Vopnaðir skrúfjárni og hamri: Í gæsluvarðhald vegna ráns í verslun í Breiðholti Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. ágúst 2018 15:42 Landsréttur hefur staðfestir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir manni, sem ásamt meintum samverkamanni, er grunaður um að hafa framið rán í verslun í Breiðholti. Vísir/ernir Landsréttur hefur fallist á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um, ásamt meintum samverkamanni, að hafa framið rán í verslun í Breiðholti laust fyrir klukkan ellefu þann 4. ágúst. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn gildir til allt að 31. ágúst. Sjá nánar: Rán í verslun í Breiðholti Í úrskurðinum segir að hinn kærði sé undir rökstuddum grun um að hafa orðið uppvís að ráni og með því brotið gegn 252. gr. almennra hegningarlaga. Rétt er að halda því til haga að aðeins annar úrskurður af tveimur er kominn á vef Landsréttar. Í rökstuðningi með úrskurðinum segir að nú þegar liggi fyrir nokkuð afdráttarlaus sönnunargögn um aðild kærða að brotinu og þá liggur jafnframt fyrir játning hans. Samkvæmt vitnum komu aðilarnir inn í verslunina í klæddir hettupeysum og með sólgleraugu. Þá hafi þeir verið vopnaðir skrúfjárni og hamri og ógnað starfsmanni verslunarinnar og heimtað peninga úr sjóðsvél. Þeir hafi þá reynt að brjóta upp peningaskúffu sjóðsvélarinnar án árangurs og var starfsmaður tilneyddur til að opna hana fyrir mennina. Vitni greina frá því að þeir hafi tekið peningaseðla úr kassanum en ekki er vitað hversu há upphæðin var. Þá hlupu þeir úr versluninni og fóru brott á bifreið. Öryggismyndavélar styðja við frásagnir vitna. Að svo stöddu er ekki hægt að slá föstu hlut hvors um sig en flest bendir til þess að mennirnir hafi tekið jafn mikinn þátt í ráninu að því fram kemur í úrskurði Landsréttar. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Rán í verslun í Breiðholti Tveir menn komu inn í verslunina, ógnuðu starfsfólki og rændu peningum og fleiru. Að því loknu fóru þeir burt í bifreið sem var síðar stöðvuð á Suðurnesjum. 5. ágúst 2018 07:22 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Landsréttur hefur fallist á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um, ásamt meintum samverkamanni, að hafa framið rán í verslun í Breiðholti laust fyrir klukkan ellefu þann 4. ágúst. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn gildir til allt að 31. ágúst. Sjá nánar: Rán í verslun í Breiðholti Í úrskurðinum segir að hinn kærði sé undir rökstuddum grun um að hafa orðið uppvís að ráni og með því brotið gegn 252. gr. almennra hegningarlaga. Rétt er að halda því til haga að aðeins annar úrskurður af tveimur er kominn á vef Landsréttar. Í rökstuðningi með úrskurðinum segir að nú þegar liggi fyrir nokkuð afdráttarlaus sönnunargögn um aðild kærða að brotinu og þá liggur jafnframt fyrir játning hans. Samkvæmt vitnum komu aðilarnir inn í verslunina í klæddir hettupeysum og með sólgleraugu. Þá hafi þeir verið vopnaðir skrúfjárni og hamri og ógnað starfsmanni verslunarinnar og heimtað peninga úr sjóðsvél. Þeir hafi þá reynt að brjóta upp peningaskúffu sjóðsvélarinnar án árangurs og var starfsmaður tilneyddur til að opna hana fyrir mennina. Vitni greina frá því að þeir hafi tekið peningaseðla úr kassanum en ekki er vitað hversu há upphæðin var. Þá hlupu þeir úr versluninni og fóru brott á bifreið. Öryggismyndavélar styðja við frásagnir vitna. Að svo stöddu er ekki hægt að slá föstu hlut hvors um sig en flest bendir til þess að mennirnir hafi tekið jafn mikinn þátt í ráninu að því fram kemur í úrskurði Landsréttar.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Rán í verslun í Breiðholti Tveir menn komu inn í verslunina, ógnuðu starfsfólki og rændu peningum og fleiru. Að því loknu fóru þeir burt í bifreið sem var síðar stöðvuð á Suðurnesjum. 5. ágúst 2018 07:22 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Rán í verslun í Breiðholti Tveir menn komu inn í verslunina, ógnuðu starfsfólki og rændu peningum og fleiru. Að því loknu fóru þeir burt í bifreið sem var síðar stöðvuð á Suðurnesjum. 5. ágúst 2018 07:22