Mugabe snýr baki við gömlum félögum Sighvatur Arnmundsson skrifar 30. júlí 2018 05:30 Robert Mugabe, sem var forseti Simbabve í 37 ár, styður ekki fyrrum samherja sína í kosningunum sem fram fara í dag. Robert Mugabe, fyrrverandi forseti Simbabve, lýsti því yfir í gær að hann myndi ekki styðja fyrrverandi samflokksmenn sína í Zanu-FP flokknum í kosningunum sem fram fara í landinu í dag. Þá verður kosinn nýr forseti auk þess sem kosið verður til beggja deilda þingsins. Mugabe hefur ekkert komið fram opinberlega síðan herinn steypti honum af stóli í nóvember síðastliðnum. Hinn 94 ára gamli Mugabe styður MDC, sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Forsetaframbjóðandi MDC er hinn fertugi Nelson Chamisa. Á óvæntum fundi með blaðamönnum sagðist Mugabe ekki geta kosið sinn gamla flokk né þá sem væru við völd þar sem þeir hafi valdið sér miklum kvölum. Fréttaskýrendur telja óljóst hvaða áhrif þetta óvænta útspil Mugabe hafi á niðurstöður kosninganna. Meðal þess sem kom fram hjá Mugabe var að hann telur að herinn hafi framið valdarán í nóvember. Þá sakar hann herinn um að brjóta niður lýðræðið. Hann sagði einnig að ekkert væri hæft í þeim ásökunum að hann hefði ætlað að láta eiginkonu sína, Grace Mugabe, taka við forsetaembættinu. Emmerson Mnangagwa, sem kemur úr Zanu-FP flokknum, hefur setið sem forseti frá því að Mugabe lét af völdum. Búist er við að baráttan muni standa milli hins 75 ára gamla starfandi forseta og Chamisa. Kannanir þykja óáreiðanlegar en samkvæmt þeim hefur sitjandi forseti örlítið forskot á Chamisa. Alls eru tuttugu og þrír frambjóðendur í framboði í forsetakosningunum. Mnangagwa var áður einn nánasti samstarfsmaður Mugabe. Hann sakar Chamisa um að hafa gert samkomulag við Mugabe. Hann segir að þeir sem kjósi Chamisa séu í raun að kjósa Mugabe. Valkosturinn sé nýtt Simbabve undir forystu sinni og ZANU-PF flokksins. Rúmlega 5,6 milljónir Simbabvebúa hafa skráð sig á kjörskrá og er tæpur helmingur þeirra 35 ára eða yngri. Ljóst er að næsta forseta landsins bíða ærin verkefni en landið glímir við ýmis alvarleg vandamál í kjölfar 37 ára valdatíðar Mugabe. Skortur er á fjárfestingum, mennta- og heilbrigðiskerfið er sagt í molum auk þess sem atvinnuleysi er gríðarlegt. Þannig er því jafnvel haldið fram að um 90 prósent séu án vinnu sem leitt hefur til þess að margir hafa yfirgefið landið og leitað vinnu í Suður-Afríku. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Forseti Simbabve óhultur eftir sprengjuárás Háttsettir embættismenn eru sagðir á meðal þeirra sem særðust í sprengingu á kosningafundi forsetans. 23. júní 2018 14:45 Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve látinn Morgan Tsvangirai lést í Suður-Afríku í gær, 65 ára að aldri. 15. febrúar 2018 08:35 Simbabve vill aftur í Breska samveldið Forseti Simbabve Emmerson Mnangagwa hefur sótt um inngöngu í Breska samveldið, einnig hefur hann boðað til kosninga sem munu fara fram í júlí. 21. maí 2018 15:21 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Robert Mugabe, fyrrverandi forseti Simbabve, lýsti því yfir í gær að hann myndi ekki styðja fyrrverandi samflokksmenn sína í Zanu-FP flokknum í kosningunum sem fram fara í landinu í dag. Þá verður kosinn nýr forseti auk þess sem kosið verður til beggja deilda þingsins. Mugabe hefur ekkert komið fram opinberlega síðan herinn steypti honum af stóli í nóvember síðastliðnum. Hinn 94 ára gamli Mugabe styður MDC, sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Forsetaframbjóðandi MDC er hinn fertugi Nelson Chamisa. Á óvæntum fundi með blaðamönnum sagðist Mugabe ekki geta kosið sinn gamla flokk né þá sem væru við völd þar sem þeir hafi valdið sér miklum kvölum. Fréttaskýrendur telja óljóst hvaða áhrif þetta óvænta útspil Mugabe hafi á niðurstöður kosninganna. Meðal þess sem kom fram hjá Mugabe var að hann telur að herinn hafi framið valdarán í nóvember. Þá sakar hann herinn um að brjóta niður lýðræðið. Hann sagði einnig að ekkert væri hæft í þeim ásökunum að hann hefði ætlað að láta eiginkonu sína, Grace Mugabe, taka við forsetaembættinu. Emmerson Mnangagwa, sem kemur úr Zanu-FP flokknum, hefur setið sem forseti frá því að Mugabe lét af völdum. Búist er við að baráttan muni standa milli hins 75 ára gamla starfandi forseta og Chamisa. Kannanir þykja óáreiðanlegar en samkvæmt þeim hefur sitjandi forseti örlítið forskot á Chamisa. Alls eru tuttugu og þrír frambjóðendur í framboði í forsetakosningunum. Mnangagwa var áður einn nánasti samstarfsmaður Mugabe. Hann sakar Chamisa um að hafa gert samkomulag við Mugabe. Hann segir að þeir sem kjósi Chamisa séu í raun að kjósa Mugabe. Valkosturinn sé nýtt Simbabve undir forystu sinni og ZANU-PF flokksins. Rúmlega 5,6 milljónir Simbabvebúa hafa skráð sig á kjörskrá og er tæpur helmingur þeirra 35 ára eða yngri. Ljóst er að næsta forseta landsins bíða ærin verkefni en landið glímir við ýmis alvarleg vandamál í kjölfar 37 ára valdatíðar Mugabe. Skortur er á fjárfestingum, mennta- og heilbrigðiskerfið er sagt í molum auk þess sem atvinnuleysi er gríðarlegt. Þannig er því jafnvel haldið fram að um 90 prósent séu án vinnu sem leitt hefur til þess að margir hafa yfirgefið landið og leitað vinnu í Suður-Afríku.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Forseti Simbabve óhultur eftir sprengjuárás Háttsettir embættismenn eru sagðir á meðal þeirra sem særðust í sprengingu á kosningafundi forsetans. 23. júní 2018 14:45 Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve látinn Morgan Tsvangirai lést í Suður-Afríku í gær, 65 ára að aldri. 15. febrúar 2018 08:35 Simbabve vill aftur í Breska samveldið Forseti Simbabve Emmerson Mnangagwa hefur sótt um inngöngu í Breska samveldið, einnig hefur hann boðað til kosninga sem munu fara fram í júlí. 21. maí 2018 15:21 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Forseti Simbabve óhultur eftir sprengjuárás Háttsettir embættismenn eru sagðir á meðal þeirra sem særðust í sprengingu á kosningafundi forsetans. 23. júní 2018 14:45
Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve látinn Morgan Tsvangirai lést í Suður-Afríku í gær, 65 ára að aldri. 15. febrúar 2018 08:35
Simbabve vill aftur í Breska samveldið Forseti Simbabve Emmerson Mnangagwa hefur sótt um inngöngu í Breska samveldið, einnig hefur hann boðað til kosninga sem munu fara fram í júlí. 21. maí 2018 15:21
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent