Sindri Hrafn Guðmundsson endaði í 20. sæti í undankeppninni í spjótkasti á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Berlín. Hann komst ekki áfram í úrslit og er því úr leik á EM.
Sindri Hrafn kastaði lengst 74,91 metra í sínu öðru kasti en þriðja kastið hans var aðeins styttra (74,13 metrar).
Sindri Hrafn hefði þurft að kasta 79,75 metra til þess að komast í úrslit en síðasti maður inn í úrslitin var Petr Frydrych frá Tékklandi með kast upp á 79,74 metra.
Sindri Hrafn var í seinni riðlinum og náði tíunda besta kastinu í honum.
Sindri á best kast upp á 80,91 metra frá því fyrr á þessu ári og var því talsvert frá sínu besta.
Hans besta hefði hinsvegar skilað honum í úrslit þannig að möguleikinn var vissulega fyrir hendi.
Sindri Hrafn komst ekki áfram
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
