Úr kjallaranum yfir í glæný hljóðver með útsýni yfir Laugardalinn Stefán Árni Pálsson skrifar 8. ágúst 2018 14:30 Starfsmenn FM957, Bylgjunnar og X-977 eru sáttir við flutninginn. Í dag hófu Bylgjan, FM957 og X-977 útsendingar sínar úr glænýjum hljóðverum í húsnæði Sýnar við Suðurlandsbraut 8. Áður hafði starfsemi útvarpsstöðvanna verið í Skaftahlíðinni og voru eldri hljóðverin í kjallaranum við Skaftahlíð 24. Nú starfa útvarpsmennirnir í hljóðveri með fínu útsýni yfir Laugardalinn og er það vinnuumhverfi sem þekkist illa á útvarpssviði Sýnar. Þráinn Steinsson hefur verið tæknimaður á Bylgjunni í fjöldamörg ár og er hann spenntur fyrir komandi tímum. „Hljóðverið var ekki fært að þessu sinni, það var bara byggt nýtt,“ segir Þráinn í samtali við kollega sína þá Heimi Karlsson og Gulla Helga.Hlustendur finna engan mun „Það var kominn tími á endurnýjum á búnaði og var það gert í leiðinni. Það hafði það í för með sér að við gátum flutt í tilbúið stúdíó án þess að raska miklu. Hér er nýtt spilunarkerfi á stöðvunum sem er mikil uppfærsla á því kerfi sem við vorum að vinna með. Kerfið á eflaust eftir að valda hnökrum fyrstu dagana.“Ómar var mjög sáttur við nýja hljóðver X-ins.vísir/vilhelmHann segir að hlustendur eigi ekki eftir að heyra neinn mun á útsendingu útvarpsstöðvanna, en símkerfið er nýtt. „Þetta er bara spennandi og skemmtilegir tímar framundan. Ég hef gott útsýni hér yfir Esjuna, Akrafjallið og Laugardalinn,“ segir Þráinn sem var örlítið stressaður fyrir fyrstu útsendinguna í morgun. Árið 2006 flutti Bylgjan, FM957 og X-ið frá Lynghálsi í Skaftahlíðina. Nú 12 árum síðar eru stöðvarnar komnar á Suðurlandsbraut. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, skellti sér á Suðurlandsbrautina í dag og fangaði þessar myndir úr nýjum hljóðverum útvarpsstöðva Sýnar.Siggi Hlö og Ágúst Héðinsson yfirmaður útvarpssviðs Sýnar.vísir/vilhelmYngvi Eysteinsson á FM957.Vísir/vilhelmÞráinn er mjög sáttur við nýtt hljóðver.vísir/vilhelmRúnar Róberts mættur á vaktina til að kenna Sigga Hlö á græjurnar.Vísir/vilhelmHér að neðan má sjá nokkur myndbrot sem tekin voru upp inni í nýju hljóðveri Bylgjunnar í morgun og samtöl við reglulega gesti Í Bítinu. Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Sjá meira
Í dag hófu Bylgjan, FM957 og X-977 útsendingar sínar úr glænýjum hljóðverum í húsnæði Sýnar við Suðurlandsbraut 8. Áður hafði starfsemi útvarpsstöðvanna verið í Skaftahlíðinni og voru eldri hljóðverin í kjallaranum við Skaftahlíð 24. Nú starfa útvarpsmennirnir í hljóðveri með fínu útsýni yfir Laugardalinn og er það vinnuumhverfi sem þekkist illa á útvarpssviði Sýnar. Þráinn Steinsson hefur verið tæknimaður á Bylgjunni í fjöldamörg ár og er hann spenntur fyrir komandi tímum. „Hljóðverið var ekki fært að þessu sinni, það var bara byggt nýtt,“ segir Þráinn í samtali við kollega sína þá Heimi Karlsson og Gulla Helga.Hlustendur finna engan mun „Það var kominn tími á endurnýjum á búnaði og var það gert í leiðinni. Það hafði það í för með sér að við gátum flutt í tilbúið stúdíó án þess að raska miklu. Hér er nýtt spilunarkerfi á stöðvunum sem er mikil uppfærsla á því kerfi sem við vorum að vinna með. Kerfið á eflaust eftir að valda hnökrum fyrstu dagana.“Ómar var mjög sáttur við nýja hljóðver X-ins.vísir/vilhelmHann segir að hlustendur eigi ekki eftir að heyra neinn mun á útsendingu útvarpsstöðvanna, en símkerfið er nýtt. „Þetta er bara spennandi og skemmtilegir tímar framundan. Ég hef gott útsýni hér yfir Esjuna, Akrafjallið og Laugardalinn,“ segir Þráinn sem var örlítið stressaður fyrir fyrstu útsendinguna í morgun. Árið 2006 flutti Bylgjan, FM957 og X-ið frá Lynghálsi í Skaftahlíðina. Nú 12 árum síðar eru stöðvarnar komnar á Suðurlandsbraut. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, skellti sér á Suðurlandsbrautina í dag og fangaði þessar myndir úr nýjum hljóðverum útvarpsstöðva Sýnar.Siggi Hlö og Ágúst Héðinsson yfirmaður útvarpssviðs Sýnar.vísir/vilhelmYngvi Eysteinsson á FM957.Vísir/vilhelmÞráinn er mjög sáttur við nýtt hljóðver.vísir/vilhelmRúnar Róberts mættur á vaktina til að kenna Sigga Hlö á græjurnar.Vísir/vilhelmHér að neðan má sjá nokkur myndbrot sem tekin voru upp inni í nýju hljóðveri Bylgjunnar í morgun og samtöl við reglulega gesti Í Bítinu.
Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Sjá meira