Vopnaðir skrúfjárni og hamri: Í gæsluvarðhald vegna ráns í verslun í Breiðholti Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. ágúst 2018 15:42 Landsréttur hefur staðfestir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir manni, sem ásamt meintum samverkamanni, er grunaður um að hafa framið rán í verslun í Breiðholti. Vísir/ernir Landsréttur hefur fallist á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um, ásamt meintum samverkamanni, að hafa framið rán í verslun í Breiðholti laust fyrir klukkan ellefu þann 4. ágúst. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn gildir til allt að 31. ágúst. Sjá nánar: Rán í verslun í Breiðholti Í úrskurðinum segir að hinn kærði sé undir rökstuddum grun um að hafa orðið uppvís að ráni og með því brotið gegn 252. gr. almennra hegningarlaga. Rétt er að halda því til haga að aðeins annar úrskurður af tveimur er kominn á vef Landsréttar. Í rökstuðningi með úrskurðinum segir að nú þegar liggi fyrir nokkuð afdráttarlaus sönnunargögn um aðild kærða að brotinu og þá liggur jafnframt fyrir játning hans. Samkvæmt vitnum komu aðilarnir inn í verslunina í klæddir hettupeysum og með sólgleraugu. Þá hafi þeir verið vopnaðir skrúfjárni og hamri og ógnað starfsmanni verslunarinnar og heimtað peninga úr sjóðsvél. Þeir hafi þá reynt að brjóta upp peningaskúffu sjóðsvélarinnar án árangurs og var starfsmaður tilneyddur til að opna hana fyrir mennina. Vitni greina frá því að þeir hafi tekið peningaseðla úr kassanum en ekki er vitað hversu há upphæðin var. Þá hlupu þeir úr versluninni og fóru brott á bifreið. Öryggismyndavélar styðja við frásagnir vitna. Að svo stöddu er ekki hægt að slá föstu hlut hvors um sig en flest bendir til þess að mennirnir hafi tekið jafn mikinn þátt í ráninu að því fram kemur í úrskurði Landsréttar. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Rán í verslun í Breiðholti Tveir menn komu inn í verslunina, ógnuðu starfsfólki og rændu peningum og fleiru. Að því loknu fóru þeir burt í bifreið sem var síðar stöðvuð á Suðurnesjum. 5. ágúst 2018 07:22 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Landsréttur hefur fallist á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um, ásamt meintum samverkamanni, að hafa framið rán í verslun í Breiðholti laust fyrir klukkan ellefu þann 4. ágúst. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn gildir til allt að 31. ágúst. Sjá nánar: Rán í verslun í Breiðholti Í úrskurðinum segir að hinn kærði sé undir rökstuddum grun um að hafa orðið uppvís að ráni og með því brotið gegn 252. gr. almennra hegningarlaga. Rétt er að halda því til haga að aðeins annar úrskurður af tveimur er kominn á vef Landsréttar. Í rökstuðningi með úrskurðinum segir að nú þegar liggi fyrir nokkuð afdráttarlaus sönnunargögn um aðild kærða að brotinu og þá liggur jafnframt fyrir játning hans. Samkvæmt vitnum komu aðilarnir inn í verslunina í klæddir hettupeysum og með sólgleraugu. Þá hafi þeir verið vopnaðir skrúfjárni og hamri og ógnað starfsmanni verslunarinnar og heimtað peninga úr sjóðsvél. Þeir hafi þá reynt að brjóta upp peningaskúffu sjóðsvélarinnar án árangurs og var starfsmaður tilneyddur til að opna hana fyrir mennina. Vitni greina frá því að þeir hafi tekið peningaseðla úr kassanum en ekki er vitað hversu há upphæðin var. Þá hlupu þeir úr versluninni og fóru brott á bifreið. Öryggismyndavélar styðja við frásagnir vitna. Að svo stöddu er ekki hægt að slá föstu hlut hvors um sig en flest bendir til þess að mennirnir hafi tekið jafn mikinn þátt í ráninu að því fram kemur í úrskurði Landsréttar.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Rán í verslun í Breiðholti Tveir menn komu inn í verslunina, ógnuðu starfsfólki og rændu peningum og fleiru. Að því loknu fóru þeir burt í bifreið sem var síðar stöðvuð á Suðurnesjum. 5. ágúst 2018 07:22 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Rán í verslun í Breiðholti Tveir menn komu inn í verslunina, ógnuðu starfsfólki og rændu peningum og fleiru. Að því loknu fóru þeir burt í bifreið sem var síðar stöðvuð á Suðurnesjum. 5. ágúst 2018 07:22