Færsluhirðar skilgreina áhættu gagnvart Icelandair og Wow Air með ólíkum hætti Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. júlí 2018 18:30 Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri Wow Air og Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair. Vísir/Samsett mynd Færsluhirðingarfyrirtæki skilgreina áhættu gagnvart íslensku flugfélögunum með mismunandi hætti. Í tilviki Icelandair skilar fjárhæð fargjalds sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins. Í tilviki Wow Air halda færsluhirðingarfyrirtækin eftir 80-90 prósent af upphæðinni þangað til viðkomandi flugferð hefur verið farin. Risavaxið gjaldþrot breska flugfélagsins Monarch Airlines í október í fyrra varð til þess að færsluhirðingarfyrirtækið Kortaþjónustan lenti í rekstrarvanda. Áhættustýringu Kortaþjónustunnar gagnvart Monarch Airlines var ábótavant því hluti fargjalda vegna flugferða sem voru pantaðar lenti á fyrirtækinu þegar Monarch Airlines fór í greiðslustöðvun. Sviptingar í rekstri íslensku flugfélaganna, Icelandair og Wow Air, hafa orðið tilefni vangaveltna um hvaða afleiðingar mögulegur rekstrar- og sjóðstreymisvandi þeirra hefði. Icelandair þurfti að senda frá sér afkomuviðvörun fyrr í þessum mánuði sem varð til þess að hlutabréf félagsins féllu um 25 prósent. Þá tapaði Wow Air 2,5 milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi sem félagi birti seint og um síðir. Þetta var talsvert högg enda var eigið fé Wow Air 5,9 milljarðar króna í lok árs 2016. Sérfræðingar á fjármálamarkaði telja að staða Wow Air sé brothætt. Skúli Mogensen forstjóri félagsins sagði hins vegar í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis fyrir helgi að Wow Air ætti í viðræðum við erlenda banka um langtímafjármögnun félagsins til að styðja við áframhaldandi vöxt þess. „Sú vinna gengur mjög vel,“ sagði hann.Langflestir viðskiptavinir flugfélaganna greiða fargjöld sín með greiðslukortum. Í tilviki Icelandair skilar fjárhæð fargjalds sér yfirleitt strax á reikninga flugfélagsins en stundum tekur nokkra daga fyrir greiðslu að berast. Björgólfur Jóhannsson forstjóri sagði að þetta væru yfirleitt fimm dagar. Í tilviki Wow Air er 80-90 prósent af fjárhæð fargjalds haldið eftir af færsluhirðingarfyrirtæki þangað til flugferð hefur verið farin. En þá greiðist upphæðin inn á reikninga Wow Air. Þetta sýnir hvernig færsluhirðingarfyrirtæki skilgreina áhættu af viðskiptum við þessi flugfélög. Munurinn skiptir hins vegar neytendur ekki mjög miklu máli því korthafar beina endurkröfum sínum ávallt til útgefanda greiðslukorts, sem eru í flestum tilvikum bankar eða sparisjóðir. Endurkröfuréttur korthafans tengist ekki á neinn hátt uppgjöri flugfélags og færsluhirðis.Kröfu beint að útgefanda korts „Almenna reglan er sú að fái korthafi ekki afhenta vöru eða þjónustu sem greitt hefur verið fyrir með greiðslukorti gerir hann endurkröfu í gegnum sinn viðskiptabanka sem aftur gerir kröfu á færsluhirði viðkomandi söluaðila. Réttur korthafa varðandi endurgreiðslu er mjög sterkur þegar um óafhenta vöru eða þjónustu er að ræða samkvæmt reglum kortafélaganna Visa og MasterCard. Hvernig söluaðili fær uppgert frá færsluhirði hefur ekkert með endurkröfurétt korthafa að gera,“ segir Viðar Þorkelsson forstjóri Valitors.Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors.Vísir/StefánViðar sagði að Valitor hefði sett sér eigin reglur um áhættu gagnvart fyrirtækjum þar sem vara er afhent síðar. Hver og einn viðskiptavinur væri skoðaður fyrir sig og metinn eftir fjárhags- rekstrarsögu. Viðar sagði að ef stórt flugfélög myndi fara í greiðslustöðvun eða gjaldþrot þá myndi það hafa áhrif á Valitor en fyrirtækið hefði takmarkað áhættu sína gagnvart slíku og þannig varið hagsmuni sína.Tvær megin leiðir í áhættustýringu gagnvart flugfélögum„Almennt séð stilla færsluhirðingarfyrirtæki áhættu sína gagnvart seljendum vöru sem afhent er fram í tímann eftir tveimur megin leiðum. Annars vegar geta færsluhirðar gert upp við seljandann eingöngu eftir að vara hefur verið afhent og þannig er áhættan af viðskiptunum eins lítil og mögulegt er. Hins vegar geta færsluhirðar ákveðið að halda hjá sér á hverjum tíma veltu yfir skilgreint tímabil og gert svo upp viðskipti að öðru leiti eftir því sem þau fara fram. Áhættutaka færsluhirðis ræðst m.a. af fjárhagslegri stöðu seljandans, viðskiptasögu, viðskiptakjörum, áhættuvilja færsluhirðis og fjárhagslegri getu hans til áhættutöku. Eðli málsins samkvæmt get ég ekki gefið upplýsingar um samninga við einstaka viðskiptavini Borgunar. Hjá Borgun er áhættustýring einn af lykilþáttum í því hvernig samningar eru gerðir um færsluhirðingu og áhætta hvers viðskiptavinar er ávallt reiknuð út og þess gætt að hún rúmist innan áhættuvilja fyrirtækisins,“ segir Sæmundur Sæmundsson forstjóri Borgunar í skriflegu svari við fyrirspurn Stöðvar 2 og Vísis. Sæmundur Sæmundsson forstjóri BorgunarVísir/aðsendFME skoðar áhættu kortafyrirtækjaFrá því að mál Kortaþjónustunnar kom upp vegna gjaldþrots Monarch Airlines hefur Fjármálaeftirlitið (FME) haft til skoðunar með hvaða hætti eftirliti með færsluhirðingar- og kortafyrirtækjum er best háttað. Í því sambandi lítur FME meðal annars til þess hvernig erlendar systurstofnanir haga eftirliti sínu. Þetta verkefni er enn í vinnslu að sögn Sigurðar Valgeirssonar hjá FME. Hann sagði í skriflegu svari að FME vildi þó árétta að það væri ávallt á ábyrgð þeirra sem stýra kortafyrirtækjunum að vakta og stýra þeirri áhættu sem fylgdi starfsemi þeirra. Icelandair WOW Air Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Færsluhirðingarfyrirtæki skilgreina áhættu gagnvart íslensku flugfélögunum með mismunandi hætti. Í tilviki Icelandair skilar fjárhæð fargjalds sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins. Í tilviki Wow Air halda færsluhirðingarfyrirtækin eftir 80-90 prósent af upphæðinni þangað til viðkomandi flugferð hefur verið farin. Risavaxið gjaldþrot breska flugfélagsins Monarch Airlines í október í fyrra varð til þess að færsluhirðingarfyrirtækið Kortaþjónustan lenti í rekstrarvanda. Áhættustýringu Kortaþjónustunnar gagnvart Monarch Airlines var ábótavant því hluti fargjalda vegna flugferða sem voru pantaðar lenti á fyrirtækinu þegar Monarch Airlines fór í greiðslustöðvun. Sviptingar í rekstri íslensku flugfélaganna, Icelandair og Wow Air, hafa orðið tilefni vangaveltna um hvaða afleiðingar mögulegur rekstrar- og sjóðstreymisvandi þeirra hefði. Icelandair þurfti að senda frá sér afkomuviðvörun fyrr í þessum mánuði sem varð til þess að hlutabréf félagsins féllu um 25 prósent. Þá tapaði Wow Air 2,5 milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi sem félagi birti seint og um síðir. Þetta var talsvert högg enda var eigið fé Wow Air 5,9 milljarðar króna í lok árs 2016. Sérfræðingar á fjármálamarkaði telja að staða Wow Air sé brothætt. Skúli Mogensen forstjóri félagsins sagði hins vegar í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis fyrir helgi að Wow Air ætti í viðræðum við erlenda banka um langtímafjármögnun félagsins til að styðja við áframhaldandi vöxt þess. „Sú vinna gengur mjög vel,“ sagði hann.Langflestir viðskiptavinir flugfélaganna greiða fargjöld sín með greiðslukortum. Í tilviki Icelandair skilar