bandaríska alríkisstjórnin sett hana á svið með leikurum til að hafa átyllu til að taka skotvopn af fólki. Lygar Jones um árásina hafa meðal annars leitt til þess að foreldrarnir hafa orðið fyrir áreitni fylgjenda Infowars bæði á netinu og í persónu. Það leiddi til þess að foreldrar grátbáðu Mark Zucerkberg, forstjóra Facebook, um að loka á samsæriskenningar Jones og Infowars.
Bandaríkin Twitter Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43 Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Eftir að börnin þeirra voru myrt í fjöldamorði í grunnskóla árið 2012 hafa foreldrarnir mátt þola áreiti samsæriskenningasmiða og trölla. 17. apríl 2018 18:38 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. 6. ágúst 2018 12:14 Infowars bregst illa við banninu Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones og vefsíða hans, Infowars, eru ógn við áform valdaelítunnar um að stofna tjáningarfrelsislaust heimsveldi. 8. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43
Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Eftir að börnin þeirra voru myrt í fjöldamorði í grunnskóla árið 2012 hafa foreldrarnir mátt þola áreiti samsæriskenningasmiða og trölla. 17. apríl 2018 18:38
Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39
Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. 6. ágúst 2018 12:14
Infowars bregst illa við banninu Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones og vefsíða hans, Infowars, eru ógn við áform valdaelítunnar um að stofna tjáningarfrelsislaust heimsveldi. 8. ágúst 2018 08:00