fjárhæð fargjalds sér yfirleitt strax á reikninga flugfélagsins en stundum tekur nokkra daga fyrir greiðslu að berast. Björgólfur Jóhannsson forstjóri sagði að þetta væru yfirleitt fimm dagar. Í tilviki Wow Air er 80-90 prósent af fjárhæð fargjalds haldið eftir af færsluhirðingarfyrirtæki þangað til flugferð hefur verið farin. En þá greiðist upphæðin inn á reikninga Wow Air. Þetta sýnir hvernig færsluhirðingarfyrirtæki skilgreina áhættu af viðskiptum við þessi flugfélög. Munurinn skiptir hins vegar neytendur ekki mjög miklu máli því korthafar beina endurkröfum sínum ávallt til útgefanda greiðslukorts, sem eru í flestum tilvikum bankar eða sparisjóðir. Endurkröfuréttur korthafans tengist ekki á neinn hátt uppgjöri flugfélags og færsluhirðis.Kröfu beint að útgefanda korts „Almenna reglan er sú að fái korthafi ekki afhenta vöru eða þjónustu sem greitt hefur verið fyrir með greiðslukorti gerir hann endurkröfu í gegnum sinn viðskiptabanka sem aftur gerir kröfu á færsluhirði viðkomandi söluaðila. Réttur korthafa varðandi endurgreiðslu er mjög sterkur þegar um óafhenta vöru eða þjónustu er að ræða samkvæmt reglum kortafélaganna Visa og MasterCard. Hvernig söluaðili fær uppgert frá færsluhirði hefur ekkert með endurkröfurétt korthafa að gera,“ segir Viðar Þorkelsson forstjóri Valitors.Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors.Vísir/StefánViðar sagði að Valitor hefði sett sér eigin reglur um áhættu gagnvart fyrirtækjum þar sem vara er afhent síðar. Hver og einn viðskiptavinur væri skoðaður fyrir sig og metinn eftir fjárhags- rekstrarsögu. Viðar sagði að ef stórt flugfélög myndi fara í greiðslustöðvun eða gjaldþrot þá myndi það hafa áhrif á Valitor en fyrirtækið hefði takmarkað áhættu sína gagnvart slíku og þannig varið hagsmuni sína.Tvær megin leiðir í áhættustýringu gagnvart flugfélögum„Almennt séð stilla færsluhirðingarfyrirtæki áhættu sína gagnvart seljendum vöru sem afhent er fram í tímann eftir tveimur megin leiðum. Annars vegar geta færsluhirðar gert upp við seljandann eingöngu eftir að vara hefur verið afhent og þannig er áhættan af viðskiptunum eins lítil og mögulegt er. Hins vegar geta færsluhirðar ákveðið að halda hjá sér á hverjum tíma veltu yfir skilgreint tímabil og gert svo upp viðskipti að öðru leiti eftir því sem þau fara fram. Áhættutaka færsluhirðis ræðst m.a. af fjárhagslegri stöðu seljandans, viðskiptasögu, viðskiptakjörum, áhættuvilja færsluhirðis og fjárhagslegri getu hans til áhættutöku. Eðli málsins samkvæmt get ég ekki gefið upplýsingar um samninga við einstaka viðskiptavini Borgunar. Hjá Borgun er áhættustýring einn af lykilþáttum í því hvernig samningar eru gerðir um færsluhirðingu og áhætta hvers viðskiptavinar er ávallt reiknuð út og þess gætt að hún rúmist innan áhættuvilja fyrirtækisins,“ segir Sæmundur Sæmundsson forstjóri Borgunar í skriflegu svari við fyrirspurn Stöðvar 2 og Vísis. Sæmundur Sæmundsson forstjóri BorgunarVísir/aðsendFME skoðar áhættu kortafyrirtækjaFrá því að mál Kortaþjónustunnar kom upp vegna gjaldþrots Monarch Airlines hefur Fjármálaeftirlitið (FME) haft til skoðunar með hvaða hætti eftirliti með færsluhirðingar- og kortafyrirtækjum er best háttað. Í því sambandi lítur FME meðal annars til þess hvernig erlendar systurstofnanir haga eftirliti sínu. Þetta verkefni er enn í vinnslu að sögn Sigurðar Valgeirssonar hjá FME. Hann sagði í skriflegu svari að FME vildi þó árétta að það væri ávallt á ábyrgð þeirra sem stýra kortafyrirtækjunum að vakta og stýra þeirri áhættu sem fylgdi starfsemi þeirra.
Icelandair WOW Air Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira